Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 893 Einar Oddsson og alþingismennirnir Bryndís Hlöðversdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir og Þuríður Backman Jylgjast með umrœðum um gagnagrunnsmálið á umrœðufundi LÍ. sagði að Delon Human, fram- kvæmdastjóri Alþjóðasam- taka lækna yrði staddur hér á landi í tilefni aðalfundar Læknafélags Islands. Ekkert kom fram um dagskrá fundar þess sem félagið bauð fulltrú- um ráðuneytisins að sækja og um efni hans sagði aðeins „þar sem lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði verða rædd, en eins og kunnugt er þá hafa Alþjóðasamtök lækna stutt viðhorf LÍ til laganna." Reynt var að afla frekari upplýsinga um fundinn hjá Læknafélagi Islands og fengust þær upp- lýsingar að auk fulltrúa heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins væri vísinda- siðanefndum, tölvunefnd, landlækni og heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis boð- ið á fundinn. Einnig kom fram að á fundinum yrðu tveir full- trúar frá WMA. Þeir ætluðu að kynna sjónarmið sín fyrir yfirvöldum og síðan yrðu fyr- irspurnir. Ekki virðist því gert ráð fyrir að fulltrúar WMA hlusti á sjónarmið stjórnvalda eða kynni sér málið frekar. I umræðunt utan dagskrár á Alþingi 6. október sl., kom fram hjá Ögmundi Jónassyni, talsmanni Vinstri hreyfmgar- innar grænt framboð, að von væri á skýrslu eða álitsgerð frá WMA á „næstu klukku- stundum“ eins og þingmaður- inn orðaði það. Þá kom einnig fram í viðtali við formann stjórnar Læknafélags Islands í fréttum Sjónvarpsins sama kvöld, að fulltrúar WMA ætl- uðu að „kynna stjórnvöldum á Islandi niðurstöðu þessarar nefndar, en það verður fjallað um niðurstöðu þessarar nefndar á alþjóðafundi eða ársfundi Alþjóða læknasam- takanna í Israel í næstu viku.“ Ekkert af því sem hér er sagt kom fram þegar heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytið leitaði eftir frekari upplýsingum um fundinn á vegum Læknafélags íslands. Islensk stjórnvöld hafa ekki fengið að kynna sér þá skýrslu og þær niðurstöður sem full- trúar WMA ætla að kynna á fundi LI 8. október. Það er því Ijóst að ekki er fyrirhugað að gefa þeim tækifæri til að gera athugasemdir eða leiðrétta hugsanlegar rangfærslur held- ur einungis að hlusta á niður- stöðu samtakanna. Þá er bent á að á heimasíðu WMA segir að forysta sam- takanna muni í heimsókn sinni til Islands hafa tækifæri til að ræða frekar áhyggjur vegna persónuverndar í ís- lenska gagnagrunninum við Læknafélag Islands og íslensk stjórnvöld. Hér gefa samtökin í skyn að WMA hafi rætt gagnagrunnsmálið við íslensk stjórnvöld. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir hafa aldrei rætt við íslensk stjórn- völd um málið og aldrei óskað eftir upplýsingum frá þeim. Ráðuneytið harmar þau for- kastanlegu vinnubrögð sem Alþjóðasamtök lækna, í sam- starfi við Læknafélag íslands, hafa viðhaft í þessu máli. Slík vinnubrögð hljóta að grafa undan tiltrú manna á samtök- unum Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið þiggur ekki boð stjómar Læknafélagsins Islands af ástæðum sem raktar eru hér að framan. Ráðuneytið hvetur stjórn Læknafélagisns til að mælast til þess við full- trúa Alþjóðasamtaka lækna að þau dragi til baka ályktun Chile fundarins og að þau kynni sér vandlega sjónarmið beggja málsaðila áður en þeir birta niðurstöður sínar um gagnagrunnsmálið. Niður- stöður sem fengnar eru með öðmm hætti eru aldrei trú- verðugar. Ráðuneytið lýsir undrun sinni á að núverandi stjórn Læknafélags íslands skuli beita WMA fyrir vagn þeirra sem hafa að markmiði að gera að engu þann vilja Al- þingis sem fram kemur í lög- um nr. 139/1998 um gagna- grunn á heilbrigðissviði. ^ F.h.r. Davíð A. Gunnarsson Guðríður Þorsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.