Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1999, Síða 58

Læknablaðið - 15.10.1999, Síða 58
816 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 búa við lakari kjör en kollegar þeirra erlendis. Upphaflega er skýringin vafalaust fátækt og einangrun þjóðarinnar. Lækn- ir gat einfaldlega ekki krafist sannvirðis fyrir þjónustu sína því almenningur gat ekki borgað fyrir hana. Hinir rfku sem hugsanlega hefðu getað jafnað metin voru of fáir. Svo komu sjúkrasamlögin og í framhaldi af þeim al- mannatryggingar og þá eygðu læknar loks möguleika á að fá greitt fyrir alla eða nær alla þjónustu sína. I skiptum fyrir örugga innheimtu kröfðust tryggingaaðilarnir svo afslátt- ar af gjaldskrám sem upphaf- lega voru miðaðar við fátækt fólk. Spurningarinnar um það, hvað læknar þyrftu að vinna mikið til að geta lifað sóma- samlegu lífi, var ekki spurt fyrr en löngu síðar. Vera má að þessi skýring á lítilþægi lækna í launamálum sé of mikil einföldun, en það er erf- itt að finna aðra líklegri. Eins og kemur fram í for- mála var annar höfuðtilgangur með stofnun LR að semja um kjör lækna við þá nýstofnað Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Það samningaferli hélst allt til þess að SR var lagt niður sam- kvæmt lögum í janúar 1990 og Tryggingastofnun ríkisins varð aðalsamningsaðili við lækna. I samskiptum þessara aðila gekk lengstaf á ýmsu allt frá jafnaðarlega nokkuð tíð- indalítilli samvinnu til sam- bandsslita sem orðið hafa nokkur á ferlinu. I þeirri glímu hafði sjúkrasamlagið þó að jafnaði undirtökin. Það hefur sett svip sinn á kjarabaráttu íslenskra lækna frá upphafi, að ekki var gerður skýr greinarmunur á því hvort menn störfuðu eingöngu á stofnunum eða við blönduð störf. Þegar LR var stofnað er varla hægt að tala um heil- brigðisstofnanir í Reykjavík og raunar hvergi á landinu þó til væru hús sem sjúklingar voru lagðir inn í ef ekki var hægt að vista þá í heimahús- um. Landakotsspítalinn var eini vísirinn að sjúkrahúsi og þar fengu læknar greitt fyrir unnin verk. Árið 1930 er Landspítalinn loks tekinn í notkun. Læknar sem ráðnir voru að honum urðu fast- launamenn en laun þeirra voru svo lág, allt fram á sjöunda áratuginn, að þeir urðu. nauð- ugir viljugir, að stunda auka- búskap, sem var í því fólginn að taka að sér heimilislækn- ingar og/eða bæjarvaktir. Það einkennir kjarabaráttu íslenskra lækna, til langs tíma litið, að hún er vamarbarátta. Fyrstu kjarasamningar gengu út á það að veittur var afsláttur og nær allir samningar upp frá því hafa byggst á afslætti. Nú munu einhverjir segja að slíkt sé einkenni allra kjarasamn- inga. Það er rétt en sérstaða lækna hefur verið sú að ein- staklingar og hópar innan stéttarinnar hafa með þegjandi samkomulagi við yfirvöld haft meiri möguleika á að afla sér viðunandi tekna en aðrir. Þessi skipan mála hefur nær alltaf leitt af sér hatrammar deilur innan stéttarinnar þegar reynt hefur verið að koma kjörum hennar allrar í eðlilegt horf. Framundir 1960 höfðu læknar framfleytt sér og sín- um á því að stunda mörg störf. Undirstaðan var að allir lækn- ar máttu stunda heimilislækn- ingar. Þannig eignuðust sumir sérfræðingar og sjúkrahús- læknar fastan hóp samlags- sjúklinga (númer) sem voru þeim eins konar tekjutrygg- ing. Fyrir bragðið þurftu þeir ekki eins há laun og þá stöðu notuðu stjórnvöld til að halda fastalaununum niðri. Um tíma veittu stjórnvöld jafnvel skattfríðindi gegnum sjúkrasamlög og Trygginga- stofnun í sama tilgangi og er sú saga hvorki opinberum að- ilum né læknastéttinni til sóma. En kringum 1960 eru kjör lækna orðin svo léleg að ekki varð við unað. Snemma á ár- inu 1961 slitnaði uppúrsamn- Þórður Þórðarson 1944-1946 Kristbjörn Tryggvason 1946-1948 Theodór Skúlason 1948-1950 Kristinn Stefánsson 1950-1953 Árni Pétursson 1953
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.