Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 895 Úr skýrslu vinnuhóps Alþjóðafélags lækna sem fjallað hefur um gagnagrunna á heilbrigðissviði I vinnuhópnum eiga sæti: Dr WJ Appleyard Læknafélagi Bretlands (fundarboðandi) Dr Y Blachar Læknafélagi ísraels Prófessor E Doppelfeld Samritstjóri World Medical Journal Dr P Vaughan Læknafélagi Kanada Prófessor M Dettileux Læknafélagi Frakklands Prófessor V Nathanson Læknafélagi Bretlands Skýrslunni hefur verið dreift til allra aðildarfélaga WMA til umfjöllunar. Hér er einungis birtur sá hluti er beinlínis varðar íslenskan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Skýrsluna er að fínna í heild sinni á heimasíðu Læknablaðsins: http://www.icemed.is/laeknabladid Viðauki 3: Gagna- grunnur íslenska heilbrigðisgeirans World Medical Association viðurkennir mikilvægi þess að safna heilsufarsupplýsingum og gildi skráa sem gerðar eru í tilteknum tilgangi. Hins vegar skyldu slíkar skrár aðeins teknar saman að fengnu raun- verulegu og gildu samþykki sjúklings. Genatengdar upplýsingar eru sérstaklega viðkvæmar með tilliti til sérgildis þeirra, einkum ef þriðju eða fjórðu aðilar fá þær til notkunar. Ekki er mögulegt að slíta genatengdar upplýsingar úr tengslum við tiltekinn ein- stakling. Fari þær inn á mið- lægan gagnagrunn er nafn- leynd í hættu. Nafnleynd persónulegra upplýsinga krefst nánari at- hugunar og umfjöllunar en hingað til hefur tíðkast. Ástæðan er ekki aðeins sú að það kann að reynast nær óger- legt að tryggja nafnleynd þrátt fyrir eðlilegar tilraunir til að breyta persónulegum upplýs- ingum í það form að ekki sé unnt að rekja þær til til- greindra einstaklinga. En jafn- vel þótt unnt sé að tryggja nafnleynd með sæmilegum hætti kunna sjúklingar að hafa lögmætra hagsmuna að gæta við ummyndun persónulegra upplýsinga í nafnleyndarform og síðar notkun upplýsing- anna í ýmsu skyni (skoðana- kannanir meðal almennings hafa leitt í ljós að sjúklingar eru uggandi). Til dæmis: jafn- vel þótt ekki sé unnt að nafn- greina sjúklinga kunna þeir að vera uggandi um með hvaða hætti samanteknar upplýsing- ar lýsa þjóðfélagshópi þeirra; ef upplýsingar í nafnleyndar- formi hafa viðskiptalegt gildi kunna þeir að hafa eignarrétt- ar að gæta varðandi upplýs- ingarnar. Loks ber að huga að því að þegar sjúklingar veita læknum sínum persónulegar upplýsingar hafa þeir að jafn- aði hvorki vitneskju um né heimila ummyndun persónu- legra upplýsinga sinna í nafn- leyndarform og notkun þeirra í öðrum tilgangi en þeim upp- haflega. Um þessi mál var fjallað nýlega í dómsmáli í Stóra-Bretlandi. {Source In- formatics Ltd. v. Department of Health, [1999] E.W.J. No. 2765 (QL)} þar sem sá úr- skurður var kveðinn upp að trúnaðarskylda læknis nái til ónafnmerktra upplýsinga og að það sé brot á slíkri skyldu ef slíkar upplýsingar eru af- hentar - í viðskiptalegum til- gangi - öðrum notendum en þeim sem þær voru upphaf- lega ætlaðar. Þetta merkir þó ekki að ónafnmerktar upplýs- ingar þarfnist sams konar verndar og persónulegar upp- lýsingar heldur aðeins það að jafnvel ónafnmerktar upplýs- ingar vekja upp mál sem ekki hefur verið fjallað um með viðeigandi hætti fram til þessa. World Medical Association hefur hlýtt á skýrslur fulltrúa Heilbrigðis- op trygginga- málaráðuneytis Islands og þær áhyggjur sem Læknafélag Islands hefur af „íslensku lög- unum“. Gögnin sem skoðuð voru: (i) „The Icelandic Act on a Health Sector Data Base“ (lög um miðlægan gagna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.