Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1999, Side 77

Læknablaðið - 15.10.1999, Side 77
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 833 um vítt og breitt um landið. Þess á milli var ég á spítalan- um í Sipovo. Þetta líf hentaði mér vel því fyrir vikið sá ég mikið af landinu.“ Meðal heilsuhraustra hermanna - Þú varst herlæknir en varstu settur undir heraga? „Nei, ekki beinlínis. Bret- arnir litu á okkur sem láns- menn frá íslenska ríkinu og vildu ekki beita okkur aga. Það var talað við okkur ef eitt- hvað kom upp á sem ekki samrýmdist heraga en við vor- um ekki settir í skúringar eða látnir gera armbeygjur. Ég hafði í raun stöðu yfirmanns án boðvalds en sem læknir hafði ég þau völd sem ég þurfti. Við störfuðum mikið með sjúkra- flutningamönnum sem voru hermenn og þeir fóru eftir því sem við sögðum þeim.“ - í hverju var starfið fólgið? „Okkar verkefni var fyrst og fremst að sinna hermönn- unum og þar sem hermenn eru að jafnaði einhverjir heilsu- hraustustu menn sem til eru var þetta að mestu leyti frekar einföld heilsugæsla og ekki mikið um alvarlega sjúkdóma. Það algengasta voru íþrótta- meiðsl og minniháttar kvillar. En við þurftum alltaf að vera til taks og af og til urðu slys, bæði á útstöðvunum og svo lenti ég í að sinna stærri slys- um á spítalanum í Sipovo, misalvarlegum en meðal annars nokkrum banaslysum.“ - Kom til einhverra hernað- arátaka meðan þú varst þarna? „Nei. Það kom til ryskinga af og til milli fólks af ólíkum þjóðarbrotum en ekki á milli heimamanna og friðargæslu- sveitanna. Stundum þurftu þær þó að hlutast til þegar í Viðar ásamt ásamt fylgdarliði við hjálparstörf. Hér er hlúð að bosn- ískri konu. Bráðamóttökutjaldið á sjúkrahúsinu í Sipovo. Viðar (til hœgri) spreytir sig á uppskurði undir leiðsögn bresks skurð- lœknis.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.