Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 42
890 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Katrrín Fjeldsted fundarstjóri ásamt fulltrúum Alþjóðafélags lœkna, þeim Anders Milton og Delon Human. sjúklings í fyrirrúmi, það sem kann að vera gott fyrir þjóðfé- lagið getur aldrei orðið mikil- vægara hagsmunum sjúklings. I Helsinkiyfirlýsingunni er einnig tekið fram að upplýst samþykki sjúklings verði að liggja til grundvallar þátttöku í læknisfræðirannsókn. Hels- inkiyfirlýsingin hefur verið endurskoðuð nokkrum sinn- um og hefur meðal annars verið bætt inn í upphaflegu út- gáfuna ákvæðum um vísinda- siðanefndir. Síðasta endur- skoðun var gerð 1996 og er þar meðal annars ákvæði um nauðsyn sjálfstæðra vísinda- siðanefnda sem fjalli uin læknisfræðilegar rannsóknir á mönnum og skulu nefndirnar óháðar rannsóknaraðilum. Þeir Anders Milton og Del- on Human kváðust að sjálf- sögðu vera fylgjandi vísinda- rannsóknum og læknisfræði- legum rannsóknum á mönn- um, en meginmáli skipti hvernig að þeim væri staðið. Alþjóðafélag lækna hefur til dæmis mótað þá afstöðu að ekki megi veita einkaleyfi á erfðamengi mannsins. Þeir tóku fram að á þessari stundu myndu þeir ekki taka afstöðu til fyrirhugaðs mið- lægs gagnagrunns á heilbrigð- issviði á Islandi og ekki blanda sér í pólitískar deilur. Vinnuhópur á vegum Alþjóða- félags lækna hefur fjallað um lögin um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði, álit þessa hóps hafði ekki verið gert opinbert fyrir þennan fund. A hinn bóginn marg- ítrekuðu þeir þá meginafstöðu Alþjóðafélags lækna að engar læknisfræðirannsóknir skuli framkvæmdar án þess að fyrir liggi upplýst samþykki við- komandi einstaklinga. Velferð og hagsmunir sjúklingsins lægju stöðugt til grundvallar. Þeir ræddu mikilvægi þess að trúnaður ríki á milli sjúklings og læknis og töldu hættu á að slíkur trúnaður bresti, leiði upp- lýsingar frá sjúklingi til upp- söfnunar á mögulegri söluvöru. Allar upplýsingar eru trúnaðarupplýsingar í almennum umræðum eftir inngangsorð þeirra félaga bar hæst áhyggjur margra lækna af því hvernig unnt væri að starfa eftir lögum sem þeim þættu í raun brjóta gegn sið- ferðilegri vitund og gegn þeim trúnaði sem þeir hefðu heitið sjúklingum. Spurt var hvort læknar gætu metið mikilvægi einstakra heilsufarsupplýs- inga fyrir sjúklinga, og því svarað að sjúklingi geti þótt allar upplýsingar um sig mik- ilvægar. Allar upplýsingar um sjúklinga eru trúnaðarupplýs- ingar og þar af leiðandi hljóta læknar að líta svo á að allar upplýsingar sem þeir hafa und- ir höndum um sjúklinga séu viðkvæmar persónuupplýs- ingar. Einnig var bent á að möguleiki yrði á samtengingu væntanlegs miðlægs gagna- grunns við tvo aðra gagna- grunna, ættfræðilegan og erfðafræðilegan. Það eitt gerði upplýsingarnar enn við- kvæmari, auk þess sem erfitt væri að sjá hvemig unnt væri að afla upplýsts samþykkis til slíkra hluta. Fulltrúar Alþjóðafélags lækna ítrekuðu að lykillinn að öllum rannsóknum á einstak- lingum væri upplýst sam- þykki, þetta gilti einnig um eldri upplýsingar sem fyrir lægju um sjúklinga, til dæmis úr sjúkraskýrslum, Helsinki- yfirlýsingin næði einnig til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.