Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 891 Yfirlýsing Alþjóðfélags lækna 8. október 1999 Alþjóðafélag lækna, The World Medical Associaton, var í dag sýndur sá heiður að vera boðið á aðalfund Læknafélags íslands í Reykjavík, ísland. Dr. Anders Milton formaður Alþjóðafélags lækna og Delon Human framkvæmdastjóri samtakanna bera lof á vinnu Læknafélags Islands og íslenskra lækna vegna umhyggju þeirra og trúnaðar við hagsmuni íslenskra sjúklinga. I umræðum um gagnagrunn á heilbrigðissviði ítrekuðu forystumenn Alþjóðafélags lækna að sú stefna WMA að virða beri reglur um upplýst samþykki, trúnað við sjúklinga og sjálfstætt siðfræðilegt mat, réði úrslitum til verndar sjúklingum vegna þátttöku í hvers konar vísindarannsóknum um allan heim. Dr. Milton og dr. Human lýstu yfir von um að samræðum milli þeirra er málið varðar verði haldið áfram til að misskilningi verði eytt og áhyggjum létt. Lýstu þeir yfir vilja Alþjóðafélags Iækna WMA til að leggja sitt af mörkum til að finna lausn sem allir geta verið sáttir við. Fyrirspurnum má beina til Dr. Anders Milton GSM símanr. +46 707 90 34 00 Dr. Delon Human GSM símanr. +33 607 41 77 þeirra. Upplýst neitun, það að þurfa að segja sig frá rann- sókn, er allt annað en upplýst samþykki. Annað grundvall- aratriði og hinu tengt er að þátttakandi í rannsókn geti alltaf farið, hætt þátttöku í rannsókninni, þó svo að við- komandi hafi áður samþykkt þátttöku. Þegar verið er að safna heilsufarsupplýsingum um einstaklinga verður að liggja fyrir: hvaða upplýsingum er verið að safna, hvernig þeim er safnað, hvernig þær verða samansettar, verða þær tengd- ar öðrum upplýsingum og hvernig verða þær varðveitt- ar? Það skiptir miklu máli hvort persónulegar upplýsing- ar eru geymdar þar sem þeim er safnað, eða hvort þær eru fluttar á einn miðlægan stað. Rætt var um siðferðilega, pólitíska og viðskiptalega hlið þess að afla heilsufarsupplýs- inga um einstaklinga og kom fram hjá fulltrúum Alþjóða- félags lækna að oft á tíðum væri óljóst hvar mörkin á milli einstakra þátta lægju. Það væri hins vegar afar brýnt að hin viðskiptalega hlið málsins væri gegnsæ og lægi Ijós fyrir. Ekki væri síður mikilvægt að rannsóknir væru framkvæmd- ar á íbúum þeirra svæða sem ætluðu að nýta sér niðurstöð- urnar, þetta væri fyrst og fremst hugsað til þess að ekki væri verið að nota íbúa fátæk- ari landa sem tilraunadýr. Miðlægur gagna- grunnur og dreifðir Menn ræddu nokkuð um mun á fyrirhuguðum miðlæg- um gagnagrunni á heilbrigðis- sviði og dreifðum grunnum og í tengslum við það dulkóðun og mögulegt öryggi hennar. í miðlægan gagnagrunn færu heilsufarsupplýsingar sem safnað hefði verið yfir langan tíma, við þessar upplýsingar yrði síðan bætt nýjum upplýs- ingum um sömu einstaklinga, aftur og aftur eftir því sem þær bærust. Fram kom það sjónarmið að í þessu hlyti að felast að einstaklingurinn væri auðgreinanlegur inni í hinum miðlæga gagnagrunni. Við þetta bættist að ætlunin væri sú að selja upplýsingar út úr grunninum og þá ekki ein- göngu til læknisfræðilegra vísindarannsókna. I framhald- inu var því varpað fram að engin þörf væri fyrir upp- byggingu miðlægs gagna- grunns. Það væri afar erfitt að sjá einhvern möguleika þess að vinna vandaðar, framvirkar rannsóknir út úr grunninum, til dæmis varðandi lyfjapróf- anir. Varpað var fram þeirri spumingu hvemig farið yrði með niðurstöður rannsókna sem byggja á upplýsingum um einstaklinga án þess að leitað hafi verið upplýsts sam- þykkis þeirra. Hvernig munu læknisfræðitímarit til dæmis taka á greinum sem byggja á slíkum rannsóknum? Menn veltu einnig fyrir sér í þessu samhengi muninum á vísinda- legri rannsókn og iðnaðar- rannsókn þar sem hin vísinda- lega byggir á því að fyrir liggi nákvæm rannsóknaráætlun áður en hafist er handa við söfnun upplýsinga í stað þess að upplýsingum sé safnað óskilgreint í einn pott sem síð- an sé hægt að veiða úr að vild. Þannig hefði framgangsmát- inn í raun verið hér, fyrst ætti að búa til grunninn og síðan að spyrja hvað gera ætti við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.