Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 68

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 68
824 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 sjúklinga. Á fundi í október 1923 ber formaður fram til- lögu um að læknar fái aðgang og helst sérstakt herbergi í Landsbókasafninu á sunnu- dagseftirmiðdögum til að lesa læknatímarit. Og læknar voru alls ekki lausir við kynþátta- fordóma, því að í nóvember 1923 flutti prófessor Guð- mundur Hannesson erindi um ágæti norræna kynstofnsins. Var það angi af sama meiði, að á fundi í október 1944 lögðust læknar gegn því að doktor Karli Kroner, sem hafði dvalið hér á landi í sex ár, fengi lækningaleyfi nema að hann fengi íslenskan ríkis- borgararétt. I umræðu á fund- inum kom fram að hann væri gyðingur. Á fundi í janúar 1948 er enn varað við ásókn gyðingalækna í læknisstörf og bæri að gjalda varhug við að sleppa erlendum læknum inn í landið. Það má þó telja lík- legra en að um kynþáttafor- dóma hafi verið að ræða nema óbeint, að læknar óttuðust um þessar mundir offjölgun í stéttinni, höfðu þeir reyndar í nóvember 1940 skipað nefnd til að gera tillögur um tak- mörkun inngöngu í lækna- deild. Á fundi í janúar 1929 kem- ur fram ósk (væntanlega frá læknum á hinum Norðurlönd- Læknafélag Reykjavíkur 90 ára Lista- og menningardagur í tilefni af 90 ára afmæli Læknafélags Reykjavíkur hefur stjórn félagsins ákveðið að efna til lista- og menningardags í nóvember. Stefnt verður að því að setja upp sýningu á listaverkum (myndlist, glerlist og fleira) ásamt flutningi tónlistar, upplestri Ijóða, kveðskap og fleira. Óskað er eftir þátt- töku sem flestra lækna og maka þeirra. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Læknafélags Reykjavíkur eða undirritaða. Komið einnig á framfæri ábendingum um aðra kollega og maka þeirra. Endanleg dagsetning verður birt í næsta Læknablaði en stefnt er að laugardeginum 20. nóvember. Fyrir hönd afmælishátíðarnefndar Læknafélags Reykjavíkur Hákon Hákonarson Sjúkrahúsi Reykjavíkur Runólfur Pálsson Landspítalanum Sigríður Dóra Magnúsdóttir Heilsugæslustöð Seltjarnarness Þórólfur Garðarsson Landspítalanum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.