Læknablaðið - 15.09.1999, Síða 100
754
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Lyfjafyrirtæki styðja
krabbameinsrannsóknir
Aðalfundur Samtaka um
krabbameinsrannsóknir á Is-
landi (SKÍ) var haldinn á Hót-
el Loftleiðum 20. janúar síð-
astliðinn, en samtökin voru
stofnuð fyrir fjórum árum.
Samtökin hafa frá upphafi
notið velvildar íslenskra um-
boðsaðila lyfjafyrirtækjanna
Glaxo Wellcome og Pharma-
cia Upjohn, en þessi fyrirtæki
hafa lagt fram fjármagn til
SKI til þess að veita ferða-
styrki vísindamönnum sem
starfa við krabbameinsrann-
sóknir hér á landi. Styrkirnir
eru ætlaðir til þess að íslenskir
vísindamenn geti kynnl rann-
sóknarniðurstöður sínar er-
lendis eða farið í námsferðir
til þess að læra og flytja inn
nýjar rannsóknaraðferðir.
Á aðalfundi SKÍ afhentu
Svava Guðmundsdóttir frá
Pharmacia Upjohn og Sveinn
Skúlason frá Glaxo Wellcome
þrjá ferðastyrki, þeim Hilmari
Viðarssyni, Katrínu Guð-
mundsdóttur og Margréti
Steinarsdóttur. Hilmar Viðars-
son er M.Sc. nemi við lækna-
deild Háskóla Islands og vinn-
ur að rannsóknum sínum á
Rannsóknastofu Krabba-
meinsfélagins í sameinda- og
frumulíffræði. Hann hlaut
styrk til þess að kynna verk-
efnið „Short term cultures and
chromosome analyses from
normal and diseased breast
epithelium" á ráðstefnu Am-
erican Association for Cancer
Research í apríl. Katrín Guð-
mundsdóttir M.Sc. nemi við
líffræðiskor Háskóla íslands
hlaut styrk til þess að kynna
verkefnið „GST polymorph-
ism in Icelandic breast cancer
patients" á sömu ráðstefnu, en
Katrín hefur einnig unnið sín-
ar rannsóknir á Rannsókna-
stofu Krabbameinsfélagsins.
Margrét Steinarsdóttir, líf-
fræðingur á litningarannsókn-
ardeild Rannsóknastofu Há-
skólans í meinafræði, hlaut
styrk til dvalar hjá rannsókna-
stofu þýsku krabbameinssam-
takanna (Deutsches Krebs-
forschungszentrum) til þess
að bæta þekkingu sína áfluor-
escent in situ liybridization
tækni og hyggst með þeirri
aðferð kanna litningabreyt-
ingar hjá íslenskum körlum
með brjóstakrabbamein.
Stjórn Samtaka um krabba-
meinsrannsóknir á Islandi
þakkar hlutaðeigandi lyfjafyr-
irtækjum þann stuðning sem
þau með þessu móti veita
krabbameinsrannsóknum á ís-
landi og óskar styrkþegum til
hamingju.
Fréttatilkynning frá Samtökum um
krabbameinsrannsóknir á Islandi
Hilmar Viðarsson, Katrín Guðmundsdóttir og Margrét Steinarsdóttir hlutu nýlega ferðastyrki frd lyfjafyr-
irtœkjunum Glaxo Wellcome og Pharmacia Upjohn. Með þeim ú myndinni er Þorvaldur Jónsson formað-
ur Samtaka um krabbameinsrannsóknir ú íslandi, en samtökin úthlutuðu styrkjunum.