Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1999, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.10.1999, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 777 þessu umsamda tímabili er lokið það er í lok þessa árs. Staða heilsugæslu- og heimiiislækna Kjaramál heilsugæslulækna eru sér á báti en þeir hafa verið undir kjaranefnd síðan 11. sept- ember 1996. Ljóst er að þetta fyrirkomulag hefur ekki leyst vandann varðandi mönnun á landsbyggðinni og á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafa heilsugæslulæknar unað misvel við ný kjör sín og margs konar óvissa skapast meðal annars um lífeyrissjóðsmál. Ef heilsugæslu- læknar þurfa til frambúðar að búa við annars konar launafyrirkomulag og allt öðru vísi að- stæður en aðrir læknar er hætta á að þeir ein- angrist í vaxandi mæli frá heildarsamtökum lækna. Slíkt þarf að hindra. Á síðustu árum hafa farið fram talsverðar um- ræður um sjálfstætt starfandi heimilislækna. Þrátt fyrir að fylgi við slíkt starfsfyrirkomulag virðist hafa aukist meðal lækna og heilbrigðis- yfirvalda og nokkrir sérfræðingar í heimilis- lækningum hafi sótt um að fá að starfa sjálfstætt hefur engin nýliðun orðið. Stjórn LR hefur skýra stefnu í þessum málum og telur eðlilegt að sérfræðingar í heimilislækningum hafi sambæri- legar skyldur og réttindi og sérfræðingar í öðr- um greinum læknisfræðinnar. Því hvetur félagið sérfræðinga í heimilislækningum sem vilja starfa sjálfstætt til að ná samningum við heil- brigðisyfirvöld um slíkt starfsfyrirkomulag. Mikilvægi faglegrar samvinnu Mikilvægt er að óhindruð og fagleg sam- vinna fari fram milli hinna ýmsu sérgreina. Stjóm LR hefur beitt sér fyrir samvinnu sér- greinanna á læknisfræðilegum forsendum. Að frumkvæði stjórnar LR hefur verið skipuð sam- eiginleg nefnd á vegum Geðlæknafélags Is- lands og Félags íslenskra heimilislækna til að ríða á vaðið í þessum efnum og koma með til- lögur um hvernig samstarfinu verði best háttað. Eins og kunnugt er á LR húsnæðið að Skerplugötu 1 þar sem barnaheimilið Mýri hef- ur verið rekið af myndugleik af foreldrafélagi heimilisins. Húsið var keypt af stórhug fyrir um áratug þegar dagheimilispláss skorti fyrir börn lækna. Þetta vandamál er nú úr sögunni og hyggst stjórn LR selja húsið. Á síðustu árum hafa félagsfundir verið illa sóttir. Því var tekin upp sú nýbreytni að blanda saman gamni og alvöru, fræðslu og samveru til að styrkja félagsandann. Haldin hafa verið svo- kölluð fræðslukvöld. Til dæmis var farið á jeppakynningu á bílasölu og síðan hlustað á fyrirlestur og sýningu á nýjustu skurðtækni. I annað sinn var kynning á eðalvínum og skoð- unarferð á Reykjalund. Ágæt mæting hefur verið á þessum fundum og gott tækifæri fyrir menn að kynnast og lækna í ólíkum sérgreinum að skiptast á skoðunum. Fyrirhugað er að skipuleggja slík fræðslukvöld að jafnað einu sinni á misseri. Framtíðarsýn Eins og við stofnun félagsins eru læknar enn í dag í þörf fyrir að viðhalda og styrkja sam- vinnu innan stéttarinnar. Þetta á við um kjara- mál, félagsmál, menntun og fagleg málefni. Á nýrri öld mun sérhæfing innan læknisfræðinnar halda áfram að vaxa í takt við aukna þekkingu. Margir óttast að aukin sérhæfing muni leiða til þess að fræðigreinin muni brotna niður í marg- ar einingar. En á sama tíma mun þörf sérfræð- inga til að vinna saman að meðferð sjúklings- ins aukast. Svo dæmi séu tekin verður sama þörf fyrir gott samstarf milli sérfræðings í hjartabilun og sérfræðings í hjartsláttarlruflun- um um meðferð sjúklings með flókinn hjarta- sjúkdóm og fyrir sérfræðing í heimilislækning- um og barnalækni um rannsókn á barni sem grunur leikur á að hafi truflun í þroskaferlum. Læknum ber skylda til að vernda faglega samvinnu sjúklingum til hagsbóta. Á sama hátt ber læknum skylda til að stefna að því í kjara- baráttu sinni að sú menntun og sérhæfing sem þeir hafa fengið komi sjúklingunum til góða. Sérfræðingurinn á að geta einbeitt sér að því að stunda sérgrein sína ótruflað og af heilhug og fá fyrir það sanngjörn laun. Komandi kynslóðir lækna munu í minna mæli sætta sig við óeðli- lega langan vinnudag, óhóflegt vaktaálag eða margs konar aukavinnu enda mun slíkt verða bannað með lögum og samþykktum Evrópu- þjóða. Læknum ber umfram allt að vernda faglegt sjálfstæði stéttarinnar. Engin starfsstétt hefur sambærilega menntun um lækningar eða sömu yfirsýn um heilbrigðismál. Læknar hafa verið helstu frumkvöðlar að nýjungum í greiningu og meðferð sjúkra og eiga að sama skapi að vera virkir þátttakendur í að móta og skipuleggja heilbigðiskerfið í framtíðinni. Olafur Þór Ævarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.