Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 84

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 84
924 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Iðorðasafn lækna 116 Accuracy, precision Jón Jóhannes Jónsson, for- stöðulæknir á rannsóknastofu Landspítalans í meinefna- fræði, sendi tölvupóst og spurði uin íslensk heiti á accuracy og precision. Því er fljótsvarað að hvorugt fínnst í Iðorðasafni lækna. Læknar hafa því ekki eignað sér þessi heiti sérstaklega sem íðorð, þrátt fyrir að í báðum komi fyrir latneskir orðstofnar sem þeim eru vel kunnir. Nafnorð- ið cura merkir meðal annars umönnun, Iækning eða græðsla og orðhlutinn cisio kemur fyrir í excisio, úrnám, brottnám, og incisio, skurður, rista. Eftirgrennslan leiðir hins vegar í ljós að accuracy og precision koma fyrir í íð- orðasöfnum eðlisfræðinga, efnafræðinga, stærðfræðinga og tölfræðinga. Orðabók Arnar og Örlygs notar sömu íslensku þýðing- una fyrir bæði, nákvæmni, en fræðimenn vilja aðgreina tvö mismunandi hugtök. Accu- racy á að gefa til kynna hversu nálæg (eða lík) tiltekin mæld eða reiknuð gildi eru hinum „réttu“ eða raunverulegu gild- um. Orðasafn úr tölfræði birtir íslenska orðið hittni. Tölvu- orðasafnið birtir nákvæmni, en Orðasafn íslenska stærð- fræðafélagsins tilgreinir bæði nákvæmni og hittni. Heitið precision á hins vegar að nota um innbyrðis samræmi endur- tekinna athugana eða mæl- inga, en svonefnt staðalfrávik er tölfræðilegur mælikvarði á það samræmi. Orðasafn úr tölfræði birtir íslenska orðið nákvæmni og Orðasafn ís- lenska stærðfræðafélagsins tilgreinir bæði nákvæmni og hittni. Tölvuorðasafnið birtir hins vegar stafanákvæmni og er þá væntanlega verið að vísa í fjölda stafa í tölulegri stærð: mat á getu til að gera greinar- mun á mjög nálœgum gildum. I ensk-enskri orðabók Webst- ers eru gefnir þrír merkingar- möguleikar fyrir accuracy og sjö fyrir precision. Líldegt er því að eitt íslenskt heiti dugi ekki til að tjá allar merking- arnar. Nákvæmd, samkvæmd Erfitt getur verið að ná fót- festu þegar almenn orð hafa verið tekin til sértækra nota. Það er vissulega nákvæmni, eða góð hittni, þegar mæling „hittir“ á rétt gildi, en það er einnig nákvæmni þegar niður- stöður fleiri mælinga á sama fyrirbæri eru hver annarri lfk- ar. Þess vegna er erfitt að ákveða hvoru hinna erlendu heita hæfi betur að nefnast ná- kvæmni á íslensku. Hliðar- spor geta þá stunduin bjargað. Eftir að hafa legið yfir Is- lensku orðabókinni, orðsifja- bókinni og samheitaorðabók- inni fékk undirritaður þá hug- mynd að stíga eitt slíkt hliðar- spor til lítið notaðra, gamalla orðmynda og taka þá ekki af- stöðu til nákvæmni. An þess að rekja þá sögu frekar er nú lagt til að accuracy, í merking- unni nálœgð tiltekinna gilda við hin réttu, verði nákvæmd og að precision, í merking- unni samrœmi tiltekinna gilda eða athugana, verði sam- kvæmd. Ýmislegt smálegt Alma Möller sit- ur í Svíþjóð og er að skrifa doktors- ritgerð. Þar kemur fyrir heitið microcirculation. Iðorða- safnið varð ekki að gagni nema til að staðfesta að nafn- orðið circulation merkir hringrás. Læknisfræðiorða- bók Stedmans skilgreinir microcirculation þannig: ferð blóðsins um smœstu œðarnar, nánar tiltekið slagœðlinga, hárœðar og bláœðlinga. Það varð því tillaga undirritaðs til Ölmu að nota heitið smáæða- blóðrás. Undirritaður rakst á heitið skjölun í texta frá opinberum aðila. Af samhenginu mátti ráða að það kæmi í stað enska nafnorðsins documentation, sem Orðabók Arnar og Örlygs tilgreinir að merki: 7. fram- lagning gagna eða sannana til stuðnings máli; notkun skrif- legra sannana eða skjala. 2. útvegun heimilda; heimilda- söfnun; heimild. Undirrituð- um finnst raunar að þar vanti þriðju skýringuna: 3. skrán- ing, skrásetning, skjalfesting. Skjölun er ekki ólaglegt heiti, en það er væntanlega byggt á sögninni að skjala, sem und- irrituðum finnst bæði ólagleg og alsendis óþörf. Samheita- orðabókin upplýsir að engin vönlun sé á samheitum við sögnina að skrá: bóka, bók- festa, bókfœra, bréfa, innrita, letra, lögskrá, rita, ritfœra, skjalfesta, skrásetja, skrifa, taka niður, þingrita. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.