Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 81

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 921 Hugrekki móðir allra dyggða I Tidskrift for den Norske Lœgeforening nr. 8-10 1999 birtust nokkrar greinar um dyggðir og gildi í læknisfræði. I áttunda heftinu var grein eftir Per Fugelli með fyrir- sögn samhljóða fyrirsögn þessarar greinar. Greinin varð höfundi hugstæð vegna þess að hugrekki íslenskra lækna hefur verið dregið í efa í um- ræðunni um gagnagrunninn. Eru íslenskir læknar hugrakk- ir eða eru þeir tækifærissinnar og hugleysingar sem eru til- búnir til að láta undan hótun- um yfirvalda og jafnvel selja aldagömul gildi fyrir aðgang að kjötkötlum gróðafyrir- tækja? En gefum Per Fugelli orðið um stund: „Það þarf hugrekki til að vera læknir. Það þarf hugrekki til að sinna sjúklingn- um með hluttekningu. Að skoða greiningu og meðferð sem einstaklingsbundið við- fangsefni krefst hugrekkis. Hugrekki þarf til að taka ákvarðanir á ótraustum klín- ískum grunni. Það að segja nei við sjúklinga, skriffinna og stjómmálamenn krefst hug- rekkis. Hugrekki þarf til að gagnrýna sjálfan sig og stétt sína. Að opna launhelgar lækn- isfræðinnar fyrir fjölmiðlum, neytendum og samfélaginu krefst hugrekkis. Það þarf hugrekki til að ástunda lækna- siðfræði og læknaheiðarleika á tímum vaxandi markaðs- þrýstings og skrifræðis. Augljóst er að læknar þurfa hugrekki og þessvegna getur það verið mikilvægt að ræða Tæpitungu- laust ✓ Arni Björnsson skrifar hugtakið hugrekki. Hvað hug- rekki er og hvernig við getum örvað hugrekki í læknisstarf- inu og í „Húsi læknisfræðinn- ar“.“ Svo mörg eru orð Fugellis og þau kalla á spurningar um hugrekki íslenskra lækna. Hvaða einkunn fá fyrirrennar- ar okkar, sem horfnir eru af sviðinu, við sem fyrir skömmu höfum lagt frá okkur hnífinn og hlustunarpípuna og þeir sem nú ráða ferðinni um starf og þróun læknisfræðinn- ar í landinu hjá þeim sem erfa munu „Hús læknisfræðinnar“ og þeim sem munu í framtíð- inni leita lausnar á vandamál- um sínum í því húsi? Sá sem þetta ritar hefur á liðnu sumri notað drjúgan tíma til að kynna sér sögu ís- lensku læknastéttarinnar á þessari öld. í því ljósi er fróð- legt að reyna að meta stöðu stéttarinnar gagnvart „móður allra dyggða“, hugrekkinu. Hvað það varðar að tileinka sér nýjungar og notfæra sér þær í þágu sjúklinga virðist mér að læknastéttinni beri sæmileg einkunn fyrir hug- rekki á liðnum árum. Stund- um hefur hugrekkið raunar jaðrað við fífldirfsku en þess ber að gæta að þekkingin var ekki alltaf í réttu hlutfalli við tæknilega getu. Staða ís- lenskrar læknisfræði nú er tæknilega sambærileg við það sem gerist annars staðar og þekkingin er í hlutfalli við tæknigetuna. Hugrekkið bygg- ist því á að nýta þessa getu í þágu sjúklinganna á einstak- lingsgrundvelli og meta árang- urinn með gagnrýnum huga. Hvað þetta snertir virðist mér að íslensk læknastétt geti nú borið höfuðið nokkuð hátt. Þegar kemur að viðskiptum læknastéttarinnar við hand- hafa valdsins og gullsins vakna efasemdir um hugrekki læknastéttarinnar og einstakra meðlima hennar. í síðasta tölublaði Læknablaðsins er viðtal við Þorgerði Einars- dóttur félagsfræðing þar sem hún segir að áhrif og völd ís- lenskrar læknastéttar byggist á veikleika ríkisvaldsins, sem ekki hafi haft neina markaða stefnu um heilbrigðismál. Því sé erfitt að bera stöðu íslenskra lækna saman við stöðu lækna í öðrum löndum þar sem ríkis- valdið er sterkara. Helst hefur reynt á hugrekki stéttarinnar í kjaradeilum og það verður að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.