Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 875 uráhrif vegna allópúrínóls og lýst er í læknis- fræðiritum höfðu fullnægjandi ábendingar fyrir meðferðinni (5). Ráðleggja þarf sjúklingum að stöðva notkun lyfsins við fyrstu merki ofnæmis- viðbragða. Utbrot geta verið fyrsta merki um alv- arlegar hjáverkanir og er því mikilvægt að stöðva notkun lyfsins samstundis og útbrota verður vart. Upplýsingastreymi milli stofnana um lyfjanotkun: Annað vandamál tengt ofan- greindu sjúkratilfelli er að konan fékk lyf á stofnun sem hún hafði fengið lífshættuleg of- næmisviðbrögð gegn á annarri stofnun. Á sjúkrahúsinu sem hún var upphaflega lögð inn á var ekki ljóst að um allópúrínólofnæmi væri að ræða því hætt hafði verið að gefa lyfið fyrir innlögn, en nákvæm dagsetning var ekki skráð. Hins vegar varð það ljóst á vistheimili sjúk- lingsins og var allópúrínólofnæmi skráð þegar í stað. Þar sem gamalt lyfjablað fór með sjúk- lingi fyrir mistök bárust þær upplýsingar ekki á seinni spítalann. Á vistheimili konunnar var ekki ljóst að hún hefði haft lifrarbólgu í fyrri sjúkrahúsdvölinni svo þær upplýsingar bárust heldur ekki á seinni spítalann, en augljóslega er mikilvægt að upplýsingar um lifrarbólgu berist svæfingalæknum sem þurfa að meta hvaða lyf skuli nota við svæfingar. Til þess að forðast mistök af því tagi sem hér er lýst mætti hugsa sér að bæta upplýsinga- flæðið á eftirfarandi hátt: 1. a) Með skýrari skráningu lyfjanotkunar, með nákvæmum dagsetningum hvenær lyfjum er hætt og hvenær notkun þeirra hefst. b) Með skýrri ógildingu á gömlum lyfjablöð- um þannig að eingöngu þau réttu geti hugs- anlega verið í notkun. 2. Við útskrift sjúklinga af bráðasjúkrahúsum sé gert læknabréf um leið með nákvæmri lýsingu á sjúkdómsgangi og hvers beri að gæta eftir útskrift. 3. Ef skrifaðar upplýsingar eru óljósar eða ónóg- ar verði haft samband símleiðis við lækna eða hjúkrunarfræðinga til að kanna hvemig mál- um er háttað. Til þess að það gangi snurðu- laust fyrir sig þyrfti að koma skýrt fram í gögnum nafn læknis, nafn stofnunar og síma- númer og/eða símboði viðkomandi læknis. Á vistheimili konunnar sem sjúkratilfelli þetta fjallar um höfðu þegar verið gerðar ráð- stafanir til að bæta skráningu lyfja. Þegar þess- ir atburðir áttu sér stað voru ný lyfjablöð í notk- un en lítil reynsla var komin á notkun þeirra. Þessi nýju blöð voru framför frá fyrri skráningu lyfja en þá var mjög erfitt að rekja sögu lyfjanotkunar og það að lyfjafyrirmæli voru endurrituð jók talsvert möguleika á misritun. Hins vegar bendir þessi saga til að þrátt fyrir vissar framfarir var notkun lyfjablaðanna ábótavant, þar með talin ógilding fyrri blaða og tímasetningar þess hvenær lyfjameðferð var hafin og hvenær henni var lokið. Nú er þess vandlega gætt að gömul lyfjablöð séru ógilt og dagsetningar settar þegar lyfjum er hætt. Lokaorð Þessi reynslusaga ítrekar mikilvægi upplýs- ingaflæðis milli stofnana. Ýmsar leiðir eru hugsanlegar varðandi upplýsingastreymið, til dæmis að stofnanir hafi það sem skilyrði fyrir móttöku sjúklings frá annarri stofnun að læknabréf fylgi sjúklingi. Það myndi í sumum tilfellum tefja flutning því gerð læknabréfa tek- ur tíma og krefst fyrirhyggju. Stundum eru ein- hverjar rannsóknarniðurstöður ókomnar við út- skrift og því ekki skráðar í læknabréf. Ekkert tryggir heldur að þær upplýsingar sem mót- tökustofnun vill fá séu í bréfinu nema það sé skilgreint fyrirfram. Annar möguleiki væri miðlægur upplýsingabanki um lyfjaútskriftir, notkun þeirra og ofnæmissögu, til dæmis í formi tölvukorts með upplýsingu um heilsufar sem sjúklingur ber með sér. Tölvuskráning per- sónuupplýsinga er viðkvæmt mál og þyrfti augljóslega að ræða nánar. Æskilegt er að frek- ari umræða verði um þessi atriði til þess að auka á öryggi meðferðar svo sem mest má verða. Þakkir Höfundar þakka Pálma V. Jónssyni öldrunar- lækni, Hugrúnu Ríkarðsdóttur smitsjúkdóma- lækni og Helga Jónssyni gigtarlækni fyrir yfir- lestur á greininmi og ráðleggingar. HEIMILDIR 1. Emmerson BT. The Management of Gout. N Engl J Med 1996; 334:445-51. 2. Kelley WN, Palella TD. Gout and other disorders of Purine Metabolism. Harrison's Principles of Intemal Medicine. 12th ed. USA; McGraw-Hill Inc; 1991. 3. Scott JT. Gout and Other Crystal Arthropathies. Oxford Textbook of Geriatric Medicine. Oxford: Evans and Willi- ams; 1992: 375-9. 4. Wolfe MM, Lichtenstein DR, Singh G. Gastrointestinal Toxicity of Nonsteroidal Antiinflammatory Dmgs. N Engl J Med 1999; 340: 1888-99. 5. Singer ZS, Wallace SL. The Allopurinol Hypersensitity Syndrome. Uneccessary Morbidity and Mortality. Arthritis Rheuma 1986; 29: 82-7. 6. Arellano F, Sacristán JA. Allopurinol Hypersensitivity Syn- drome: A Review. Ann Pharmacother 1993; 27: 337-43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.