Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 34
884 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Umræða og fréttir Af sjónarhóli stjórnar Að loknum aðalfundi LÍ Á liðnum aðalfundi Lækna- félags íslands má segja, að tvö mál hafi borið hæst, gagna- grunnsmálið og málefni stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Önnur mál voru vissulega til umfjöllunar og kann að koma í ljós mikilvægi þeirra, þegar fram líða stundir. Þau tvö fyrr- nefndu voru hins vegar í sviðsljósinu og ágreiningur um þau mest áberandi. Aðalfundurinn sendi frá sér tvær ályktanir er varða gagna- grunnsmálið. Í hinni fyrri sagði fundurinn lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði áfátt, „þar sem ekki er gert ráð fyrir upplýstu samþykki sjúk- lings og lögin geta því grafið undan þeim trúnaði, sem ríkja þarf milli læknis og sjúk- lings“. í hinni síðari segir fundurinn „það ófrávíkjanlega kröfu, að við framkvæmd laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði verði tryggt, að framkvæmd brjóti ekki siðareglur lækna, lög um rétt- indi sjúklinga, læknalög eða þær aðlþjóðlegu samþykktir, sem að þessu máli lúta ....“ Með þessum yfirlýsingum hefur aðalfundurinn staðfest þá stefnu, sem stjórn LÍ hefur unnið eftir liðið starfsár og með góðum meirihluta varðað veginn við úrlausnarefni fram- tíðarinnar í þessum efnum. Komið hefur fram í máli full- trúa Alþjóðfélags lækna (World Medical Association, WMA) er hingað komu í óktó- ber og í Appleyard-skýrslunni sem er til umfjöllunar hjá WMA, að undir þessi sjónarmið er tekið. Lögð hef- ur verið rík áhersla á það af fulltrúum WMA að skilyrðið um upplýst samþykki sjúk- lings, þegar gögn um hann eru notuð til vísindarannsókna og réttur hans til að hverfa úr rannsókn fyrirvaralaust, er ein af grundvallarástæðum fyrir tilurð og tilvist Alþjóðasam- taka lækna. Lögð var fram á fundinum skýrsla vinnuhóps lækna um samvinnu og verkaskiptingu stóru sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík. Niðurstaða hóps- ins var, að sameining sjúkra- húsanna gæti einungis orðið raunhæf undir einu þaki. Að vonum urðu miklar umræður um þessi mál. Er það eðlilegt þar sem um er að ræða stærstu vinnustaði lækna og gríðar- lega stóra vinnustaði á ís- lenskan mælikvarða. Það kom fram í máli manna að varlega þyrfti að fara í allri þessari umræðu og af tillitssemi við starfsfólkið. Vinnustaðirnir eru sérhæfðir og ekki í önnur hús að venda hér á landi, ef vinnuaflið unir sér ekki af einum eða öðmm ástæðum. Það, sem mestu máli skiptir er, að það er mikill vilji í læknahópnum að leggja sitt af mörkum til skynsamlegrar stefnumótunar og að lækna- samtökin standi að skipulegri umræðu um þetta mál. Það þarf að mynda breiða pólitíska samstöðu um framtíðarsýnina. Fagstéttirnar þurfa að koma að þeirri stefnumótum með kjörnum fulltrúum almenn- ings. í þessum efnum getur aldrei orðið kyrrstaða. Sagt hefur verið: „Svo mótsagnakennt, sem það virðist, er raunveru- legt öryggi einungis að finna í vexti, endurbótum og breyt- ingu“. í baráttu fyrir óbreyttu ástandi verður tilveran hverful og getan til að hafa áhrif á ör- lög sín þverr. Sá þroski, sem tekinn er út með sköpunargleði og þátt- töku í breytingum, eykur sjálfsöryggið og hjálpar okkur að mæta nýjum aðstæðum í umhverfi, sem við mótum sjálf. Þetta eru auðvitað almenn sannindi og stefna ekki til neinnar sérstakrar áttar í sjúkrahúsamálinu. Þau eru hins vegar hvatning til að vera virk í umræðunni og gæta þess, að læknar verði ekki ein- ungis áhorfendur að þeim leik, sem nú fer fram. Sigurbjörn Sveinsson formaður LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.