Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 78
918 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 talinu við Læknablaðið „eftir- litshlutverk“ nefndarinnar. Nefndin, eins og hún var, hefði allt eins getað haft slíkt hlutverk með höndum og sennilega með tímanum tekist það á hendur ótilkvödd. Land- læknir segir að nauðsyn hafi borið til „að setja reglur um það hver gæti tekið í lurginn á þeim sem ekki stæðu rétt að rannsóknum". Hann skýrir þetta orðalag ekki frekar, væntanlega vegna þess að frekari skýringu þarf ekki. Nefnd sem þessi verður að geta fylgst með framvindu rannsókna og krafið rannsak- endur um skýrslur um gang rannsókna, að svo miklu leyti sem styrkveitendur eða aðrir aðilar sem tjármagna rann- sóknir gera það ekki. Fari menn út fyrir ramma leyfðra rannsókna verður einnig að vera unnt að fylgjast með og beita aðgerðum eða viðurlög- um. Þessu er lýst tiltölulega lauslega í 6. gr. hinnar nýju reglugerðar, en allt voru þetta atriði sem okkur nefndar- mönnum voru vel ljós. For- sendur fyrir slíku eftirlitshlut- verki voru góð starfsaðstaða og lagalegur bakhjarl nefnd- arinnar, annað og meira en reglugerð sem ráðherra getur breytt að vild og án fyrirvara. Lög sem Alþingi setur og breytir eru bæði bakhjarl og sú vernd sem svona nefnd þarf, eins og gert er varðandi tölvunefnd. Landlæknir hefur svarað því til að ótilgreindir lögspekingar séu á annarri skoðun og telji setningarnar tvær í lögum um réttindi sjúk- linga nægja. Skal þá þar við sitja? Siðanefndir verða að samrýmast alþjóðlegum stöðlum í öðru lagi segist landlæknir hafa sett fram hugmyndir um breytt fyrirkomulag á siða- nefndum stofnana, væntan- lega í ráðuneytinu þegar ný reglugerð var samin. Allar þær ólíku stofnanir sem vinna að rannsóknum skyldu hafa sína óháðu siðanefnd, „til sam- ræmis við nefndina sem kveðið er á um í gagnagrunns- lögunum og á að hafa eftirlit með rekstrarleyfishafanum“. Þetta er ekki sambærilegt. Siðanefndimar fást ekki við sömu hluti og gagnagrunns- laganefndin. Eftirlitsnefnd gagnagrunnsins (lög nr. 139/ 1998, 6. og 12. gr.) er þriggja manna ráðherraskipuð nefnd og hefur ekkert hlutverk gagn- vart siðfræðilegum álitamál- um eða vísindarannsóknum í sambandi við gagnagrunninn. í lögunum er líka kveðið á um þverfaglega siðanefnd fyrir gagnagrunninn (12. gr.), en ekki sagt annað um hana en að ráðherra eigi að lýsa henni nánar með reglugerð. Land- læknir hefur reyndar tjáð mér nýverið að hann hafi haft þá nefnd, en ekki eftirlitsnefnd- ina, í huga í viðtalinu við Læknablaðið. Sjúkrahúsin í Reykjavík hafa verið lengi að byggja upp virkar og rétt skipaðar siða- nefndir. Mér þykir eðlilegt að það sé málefni Landspítalans, stjórnar hans og starfsfólks, að koma með tillögur og hafa allt um það að segja hvernig siðanefnd spítalans vinnur og starfar, þó góð ráð frá utanað- komandi aðilum, eins og land- lækni, geti verið vel þegin. Ef siðanefndirnar ættu að vera eins að gerð og til dæmis eftir- litsnefnd gagnagrunnsins til að „láta það sama yfir alla ganga“, þá er hætta á að sam- setning þeirra stæðist ekki evrópskar kröfur um góða klíníska hætti. Líklegt er að þær geti ekki fjallað um veigameiri mál sem til þeirra berast, eins og reyndin hlýtur að verða með þriggja manna siðanefnd heilsugæslunnar samkvæmt nýju reglugerð- inni. Landlæknir upplýsir svo að aðeins lagatæknilegar Athugið að beinn sími Læknablaðsins «r564 4104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.