Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 34

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 34
798 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 stigs forvörnum geta verið. Rannsóknir hafa þó sýnt að þessi meðferðarúrræði eru vannýtt. Til- gangur þessarar rannsóknar, sem er hluti af stærri könnun á kransæðasjúklingum á Islandi, var að kanna hvers konar eftirlit kransæðasjúk- lingar fengju á heilsugæslustöðvum. Efniviður og aðferðir: Öllum sjúklingum sem greinst höfðu með kransæðasjúkdóm og búsettir voru í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessa- staðahreppi var boðin þátttaka. Upplýsingar um heilsufar, áhættuþætti og lyfjameðferð voru fengnar annars vegar frá sjúklingunum sjálfum með spurningalista og hins vegar úr sjúkra- skýrslum á viðkomandi heilsugæslustöð. Skráðar voru upplýsingar um lyfjameðferð, áhættuþætti eins og reykingar og einnig hvar sjúklingur væri í eftirliti vegna kransæðasjúk- dóms. Sjúklingum var skipt í eftirfarandi greining- arflokka: I. hjartadrep, II. farið í kransæðaað- gerð, III. farið í kransæðavíkkun, IV. með hjartaöng. Ef einhver þátttakandi gat tilheyrt fleiri en einum flokki var kransæðaaðgerð látin vega þyngst, síðan kransæðavíkkun, þá hjarta- drep og loks hjartöng. Niðurstöður: Af 533 sjúklingum með krans- æðasjúkdóm tóku 402 (75%) þátt í þessari rannsókn. Hjartalínurit höfðu verið tekin af 225 (56%) þátttakendum. Upplýsingar um blóðþrýstingsgildi fundust hjá 369 (92%) sjúk- lingum. Meðalslagbilsþrýstingur var 143 mmHg (staðalfrávik (standard deviation, SD) 19,8) og hlébilsþrýstingur 82 mmHg (staðalfrávik 9,5). Af sjúklingunum voru 15% í eftirliti hjá heim- ilislækni eingöngu, 31 % hjá öðrum sérfræðing- um eingöngu, 23% í eftirliti bæði hjá heimilis- lækni og öðrum sérfræðingi og 11% sögðust ekki vera í neinu eftirliti. Um 15% sjúklinganna reyktu, þar af 12% daglega og 56% höfðu reykt en voru hættir. Læknabréf frá öðrum sérfræð- ingum höfðu borist fyrir 43% sjúklinganna. Alyktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að bæta megi til muna meðferð og forvarnir meðal íslenskra kransæðasjúk- linga. Skipuleggja þarf eftirlit betur, skilgreina markmið og nýta þá meðferðarmöguleika sem fyrir hendi eru og bæta upplýsingaflæði og samvinnu milli meðferðaraðila. Inngangur Forvarnir eru stór og afar mikilvægur þáttur í starfi flestra lækna. Þeim er oft skipt gróft í tvö stig, það er fyrsta stigs forvörn þar sem reynt er að koma í veg fyrir að heilbrigðir ein- staklingar fái ákveðinn sjúkdóm og annars stigs forvörn sem beint er að einstaklingum sem þegar hafa fengið sjúkdóminn. Heimilis- læknar sinna alla jafna báðum stigum forvarna og er eftirlit með sjúklingum með langvinna sjúkdóma stór þáttur í þeirra starfi. Kransæðasjúkdómur er skýrt dæmi um sjúk- dóm þar sem læknar beita forvörnum og á síð- ustu árum hafa komið fram sannfærandi rann- sóknarniðurstöður sem sýna hversu áhrifaríkar ýmsar aðgerðir í annars stigs forvörnum krans- æðasjúkdóms geta verið (1,2), ekki eingöngu til að draga úr dánartíðni heldur einnig til að fækka áföllum af ýmsu tagi, hjartadrepi, hjarta- bilun, heilablóðföllum, blóðþurrðarhelti og einnig til að draga úr kostnaði við umsjá þess- ara sjúklinga (3). Engu að síður er ljóst að um allan heim er slíkri meðferð beitt í alltof litlum mæli. Til úrbóta þarf fyrst að greina ástandið nákvæmlega eins og það er, finna veilur og leita síðan eftir tækifærum til að bæta skipulag innan þeirra marka sem íslenskt heilbrigðis- kerfi býður upp á. Heimilislæknar eru í þeirri aðstöðu að þeir hitta skjólstæðinga sína nokkuð oft af ýmsum tilefnum og eru þannig í góðri aðstöðu til að beita fovörnum. Eftirlit með kransæðasjúklingum er bæði í höndum heimil- islækna og annarra sérfræðinga svo sem hjarta- lækna, en engin rannsókn hefur verið fram- kæmd hérlendis til að kanna hvernig þessu eftirliti er háttað. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvers konar eftirlit kransæðasjúklingar fengju á heilsugæslustöðvum. I fyrri greinum höfum við gert grein fyrir því hvernig kólesteróllækk- andi lyfjameðferð meðal kransæðasjúklinga er háttað (4) og hvernig lyfjameðferð þessa sjúk- lingahóps er að öðru leyti (5). I þessari grein skýrum við frá niðurstöðum hvað varðar eftir- litið almennt. Kannað var hvar sjúklingar eru í eftirliti, hvemig því er háttað á heilsugæslustöð og ennfremur skoðaðir ýmsir þættir sem ætla má að læknar kanni þegar kransæðasjúklingar koma í eftirlit svo sem blóðþrýstingur, notkun hjartalínurits, kólesterólgildi og reykingasaga. Efniviður og aðferðir Efniviði og aðferðum hefur áður verið lýst (4,5) en til frekari skýringa fylgir stutt saman- tekt. Ur sjúkraskýrslum á Heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði og Heilsugæslunni í Garðabæ voru unnir listar yfir alla sjúklinga

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.