Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 84

Læknablaðið - 15.11.1999, Qupperneq 84
924 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Iðorðasafn lækna 116 Accuracy, precision Jón Jóhannes Jónsson, for- stöðulæknir á rannsóknastofu Landspítalans í meinefna- fræði, sendi tölvupóst og spurði uin íslensk heiti á accuracy og precision. Því er fljótsvarað að hvorugt fínnst í Iðorðasafni lækna. Læknar hafa því ekki eignað sér þessi heiti sérstaklega sem íðorð, þrátt fyrir að í báðum komi fyrir latneskir orðstofnar sem þeim eru vel kunnir. Nafnorð- ið cura merkir meðal annars umönnun, Iækning eða græðsla og orðhlutinn cisio kemur fyrir í excisio, úrnám, brottnám, og incisio, skurður, rista. Eftirgrennslan leiðir hins vegar í ljós að accuracy og precision koma fyrir í íð- orðasöfnum eðlisfræðinga, efnafræðinga, stærðfræðinga og tölfræðinga. Orðabók Arnar og Örlygs notar sömu íslensku þýðing- una fyrir bæði, nákvæmni, en fræðimenn vilja aðgreina tvö mismunandi hugtök. Accu- racy á að gefa til kynna hversu nálæg (eða lík) tiltekin mæld eða reiknuð gildi eru hinum „réttu“ eða raunverulegu gild- um. Orðasafn úr tölfræði birtir íslenska orðið hittni. Tölvu- orðasafnið birtir nákvæmni, en Orðasafn íslenska stærð- fræðafélagsins tilgreinir bæði nákvæmni og hittni. Heitið precision á hins vegar að nota um innbyrðis samræmi endur- tekinna athugana eða mæl- inga, en svonefnt staðalfrávik er tölfræðilegur mælikvarði á það samræmi. Orðasafn úr tölfræði birtir íslenska orðið nákvæmni og Orðasafn ís- lenska stærðfræðafélagsins tilgreinir bæði nákvæmni og hittni. Tölvuorðasafnið birtir hins vegar stafanákvæmni og er þá væntanlega verið að vísa í fjölda stafa í tölulegri stærð: mat á getu til að gera greinar- mun á mjög nálœgum gildum. I ensk-enskri orðabók Webst- ers eru gefnir þrír merkingar- möguleikar fyrir accuracy og sjö fyrir precision. Líldegt er því að eitt íslenskt heiti dugi ekki til að tjá allar merking- arnar. Nákvæmd, samkvæmd Erfitt getur verið að ná fót- festu þegar almenn orð hafa verið tekin til sértækra nota. Það er vissulega nákvæmni, eða góð hittni, þegar mæling „hittir“ á rétt gildi, en það er einnig nákvæmni þegar niður- stöður fleiri mælinga á sama fyrirbæri eru hver annarri lfk- ar. Þess vegna er erfitt að ákveða hvoru hinna erlendu heita hæfi betur að nefnast ná- kvæmni á íslensku. Hliðar- spor geta þá stunduin bjargað. Eftir að hafa legið yfir Is- lensku orðabókinni, orðsifja- bókinni og samheitaorðabók- inni fékk undirritaður þá hug- mynd að stíga eitt slíkt hliðar- spor til lítið notaðra, gamalla orðmynda og taka þá ekki af- stöðu til nákvæmni. An þess að rekja þá sögu frekar er nú lagt til að accuracy, í merking- unni nálœgð tiltekinna gilda við hin réttu, verði nákvæmd og að precision, í merking- unni samrœmi tiltekinna gilda eða athugana, verði sam- kvæmd. Ýmislegt smálegt Alma Möller sit- ur í Svíþjóð og er að skrifa doktors- ritgerð. Þar kemur fyrir heitið microcirculation. Iðorða- safnið varð ekki að gagni nema til að staðfesta að nafn- orðið circulation merkir hringrás. Læknisfræðiorða- bók Stedmans skilgreinir microcirculation þannig: ferð blóðsins um smœstu œðarnar, nánar tiltekið slagœðlinga, hárœðar og bláœðlinga. Það varð því tillaga undirritaðs til Ölmu að nota heitið smáæða- blóðrás. Undirritaður rakst á heitið skjölun í texta frá opinberum aðila. Af samhenginu mátti ráða að það kæmi í stað enska nafnorðsins documentation, sem Orðabók Arnar og Örlygs tilgreinir að merki: 7. fram- lagning gagna eða sannana til stuðnings máli; notkun skrif- legra sannana eða skjala. 2. útvegun heimilda; heimilda- söfnun; heimild. Undirrituð- um finnst raunar að þar vanti þriðju skýringuna: 3. skrán- ing, skrásetning, skjalfesting. Skjölun er ekki ólaglegt heiti, en það er væntanlega byggt á sögninni að skjala, sem und- irrituðum finnst bæði ólagleg og alsendis óþörf. Samheita- orðabókin upplýsir að engin vönlun sé á samheitum við sögnina að skrá: bóka, bók- festa, bókfœra, bréfa, innrita, letra, lögskrá, rita, ritfœra, skjalfesta, skrásetja, skrifa, taka niður, þingrita. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.