Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 70

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 70
912 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Afgreiðsla Tölvunefndar á beiðni Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um aðgang fímm starfsmanna Islenskrar erfðagreiningar að 30 sjúkraskrám á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið Davíð Gunnarsson Laugavegi 116 150 Reykjavík 7. september 1999 Tölvunefnd hefur borist er- indi yðar, f.h. nefndar um veitingu leyfis til að reka gagnagrunn á heilbrigðissviði skv. lögum nr. 139/1998. Þar kemur fram að nú sé unnið að undirbúningi leyfisveitingar og könnunarviðræður eigi sér stað við íslenska erfðagrein- ingu ehf. (ÍE). Af hálfu ÍE hef- ur komið fram að fyrirtækið geti ekki mótað óskir sínar varðandi söfnun og skráningu upplýsinga nema gera fyrst könnun á eðli og umfangi sjúkraskráa. Hefur nefnd um veitingu rekstarleyfis fallist á nauðsyn þess og því ákveðið að óska heimildar Tölvu- nefndar til slíks aðgangs. I beiðninni segir m.a.: „Oskað er eftir aðgangi að 30 sjúkraskrám á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, bæði handritum og tölvuskráðum sjúkraskrám, þannig að unnt verði að átta sig á þeim upplýsingum sem þær hafa að geyma og mögu- leikum á framtíðartengingum (skv. skilyrðum tölvunefndar þegar þar að kemur) við sjúkraskrár sömu einstaklinga á heilsugæslustöðvum og á stofum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Æski- legt er að skoðunin taki til sjúkraskráa frá sem flestum mismunandi deildum sjúkra- hússins. Skoðunin færi ein- göngu fram á sjúkraskrár- geymslum Sjúkrahúss Reykjavíkur og ekki yrðu tek- in afrit af sjúkraskrám. Sótt er um leyfi til aðgangs fyrireftir- talda 5 starfsmenn Islenskrar erfðagreiningar ehf.: Sigurð Björnsson, verkefnisstjóra, Valgerði Gunnarsdóttur, sjúkraþjálfara, Ingibjörgu Þórhallsdóttur, hjúkrunar- fræðing, Kristján Erlendsson, lækni og Hákon Guðbjarts- son, yfirmann upplýsinga- og tæknimála." Tölvunefnd ræddi erindið á fundi sínum þann 3. þ.m. og ákvað, með vísun til 2. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga, að veita um- beðið leyfí. Leyfið er bundið þeim skilmálum að umræddar sjúkraskrár verði valdar af handahófi, að þær verði að- eins skoðaðar innan veggja sjúkrahússins og engin afrit tekin, að skoðunin fari fram undir eftirliti læknis sem til- nefndur verði af lækningafor- stjóra og að Sigurður Björns- son, Valgerður Gunnarsdóttir, Ingibjörg Þórhallsdóttir, Kristján Erlendsson og Hákon Guðbjartsson, undirriti fyrst sérstök þagnarheit sem send verði Tölvunefnd. F.h. Tölvunefndar e.u. Sigrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Nýskipan Tölvunefndar Þann 6. september 1999 gaf dóms- og kirkjumálaráðherra út fréttatilkynningu um nýskipan Tölvunefndar. Hún er nú þannig skipuð: formaður Páll Hreinsson dósent við lagadeild Háskóla Islands, varaformaður Jón Ólafsson hrl., aðrir nefndarmenn Valtýr Sigurðsson héraðsdómari, Guðbjörg Sigurðardóttir tölvunarfræðingur og Haraldur Briem læknir. Varamenn eru Gunnar Thoroddsen lögfræðingur, Jón Thors skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, Erla S. Arnadóttir hrl., Óskar B. Hauksson verkfræðingur og Vil- helmína Haraldsdóttir læknir. Framkvæmdastjóri nefndar- innar er Sigrún Jóhannesdóttir deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Nýr í nefndinni er Gunnar Thoroddsen.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.