Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 22
874 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 ástand sem há dánartíðni fylgir bendir til að hún hafi í aðalatriðum fengið góða þjónustu. Hins vegar er eina leiðin til að minnka líkur á mistökum að horfast í augu við þau og reyna í framhaldi að bæta þjónustukerfið. Þvagsýrugigt og allópúrínól: Allópúrínól er sanþín oxíðasa (xanthine oxidase) hamlari og hamlar myndun sanþíns úr hýpósanþíni og þvag- sýru úr sanþíni og lækkar þvagsýru í blóði og minnkar líkur á útfellingum þvagsýru í vefi. Það eru útfellingar á þvagsýru í vefi sem valda sjúk- dómnum og vefjaskemmdum. Utfellingar þvag- sýru í vefi geta valdið vandamálum eins og þvag- sýrugigt, nýmasteinum og nýrnabilun (1). Talið er að fimm af hundraði þeirra sem hafa hækkaða þvagsýru fái þvagsýrugigt. Líkur til þess að fá þvagsýruútfellingar í vefi aukast með hærri gild- um þvagsýru og því hversu lengi viðkomandi hefur haft háa þvagsýru í blóði. Klínísk einkenni þvagsýrugigtar eru liðbólgur, oftast í einum lið til að byrja með, og eru mjög sársaukafullar. Liðurinn er oftast mjög bólginn og rauður. Síðar getur langvinn þvagsýrugigt valdið fjölliðabólg- um og hita. Ef vökvi er tekinn úr liðnum sjást kristallar sem eru nálarlaga og neikvætt tví- brotnir í skautaðri smásjá (2). Vel er þó þekkt að sjúkdómar lýsa sér öðmvísi meðal aldraðra og hefur verið lýst minni bólgusvörun þannig að liður verður ekki eins rauður og bólginn og líkist þá meira slitgigt. Meðal aldraðra, sérstaklega kvenna sem hafa verið á þvagræsilyfjum, er lýst þvagsýruútfellingum sem setjast sérstaklega í Heberdens hnúta á fíngrum og geta verið án dæmigerðs þvagsýrugigtarkasts (3). Hugsanlegt er að ofangreindur sjúklingur hafi haft þvag- sýrugigt en líklegra er þó að hún hafi einkenna- lausa hækkun á þvagsýru og að liðverkirnir stafi af öðrum orsökum en þvagsýmgigt. Við bráðri þvagsýrugigt er ráðlagt að nota colchicine, barkstera eða gigtarlyf til þess að minnka bólgusvörun og verki en nota allópúrí- nól fremur sem fyrirbyggjandi meðferð (1). Það getur orðið versnun á virkri þvagsýrugigt eftir að meðferð með allópúrínóli er hafin vegna snöggra breytinga á þéttni þvagsýru í blóði. Því er ráðlagt að nota allópúrínól eftir að bólgueyð- andi meðferð er byrjuð eða nokkru eftir að bráðakast gengur yfir. Öllum þessum lyfjum fylgja hjáverkanir og er því mikilvægt að velja meðferð við bráðri þvagsýrugigt í samræmi við heilsu þess sjúklings sem á að meðhöndla. Gigtarlyf eru oftast valin en þess ber að geta að þeim fylgja stundum lífshættulegar aukaverk- anir sérstaklega meðal aldraðra. Best þekktar eru magablæðingar en dauðsföll vegna þeirra eru nær eingöngu meðal aldraðra einstaklinga. Lyf sem draga úr sýrumyndun vernda gegn magasárum af völdum gigtarlyfja. Prótón- pumpuhamlandi lyf eru mikilvirkust í þessu sambandi og er því eðlilegt að nota þau með gigtarlyfjum hjá eldri einstaklingum en þeir eru allir í áhættu að fá magasár og/eða magablæð- ingar (4). Auk þess geta gigtarlyf leitt til versn- unar á nýrnastarfsemi. Aukaverkunum allópúrínóls hefur verið lýst sem eituráhrifum (beinmergsbæling), ofnæm- isviðbrögðum (útbrot, truflun á lifrarstarfsemi, nýrnabilun, eósínfíklafjöld og hvítfrumnafjölg- un), milliverkunum lyfja (ampicillín, dicouma- rol, æxlishemjandi lyf) sjálfvakinni svörun (hreisturhúð, sjónhimnuskemmd) og beinum afleiðingum af lyfjafræðilegum áhrifum lyfsins (sanþínsteinar og versnun á þvagsýrugigt) (5). Aætlað hefur verið að einn af hverjum 260 (0,4%) sjúklingum sem eru settir á allópúrínól fái lífshættulegar aukaverkanir. Allópúrínól er brotið niður í oxypúrínól sem er hið virka efni og útskilst að mestu um nýru. Þó að eituráhrif allópúrínóls hafí sést hjá þeim sem hafa eðli- lega þéttni oxypúrínóls, er ljóst að mun líklegra er að eiturverkanir verði meðal þeirra sem hafa skerta nýrnastarfsemi og háa þéttni oxypúrí- nóls. Má nefna að tfðni útbrota er í heild 1-4% en meðal nýrnaskertra getur tíðni farið í 15% (6). Vegna aldurstengdrar skerðingar á nýma- starfsemi þarf að gæta varúðar í skömmtun allópúrínóls meðal aldraðra. I ofangreindu til- felli var útreiknaður kreatínínútskilnaður 36 mL/mín og því 200 mg /dag eðlilegur skammt- ur en mælt er með að lækka skammta þegar kreatínínútskilnaður er meiri en 20mL/mín (PDR 1997)*. Aðrir mæla með 100 mg daglega fyrir þá sem hafa kreatínínútskilnað undir 30 ml/mín og 200 mg ef kreatínínútskilnaður er milli 30 og 60 ml/mín (6). Mikilvægt er að huga vel að sjúkdómsgrein- ingu áður en meðferð með allópúrínóli er hafin til að forðast áföll sem hægt er að komast hjá og stilla skammta eftir nýmastarfsemi. Athygli vek- ur að eingöngu fjórðungur þeirra sem fengu eit- * Reiknaður kreatínínútskilnaður samkvæmt þessari form- úlu er: ((140-aldur) x þyngd (kg)/72 x kreatínin (míkrómól/L)/88,5) x 0,85 (60 x 72 / 72 x 1,39) x 0,85 = 36 mmól/mín Kreatínín mg/dl = kreatínín mikrómól/L / 88,5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.