Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1999, Side 66

Læknablaðið - 15.10.1999, Side 66
822 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 svo í maí 1956 að sameiginleg nefnd læknafélaganna um byggingu Domus Medica var skipuð. Byggingarsaga Dom- us Medica verður ekki rakin hér enda er hún jafnmikið tengd sögu LÍ og LR. Þó verð- ur hún ekki afgreidd án þess að minnast þess félaga í LR sem átti, að öðrum ólöstuðum, stærstan þátt í að byggingin varð til, en það var Bjarni Bjarnason. Því má velta fyrir sér hvers vegna hugmyndin um Domus Medica sem athvarf og stolt læknastéttarinnar varð ekki að veruleika. Læknastéttina virð- ist alltaf hafa skort þann stór- hug sem þarf til að hrinda stórvirkjum í framkvæmd. Hugsanlega endurspeglast þetta í kjarabaráttunni. Upp- haflega var það hugsjón Bjarna Bjarnasonar að lækna- félögin keyptu Nesstofu á Sel- tjarnarnesi, vegna tengsla staðarins við íslenska lækn- ingasögu og byggðu þar læknahús í líkingu við það sem tíðkast í öðrum menning- arlöndum. Nú bendir ýmislegt til að upphaflegur draumur eldhugans Bjarna Bjarnasonar eigi eftir að rætast. Nú er rætt um það í alvöru að læknar flytji aðsetur sitt af háaloftinu í Kópavoginum út á Nesstofu- túnið á Seltjarnarnesi og að þar verði framtíðarathvarf læknasamtakanna ásamt læknaminjasafni Islands en það var draumur annars eld- huga stéttarinnar, prófessors Jóns Steffensen. Samkvæmislíf I fundargerð frá 10. janúar 1921 er þess getið í fyrsta sinn að læknar hafi snætt saman. Ekki er getið um stað né stund en líklegt má telja að það hafi verið á Hótel íslandi. Á fundi 13. febrúar 1922 er svo sam- þykkt að konur skuli hafðar með í samkvæmum lækna. Fyrstu formlegrar árshátíð- ar LR er getið í fundargerð í apríl 1928 og var sú hátíð haldin hjá Theódóru Sveins- dóttir Kirkjutorgi 23. Á þess- ari árshátíð var fyrsta árshá- tíðarljóð prófessors Guð- mundar Thoroddsen sungið. Síðan hafa árshátíðir LR verið aðalsamkvæmi lækna. Fram- an af misreglulega enda var kvartað undan því á fundi 1947, að of lítið væri dansað á vegum félagsins. Árið 1948 er svo skipuð föst skemmti- nefnd. Síðan hafa árshátíðir verið haldnar árlega. Þær hafa að jafnaði verið allvel sóttar en þó hefur brugðið þar út af. Um þessa samkomu sköpuð- ust snemma ákveðnar hefðir. Flestar árshátíðir voru haldnar á Hótel Borg eða þar til félag- ið sprengdi þann stað utan af sér. Læknasamtökin hafa ávallt átt sér hirðskáld sem samið hafa árshátíðarljóð undir þekktum lögum. Ljóðin hafa verið frumflutt á árshátíðum en sjaldan verið færð til bókar og því glatast. Flest árshátíð- arljóð mun prófessor Guð- mundur Thoroddsen hafa ort og þau má finna í bókinni Lœknaljóð. Önnur hirðskáld voru þeir Halldór Gunnlaugs- son, Ólafur Tryggvason og á síðustu árum hefur Páll Ás- mundsson verið drjúgur við að leggja til ljóðrænt efni á árshátíðum. Þá hefur það lengst af verið siður að minn- ast Þórðar almala sem seldi læknum skrokk sinn fyrir brennivín en þegar læknar hugðust sækja skrokkinn, því frést hafði af dauða Þórðar, hittu þeir Þórð sprelllifandi og alls ófúsan þess að láta kryfja sig. Um það ortu þeir Hannes Hafstein og Sigfús Blöndal kvæði það um Þórð sem enn er sungið á samkomum lækna þó tilefnið sé ef til vill ekki öllum ljóst lengur. Kvæðið krefst forsöngvara og lengst af var prófesor Guðmundur Thoroddsen sjálfsagður en sá sem síðan hefur gegnt for- söngvarahlutverkinu oftast mun vera Páll Gíslason. Ekki er margt annað að finna í fundargerðum LR unr félagslíf innan læknastéttar- innar, enda mun það ekki hafa verið mikið nema í lokuðum hópum. Þó er þess getið að ár- ið 1967 var reynt að hafa op- inn bar í Domus Medica á síð- degi á laugardögum, svo læknar gætu hist og rætt málin yfir glasi, en sú starfsemi lognaðist út af og var kennt um andstöðu eiginkvenna lækna. Þá er þess hvergi getið að á árabilinu 1968-1971 starfaði læknakvennafélag með miklum blóma. Stiklað á stóru I þessum kafla er ætlun höf- undar að stikla á ýmsum mál- um, sem ekki koma stóru málaflokkunum beinlínis við en hafa borist inn á borð LR í áranna rás. Ætlunin er að varpa Ijósi á viðhorf lækna til ýmissa dægurmála og skoða hvort og hvernig þau hafa breyst gegnum tíðina. A fundi í maí 1920 er því til dæmis mótmælt að læknar þurfi að sækja um leyfi til lög- reglustjóra til að gefa út áfengisrecept. í mars 1921 er samþykkt að vara við ístöku úr Reykjavíkurtjörn vegna sýkingarhættu. Á fundi í des- ember 1922 flytur þáverandi yfirlæknir Kleppsspítalans er- indi um vatnslækningar og svelti til að auka vilja geð-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.