Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 24

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 24
876 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Fjarlækningar Upplýsingatækni og skipulagning Þorgeir Pálsson', Ásmundur Brekkan2 Pálsson Þ, Brekkan Á Telemedicine. Information technology and health- care planning. Læknablaðið 1999; 85: 876-82 The purpose of this article is to demonstrate how the development of telemedicine has been in close con- text with the rapid development of information tech- nology. The increased use of telemedicine has re- sulted in strategic planning by health authorities of how to increase access to specialist consultation. Overview is given of existing and coming telemedi- cine projects in Iceland. An important issue to be dis- cussed further is to find telemedicine place in routine clinical service in the healthcare system. Keywords: telemedicine, information technoiogy, health- care planning. Ágrip Markmið greinarinnar er að sýna hvernig þróun fjarlækninga hefur verið í samhengi við öra þróun í upplýsingatækni. Vaxandi notkun fjarlækinga hefur leitt til áætlanagerða um hvernig fjarlækningum skuli beitt til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu og einnig auð- velda aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Yfirlit er gefið um verkefni sem eru í gangi hér á landi og önnur sem eru í undirbúningi. Frá ’eðlisfræði- og tæknideild Landspítalans, 2prófessor emeritus, læknadeild Háskóla Islands. Fyrirspurnir, bréfa- skipti: Þorgeir Pálsson, eðlisfræði- og tæknideild Land- spítalans, v/Eiríksgötu, 125 Reykjavík. Sími: 560 1562. Netfang: thorgeir@rsp.is Lykilorð: fjariækningar, upplýsingatækni, skipulagning heilbrigðisþjónustu. Miklvægt er að finna fjarlækningum sess í daglegum rekstri heilbrigðiskerftsins og hlýtur það að verða í umræðunni á næstunni. Inngangur Samskipti í heilbrigðisþjónustu og framfarir í læknisfræði byggja í vaxandi mæli á upplýs- ingatækni. Stöðugar framfarir síðustu áratuga í fjarskipta- og upplýsingatækni ná til heilbrigð- isþjónustu seni annarra þátta samfélagsins. Margvíslegar hugmyndir um samskipti annars vegar með heilbrigðisupplýsingar og sjúklinga- gögn og hins vegar bein samskipti eins og ráðgjöf hafa nú fengið byr þar sem tæknin býð- ur upp á hagkvæma lausn. Ein slík hugmynd sem hefur fengið aukið og breytt vægi er fjar- lækingar (1). Fjarlækningar eru ekki ný grein innan læknisfræðinnar heldur eru þær aðferð eða ferli til samskipta heilbrigðisstarfsmanna innbyrðis eða sjúklings og heilbrigðisstarfs- manns með hjálp fjarskipta- og upplýsinga- tækni. Jafnframt leyfir tæknin söfnun, flutning og geymslu gagna um sjúklinga á skilvísan og öruggan hátt. Að auki veitir upplýsingatæknin aðstöðu og vettvang fyrir kennslu og fræðslu á sama hátt og í fjarkennslu innan menntakerfisins. Fjarlækningar geta þannig aukið möguleika ráðgjafar á milli sérgreinasjúkrahúss og dreif- býlis en einnig styrkt staðbundna þjónustu með meiri samskiptum innan héraðs. Skilgreining og markmið Eins og áður sagði eru fjarlækningar ekki ný læknisfræðileg sérgrein, né eru tækni og að- ferðir með öðrum hætti en í öðrum rafrænuni samskiptum. Fjarlækningar hafa að vísu verið stundaðar alla þessa öld, frá því síma- og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.