Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 54
900 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 óbreytt myndi það þýða að í hverri vaktbærri undirgrein þyrftu að vera sjö skurðlæknar til að manna fjórskiptar vaktir sem Bjarni sagði að væri algert hámark vaktaálags. Það myndi aftur þýða að aðgerðir á hvern þessara sjö lækna yrðu of fáar til þess að þeir gætu viðhaldið færni sinni. Það myndi draga úr gæðum þjónustunnar. Þess vegna mætti varpa fram þeirri spurningu hvort viss undir- mönnun væri ekki nauðsynleg hjá íslenskum skurðlæknum. Með sameiningu stóru sjúkra- húsanna í eitt hús mætti þó ef til vill að skaðlausu manna allra stærstu undirgreinar skurðlækna að fullu. Inn í þetta koma svo ýmis önnur atriði. Til dæmis hefur það færst í vöxt að skurðlækn- ar séu tveir í hverri aðgerð og er þá annar stjómandi en hinn til aðstoðar eða leiðsagnar. Bjarni sagði að með þessu móti fengju skurðlæknar við- bótarþjálfun sem nýttist upp að vissu marki til þess að við- halda fæmi þeirra. Annað atriði er bætt nýting á vinnutíma skurðlækna. Með því að bæta starfsaðstöðu þeirra og auka aðstoð annarra starfs- stétta við undirbúning og eftirfylgni aðgerða myndi það draga úr vinnuálagi og auka afköst. Þannig mætti ná meiri rauntíma út úr hverjum skurð- lækni. Það væri hins vegar óvíst hversu lengi menn myndu endast í slfkri keyrslu og hugs- anlegt væri að skurðlæknar þyrftu þá að fara fyrr á eftir- laun en ella. Reynsla nágrannaþjóða Arnór Víkingsson lyflækn- ir á Landspítalanum og ritari LÍ brá sér nú úr hlutverki fundarstjóra og ræddi um það hvort breytt vinnufyrirkomu- lag myndi leiða til aukinna gæða í heilbrigðisþjónustunni eða hvort þjónustustigið myndi lækka. Hann sagði að kröfur almennings um skjóta þjónustu og aukin gæði hefðu aukist og þróunin í heilbrigð- iskerfinu hefði tekið mið af því. Viðbragðshraði stofnan- anna hefur aukist, meðferðar- úrræðum fjölgað, sérhæfing vaxið á flestum sviðum og heilbrigðisstéttum fjölgað. Vissulega mynduðust stund- um flöskuhálsar í kerfinu en reynt væri að ryðja þeim úr vegi. Arnór skipti þjónustu heil- brigðiskerfisins í tvennt: bráðaþjónustu og fyrirfram skipulagða eða valkvæma þjónustu. Aðstaða til að veita þjónustu væri misjöfn eftir landshlutum en á höfuðborg- arsvæðinu væri bráðavakta- þjónusta allan sólarhringinn og þar væri aðgengi að sér- fræðingum og rannsóknar- þjónustu. Hvað varðar val- kvæma þjónustu væri aðgengi að læknum til að sinna henni í flestum tilvikum viðunandi og samfella í samskiptum lækna og sjúklinga yfirleitt góð. Arnór fjallaði um viðbrögð nágrannaþjóða okkar við til- skipuninni og sagði hana harla mismunandi. Danir og Svíar hafi gengið lengst í að stytta vinnutímann og afleiðingar þess væru að koma í ljós: að- gengi að valkvæmri þjónustu hefur minnkað, biðtími eftir aðgerðum hefur lengst og samfella í samskiptum lækna og sjúklinga er minni en áður. Danir búa við lélegra heilsufar en aðrar Norðurlandaþjóðir, hvort sem það stafaði af þessu eða einhverju öðru. I Svíþjóð hefur þjónusta stærri sjúkrahúsa ekki minnkað en þó hafa myndast flöskuhálsar á stöku stað, einkum á sviði svæfinga og röntgenþjónustu. A landsbyggðinni hefur hins vegar orðið meiri samdráttur og biðtími eftir aðgerðum lengst verulega. Englendingar og Hollend- ingar hafa hins vegar lítið að- hafst í þá veru að stytta vinnu- tíma sérfræðinga. Þeir eru flestir á föstum launum og gætu því minnkað við sig vinnu en það hefur ekki gerst. í Englandi var hámarkið á vinnutíma unglækna lækkað úr 90 stundum á viku í 72. Vinna umfram það er ekki launuð en samt hefur ung- læknum ekki fjölgað. Stjórnvöld hafa þrjá kosti Áhrifin af breyttri vinnutil- högun í kjölfar gildistöku vinnutímatilskipunarinnar hér á landi gætu orðið margskonar og færu að sjálfsögðu eftir viðbrögðum ríkisvaldsins. Arnóri sýndist yfirvöld hafa um þrennt að velja: að við- halda afkastagetu læknisþjón- ustunnar með því að fjölga læknisstörfum og/eða öðrum störfum til jafns við þá skerð- ingu á vinnustundum sem til- skipunin hefur í för með sér; að hagræða í skipulagningu læknisþjónustunnar; að draga úr ríkisrekinni læknisþjónustu. Framtíðarsýn lækna er sú að gæði þjónustunnar haldi áfram að aukast, sérfræðing- um fjölgi, framhaldsnám flytj- ist í meira mæli inn í landið og við það fjölgi unglæknum. Auk þess þyrfti að auka sam- vinnu sjúkrastofnana, bæði í Reykjavík og milli Reykjavík- ur og landsbyggðarinnar. Loks þyrfti að endurskoða verkaskiptingu heilbrigðis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.