Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 36

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 36
800 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Fig. 1. Number of patients per doctor. Doctors number 1 to 7 working at the Solvangur Health Center in Hafnatfjordur Gbaer means all doctors working at Gardabaer Health Center (4 doctors). Those patients without family doctorare listed as other. hjartalínuril af 33% (95% öryggisbil 21-44) kransæðasjúklinganna (inynd 2). Fjöldi hjarta- línurita eftir greiningarhópum var nokkuð svipaður (mynd 3), en flest hjartalínurit höfðu verið tekin af þeim sem höfðu hjartaöng og/eða höfðu farið í kransæðavíkkun eða af tveim þriðju sjúklinga í þessum hópum. Upplýsingar um blóðþrýstingsgildi fundust hjá 369 (92%) sjúklingum. Meðalblóðþrýst- ingsgildi fyrir slagbilsþrýsting var 143 mmHg (staðalfrávik (standard deviation, SD) 19,8) og meðalhlébilsþrýstingur var 82 mmHg (staðal- frávik 9,5). Slagbilsþrýstingur í hinum mis- munandi greiningarhópum var eftirfarandi: í hópi I, 142 mmHg (95% öryggisbil 138-146), í hópi II 140 (95% öryggisbil 137-144), í hópi III 143 (95% öryggisbil 137-149) og í hópi IV 146 (95% öryggisbi! 143-150). Hlébilsþrýst- ingur í greiningarhópum var eftirfarandi: hópur I 83 mmHg (95% öryggisbil 79-83), í hópi II 82 (95% öryggisbil 80-84), í hópi III 82 (95% öryggisbil 79-85) og í hópi IV 83 (95% örygg- isbil 81-85). Rúmlega helmingur hafði blóð- þrýstingsgildi undir 140 í slagbilsþrýsting og undir 90 í hlébilsþrýsting, 55% í hópi I, 63 í hóp 11,51% í hópi III og 45% í hópi IV. Tafla II sýnir meðalblóðþrýstingsgildi í greiningarhóp- um fyrir bæði kynin. Þátttakendur voru spurðir hvar þeir væru í eftirliti vegna kransæðasjúkdómsins. Sam- kvæmt svörum þeirra voru 15% í eftirliti hjá heimilislækni eingöngu, 31% í eftirliti hjá öðr- Fig. 2. Number of electrocardiograms taken, according to doc- tor. Fig. 3. Number of electrocardiograms taken in the different dia- gnostic groups of coronary heart disease. Ml: myocardial in- farction; CABG: coronary artery bvpass surgery; PTCA: percu- taneous transluminal coronary angioplasty; AP: angina pec- toris. um sérfræðingum eingöngu, 23% í eftirliti bæði hjá sínum heimilislækni og öðrum sér- fræðingi. Um 11% sögðust ekki vera í neinu eftirliti og 20% svöruðu ekki þessari spurn- ingu. Mynd 4 sýnir svör við þessari spurningu í mismunandi greiningarhópum. Þannig taldi enginn sjúklingur sem farið hafði í kransæða- víkkun sig vera eingöngu í eftirliti hjá heimilis- lækni. Sjúklingar sem farið höfðu í kransæða- aðgerð og/eða kransæðavíkkun voru oftast í eftirliti hjá öðrum sérfræðingum en heimilis- læknum. Stærsti hópur sjúklinga með hjarta- öng (28%) taldi sig þó vera eingöngu í eftirliti hjá sínum heimilislækni. Rúmlega 40% sjúk-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.