Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1999, Qupperneq 78

Læknablaðið - 15.10.1999, Qupperneq 78
834 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 odda skarst á milli manna en oftast nær létu þeir segjast mjög lljótt og reyndu sjaldn- ast að svara fyrir sig. Helsta ástæðan fyrir því var sú að hernaðarmáttur friðargæslu- sveitanna var svo margfalt meiri en það sem heimamenn höfðu yfir að ráða og var þá sama hvort í hlut áttu Serbar, Króatar eða múslímar." Skurðstofa í gámi - Voru starfsaðstæðurnar ekki dálítið ólíkar því sem gerist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur? „Jú, það var ekki kostur á jafnmiklu hreinlæti. Við höfð- um hins vegar merkilega mik- ið af tækjum og búnaði. Hluti af spítalanum voru gámar sem innihéldu skurðstofu og gjör- gæslu sem fluttar höfðu verið á staðinn í heilu lagi. Skurð- stofan var vissulega ekki stór en hafði allt sem skurðlækn- arnir þurftu á að halda. Gjör- gæsludeildin hafði tvö pláss sem mátti fjölga í fimm til sex stæði í þessum litla gámi, öll með öndunarvélum og öðru sem á þurfti að halda. Þessu til viðbótar voru tjöld með venjulegum leguplássum. Yfirleitt vorum við með 12-14 rúm en gátum fjölgað þeim upp í 20 ef þörf krafði. Á útstöðvunum var búnað- ur miklu minni enda var þar aðallega sinnt einfaldri heilsu- gæslu, almennri lyfjameðferð og einföldum sárum. Við höfðum þó talsvert af lyfjum, allskonar sárabúnað, öndunar- búnað og fleira sem þurfti til endurlífgunar, þar á meðal hálfsjálfvirk stuðtæki. Auk þess höfðum við sjúkrabíla og ýmsan búnað til að bregðast við slysum enda var það helsta hlutverk þessara út- stöðva. Öllum stærri vanda- málum gátum við vísað til sjúkrahússins í Sipovo.“ Ástandið víða bágborið - Höfðuð þið engin afskipti af hinum almenna borgara í Bosníu? „Ekki bein, okkar frumhlut- verk var að sinna hersveitun- um. En sumum útstöðvanna fylgdu verkefni sem voru fólgin í heilsugæslu meðal al- mennings. Á sjúkrahúsinu var liðsforingi sem hafði það hlut- verk að sinna mannúðarmál- um. Hann safnaði saman bún- aði, matvælum og lyfjum frá Rauða krossinum, Sameinuðu þjóðunum og öðrum mannúð- arstofnunum handa almenn- ingi en þeim var svo dreift út til herdeildanna. Læknarnir gátu líka tekið frumkvæði að einhverju átaki til aðstoðar al- menningi og fengið til þess stuðning þessa liðsforingja. Herdeildirnar sendu menn út af örkinni vikulega á herjepp- um eða sjúkraskriðdrekum til að dreifa hjálpargögnum frá þessum stofnunum." - En hvernig var ástandið hjá alþýðu manna? „Það var dálítið erfitt fyrir okkur að dæma um það því við vorum að mestu leyti lok- uð inni á herstöðvunum og gátum ekki haft mikil sam- skipti við fólk. Bretarnir töldu rétt að passa dálítið upp á okkur. Það var helst í gegnum þessi heilsugæsluverkefni sem við kynntumst fólki og þá sá maður að sums staðar var ástandið bágborið, ekki síst í sveitum og smærri þorpum. En þess ber að gæta að ég var þarna að sumri til og þá er ástandið væntanlega miklu skárra, betra veður og upp- skera í gangi. Eg held hins vegar að ástandið sé mun erf- iðara að vetri til. Fólk var oft að koma til okkar og var þá einkum að biðja um mat og mér sýndist þörfin vera mest fyrir matvæli því þetta fólk hafði ekki mikið við háþrýst- ingslyf að gera ef það hafði ekki nóg að borða.“ Sérstök lífsreynsla - Hvað finnst þér þú hafa lært af þessari dvöl, svona eft- ir á að hyggja? „Læknisfræðilega var það kannski ekki svo mikið. Og þó, ég tók minn fyrsta og eina botnlanga þarna úti undir leið- sögn skurðlæknis og þurfti að glíma við mjög alvarlegt slys. En maður lærði eitt og annað í mannlegum samskiptum og svo það að starfa ineð her. Því kynnist maður ekki hér á landi. Og síðast en ekki síst að sjá þetta stríðshrjáða land með hrundum og brenndum húsum þar sem alls staðar eru skot- göt. Um þetta gekk maður umkringdur hermönnum grá- um fyrir járnum með hríð- skotariffla í höndum. Þetta var dálítið öðruvísi en að spásséra niður Laugaveginn.“ - Myndirðu mæla með því við íslenska lækna að prófa þetta? „Já, vilji menn upplifa eitt- hvað nýtt og öðlast sérstaka lífsreynslu þá get ég hiklaust mælt með þessu. Þó veit ég að reynsla manna af þessu hefur verið mjög misjöfn. I raun og veru er þetta einskonar frí frá læknisfræði því það eru ekki stundaðar miklar lækningar þarna, þótt ýmislegt geti kom- ið upp á. En þetta er allt öðru- vísi en það sem menn eru að gera dags daglega hér heima,“ segir Viðar Magnússon. -ÞH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.