Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 31

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 881 • Fjarlækningar og skurðaðgerðir Handlækningadeild Landspítalans og Heil- brigðisstofnunin í Neskaupstað eru að hefja tilraun með árangursmat í fjarlækningum með þjónustu vegna ráðgjafar í speglunum og ráð- gjöf til sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks vegna sjúklinga fyrir og eftir aðgerð á Land- spítalanum. Notaður verður fjarfundabúnaður. Verkefnið hefst árið 1999. • Vefjafræði í undirbúningi er að nota fjarlækningar við rannsóknir í vefjafræði (fjarmeinafræði) á veg- um Landspítalans, bæði innanlands og til út- landa. Fyrstu tilraunir hafa farið fram með því að senda sjúkdómstilvik til greiningar erlendis. Einnig er fyrirhugað að gera þjónustuna innan- húss aðgengilegri og auka samskiptin á milli Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans á þessu sviði. • Fjarlækningar vegna líffæraflutninga I samningi Tryggingastofnunar ríkisins og Heilbrigðis- og trygginmálaráðuneytis við Rík- isspítalann í Kaupmannahöfn um líffæraflutn- inga er gert ráð fyrir fjarlækningum vegna sam- skipta heilbrigðisstarfsfólks. Gert er ráð fyrir að gögn um sjúkling verði send út og fjar- fundur notaður fyrir klíníska umræðu sérfræð- inga við mat á þörfum sjúklings fyrir líffæra- skipti. Með gögnum er meðal annars átt við rannsóknarniðurstöður. Gert er ráð fyrir að samskiptin hefjist á þessu hausti. • Fjarlækningar og fræðslustarfsemi Fyrirhugað er að veita heilbrigðisstarfsfólki aðgang að fræðslufundum Landspítalans, Sjúkra- húss Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Notaður verður fjarfundabúnaður. Þannig má veita mun fleirum aðgang að slíkum fyrirlestrum án þess að vera á staðnum. • Fjarlækningar og fjarkennsla innanlands Kennsla aðstoðarlækna á Landspítalanum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og FSA verður notuð sem vettvangur tilraunar með fjarkennslu á vegum sjúkrahúsanna meðal annars til að fag- fólk þurfi ekki að ferðast á milli þeirra og að nýta fyrirlestrartíma mun betur. • Fjarlækningar og fjarkennsla erlendis frá Gert er ráð fyrir að halda áfram fræðslufund- um frá háskólanum í Yale og taka einnig við fræðslufundum frá handlækningadeild háskól- ans í Iowa. Ofangreindum verkefnum verða væntanlega gerð betri skil síðar í Læknablaðinu. Skipulagning þjónustu og þjónustuform Þegar einstökum verkefnum um fjarlækning- ar lýkur, og þeim mun ljúka, þarf að finna þjón- ustunni stað í heilbrigðiskerfinu. Fjarlækningar eru þjónusta og hún kostar (vinna, tæki, aðstaða) og því þarf einhver að borga og einhver tekur við greiðslunni eins og á við um aðra þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Til að fjarlækingar nái fótfestu þurfa sérgreinasjúkra- húsin að gera fjarlækningaþjónustu að reglu- legri starfsemi og skilgreina þarf hvernig deild- ir sjúkrahúsanna geti sinnt slíkri þjónustu. Jafnframt þarf að meta hvaða þörf verður fyrir aukið vinnuframlag á heilsugæslustöðum og héraðssjúkrahúsum. Því þarf að setja leiðbeinandi reglur um notkun fjarlækninga, setja fram vinnureglur í gæðamálum og koma með hugmyndir um rekstur fjarlækninga í íslensku heilbrigðiskerfi. Finna þarf leiðir fyrir eftirfarandi atriði vegna fjámögnunar fjarlækninga: • Stofnkostnaður. • Rekstrarkostnaður. • Greiðslur til notenda (stofnana eða einstak- linga). • Hver greiðir hverjum og hvemig (fjárlög, greiðslur á milli stofnana, til einstaklinga). • Sem opinber heilbrigðisþjónusta eða einka- rekin (þáttur Alþingis, ráðuneytis, TR). Enn sem komið er má segja að fjarlækningar á Islandi séu tilaunaverkefni því ekki hefur ver- ið skilgreint hvernig eigi að finna þjónustunni stað í daglegum rekstri stofnana. Það hefur þegar hindrað verkefni í að ná æskilegri út- breiðslu og er því brátt að koma með lausnir á ofangreindum atriðum. Þáttur Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis og Tryggingastofnunar ríkisins snýr að slíkri skipulagningu í samvinnu við heilbrigð- isstofnanir og starfsfólk þeirra. I áðumefndi skýrslu, Stefnumótun í upplýs- ingamálum innan heilbrigðiskeifisins em settar fram hugmyndir um heilbrigðisnet sem tengi saman allar heilbrigðisstofnanir á Islandi og verði notað fyrir samskipti þeirra. Gera má ráð fyrir að fjarlækningar muni nota slíkt net og auð- velda þar með uppbygginu þeirra og skipulag.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.