Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 42

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 42
890 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Katrrín Fjeldsted fundarstjóri ásamt fulltrúum Alþjóðafélags lœkna, þeim Anders Milton og Delon Human. sjúklings í fyrirrúmi, það sem kann að vera gott fyrir þjóðfé- lagið getur aldrei orðið mikil- vægara hagsmunum sjúklings. I Helsinkiyfirlýsingunni er einnig tekið fram að upplýst samþykki sjúklings verði að liggja til grundvallar þátttöku í læknisfræðirannsókn. Hels- inkiyfirlýsingin hefur verið endurskoðuð nokkrum sinn- um og hefur meðal annars verið bætt inn í upphaflegu út- gáfuna ákvæðum um vísinda- siðanefndir. Síðasta endur- skoðun var gerð 1996 og er þar meðal annars ákvæði um nauðsyn sjálfstæðra vísinda- siðanefnda sem fjalli uin læknisfræðilegar rannsóknir á mönnum og skulu nefndirnar óháðar rannsóknaraðilum. Þeir Anders Milton og Del- on Human kváðust að sjálf- sögðu vera fylgjandi vísinda- rannsóknum og læknisfræði- legum rannsóknum á mönn- um, en meginmáli skipti hvernig að þeim væri staðið. Alþjóðafélag lækna hefur til dæmis mótað þá afstöðu að ekki megi veita einkaleyfi á erfðamengi mannsins. Þeir tóku fram að á þessari stundu myndu þeir ekki taka afstöðu til fyrirhugaðs mið- lægs gagnagrunns á heilbrigð- issviði á Islandi og ekki blanda sér í pólitískar deilur. Vinnuhópur á vegum Alþjóða- félags lækna hefur fjallað um lögin um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði, álit þessa hóps hafði ekki verið gert opinbert fyrir þennan fund. A hinn bóginn marg- ítrekuðu þeir þá meginafstöðu Alþjóðafélags lækna að engar læknisfræðirannsóknir skuli framkvæmdar án þess að fyrir liggi upplýst samþykki við- komandi einstaklinga. Velferð og hagsmunir sjúklingsins lægju stöðugt til grundvallar. Þeir ræddu mikilvægi þess að trúnaður ríki á milli sjúklings og læknis og töldu hættu á að slíkur trúnaður bresti, leiði upp- lýsingar frá sjúklingi til upp- söfnunar á mögulegri söluvöru. Allar upplýsingar eru trúnaðarupplýsingar í almennum umræðum eftir inngangsorð þeirra félaga bar hæst áhyggjur margra lækna af því hvernig unnt væri að starfa eftir lögum sem þeim þættu í raun brjóta gegn sið- ferðilegri vitund og gegn þeim trúnaði sem þeir hefðu heitið sjúklingum. Spurt var hvort læknar gætu metið mikilvægi einstakra heilsufarsupplýs- inga fyrir sjúklinga, og því svarað að sjúklingi geti þótt allar upplýsingar um sig mik- ilvægar. Allar upplýsingar um sjúklinga eru trúnaðarupplýs- ingar og þar af leiðandi hljóta læknar að líta svo á að allar upplýsingar sem þeir hafa und- ir höndum um sjúklinga séu viðkvæmar persónuupplýs- ingar. Einnig var bent á að möguleiki yrði á samtengingu væntanlegs miðlægs gagna- grunns við tvo aðra gagna- grunna, ættfræðilegan og erfðafræðilegan. Það eitt gerði upplýsingarnar enn við- kvæmari, auk þess sem erfitt væri að sjá hvemig unnt væri að afla upplýsts samþykkis til slíkra hluta. Fulltrúar Alþjóðafélags lækna ítrekuðu að lykillinn að öllum rannsóknum á einstak- lingum væri upplýst sam- þykki, þetta gilti einnig um eldri upplýsingar sem fyrir lægju um sjúklinga, til dæmis úr sjúkraskýrslum, Helsinki- yfirlýsingin næði einnig til

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.