Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1999, Side 7

Læknablaðið - 15.10.1999, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 775-7 775 Ritstjórnargrein Læknafélag Reykiavíkur 90 ára í haust, nánar tiltekið þann 18. október verður Læknafélag Reykjavíkur (LR) 90 ára. Þessara tímamóta verður minnst með ýmsum hætti. I fyrsta lagi verður hátíðardagskrá í nóvember þar sem læknar sýna aðra listræna hæfileika sfna en læknislistina. I öðru lagi hefur Ami Bjömsson læknir verið fenginn til að skrifa ágrip af sögu félagsins hér í blaðið. I þriðja lagi verður al- menningi boðið til fræðslufyrirlestra lækna um heilsufarsvandamál í lok tuttugustu aldar. Á þeim 90 árum sem félagið hefur starfað hefur starfsvettvangur og aðstaða lækna breyst mikið. En baráttumál LR hafa mikið til verið þau sömu, það er að sameina lækna um áhuga- og hagsmunamál stéttarinnar og vinna að stefnumótun í heilbrigðismálum. Eftir að Læknafélag Islands (LI) var stofnað hefur saga félaganna ofist saman og samvinna milli þeirra verið mikil með verkaskiptum sem tekið hafa breytingum í tímanna rás. Hér á eftir fer frásögn af starfsemi félagsins til kynningar á skipulagi þess og til fróðleiks um helstu verkefni sem félagsmenn starfa að í dag. Félagsmenn og stjórn Rúmlega 700 læknar eru í þessu langstærsta svæðafélagi Læknafélags íslands. Eitt af fyrstu verkefnum núverandi stjórnar var að bjóða for- ráðamönnum heimilislækna til skrafs og ráða- gerða. Nýr forstjóri Ríkisspítala var boðinn til fundar þar sem rædd voru áform stjómvalda að sameina spítalana og túlkanir á kjarasamningi lækna við sjúkrahúsin. Nýr landlæknir var boð- inn til umræðu um heilbrigðismál og málefni sem snerta lækna. Stjórn LR er skipuð ritara og gjaldkera auk formanns. Stjómarfundir eru einu sinni í mán- uði. í meðstjórn sitja níu fulltrúar og þrír vara- fulltrúar. Stjóm og meðstjórn kallast stórráð og fundar að jafnaði einu sinni í mánuði. Með- stjómendur em valdir þannig að fulltrúar komi frá sem flestum sérgreinum. Hefð er fyrir því að fulltrúi Félags ungra lækna sitji í stórráðinu og hefur þeirri hefð verið haldið þótt FUL hafí gengið úr LR og sé nú eitt af aðildarfélögum LÍ. Aðalfundur LR er í mars og þurfa framboð til stjórnar að hafa komið fram í síðasta lagi á félagsfundi sem haldinn er í febrúar. LR á rétt á einum kjörgengnum fulltrúa fyrir hverja 20 fé- lagsmenn á aðalfund LI. Helmingur fulltrúa er valinn á aðalfundi LR og helmingur af stjórn félagsins. Á síðustu ámm hefur verið lítill áhugi almennra félagsmanna á vali fulltrúanna en stjórnin hefur kappkostað að velja þá lækna sem virkastir em í umræðum um þau málefni sem eru í deiglunni. Sum sérgreinarfélög hafa á síðustu árum kvartað undan skorti á áhrifum á störf LI en með virkari þátttöku innan LR væri auðvelt fyrir þau að koma fulltrúum sínum að á aðalfund LÍ. Kjaramál og samningar Síðustu samningar LR og LÍ við sjúkrahúsin voru tímamótasamningar þar sem mikilvægt spor var stigið í átt að bættum launakjömm lækna sem eingöngu starfa á sjúkrahúsum. Markmiðið var að læknar á sjúkrahúsum gætu haft mannsæmandi laun án þess að stunda aukavinnu og hark. Eftir að samningar náðust fór mikill tími í umræður um túlkun einstakra atriða samningsins. Fulltrúar LR og LÍ í sam- starfsnefndum við sjúkrahúsin lögðu í mikla vinnu við að gæta hagsmuna félagsmanna. Mestur tími fór í umfjöllun um uppröðun í hin þrjú þrep eftir starfssviði. Spítalastjómimar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.