Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 90

Læknablaðið - 15.10.1999, Page 90
844 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Fimmta norræna ráðstefnan um ofvirkni Við viljum hér með vekja athygli heimilislækna á dagskrá forráðstefnu norrænu ráðstefn- unnar um ofvirkni. Þar munu heimsins fremstu sérfræðingar flytja fyrirlestra um nýjustu rannsóknarniðurstööur á þessu sviði. Efni forráðstefnunnar er mjög áhugavert fyrir heimilislækna sem eru hvattirtil að mæta. Ráðstefnan verður haldin dagana 7.-9. október. Það er samnorræn nefnd í samvinnu við barna- og unglingageðdeild Landspítalans sem stendurfyrir ráðstefnunni sem haldin hefur verið síðan 1987. Á ráðstefnunni verður fjallað um ofvirkni og nýjustu rannsóknir þess efnis kynntar. Forráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum 7. október næstkomandi. Dagskrá ráðstefnunnar: 13:00-14:15 Prófessor Joseph Biederman USA: Current Concepts on the Neurobiology of ADHD 14:15-15:45 Prófessor Lily Hectman Kanada: Predictors of outcome in ADHD 16:05-17:20 Prófessor Christopher Gillberg Svíþjóð: Motor problems in „pure“ ADHD.- Current concepts Skráning ferfram hjá Málfríði Lorange barna- og unglingageðdeild Landspítalans (fridalor @rsp.is) eða hjá Matthíasi Kristiansen formanni foreldrafélags misþrgska barna (mattkri @simnet.is). Hægt er að nálgast dagskrá þingsins á heimasíðu Úrvals-Útsýnar http://www. uu.is conference service. Verð á forráðstefnuna er kr. 5.000. Námskeið í stoðkerfisfræði (ortópedískri medisín) að Reykjalunai dagana 23.-25. október 1999 Hálshryggur Námskeið í ortópedískri medisín verður haldið að Reykjalundi dagana 23.-25. október 1999. Er þetta þriðja í röð fjögurra slíkra námskeiða. Aðalkennari verður sem fyrr Bernt Ers- son læknir frá Gávle. Farið er í líffærafræði og líftækni, en aðaláhersla lögð á meðferð. Á þessu námskeiði verður farið í greiningu og meðferð vandamála í hálshrygg og verður stuðst við bók Bernts Erssons, sem verður seld á niðursettu verði á námskeiðinu. Kennt verður á sænsku eða ensku eftir þörfum. Námskeiðin eru ætluð læknum og sjúkra- þjálfurum en fjöldi þátttakenda verður takmarkaður og gert ráð fyrir að þeir sem fyrstir sækja um gangi fyrir. Lokanámskeið er síðan fyrirhugað um útlimi, væntanlega á næsta ári. Dagana 28.-30. október verður síðan á Reykjalundi haldið framhaldsnámskeið í manipula- tion fyrir þá sem hafa sótt tvö eða fleiri grunnnámskeið og fyrra námskeiðið í handfjöllun (manipulation). Upplýsingar og skráning á námskeiðin hjá Magnúsi Ólasyni, lækni á Reykjalundi (s. 566 6200, (netfang: magnuso@reykjalundur.is) og Oskari Reykdalssyni, lækni á heilsugæslu- stöðinni á Selfossi (s. 482 1300).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.