Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 13

Læknablaðið - 15.11.1999, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 865 landi um niðurstöður frumustroka, legháls- speglana og vefjasýna svo og stigun legháls- krabbameina sóttar í tölvubanka Leitarstöðvar. Upplýsingar um stefnu heilbrigðisyfirvalda varðandi skipulag leitar á Norðurlöndum utan Islands eru sóttar til viðkomandi krabbameins- skráa og/eða heilbrigðisyfirvalda. Upplýsingar um nýgengi leghálskrabbameina eru sóttar til viðkomandi krabbameinsskráa og upplýsingar um dánartíðni til tölvubanka Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar í Kaupmannahöfn og þær töl- ur fengnar staðfestar af viðkomandi krabba- meinsskrám. Eftirtaldar athuganir voru gerðar til að kanna áhrif leitar á Norðurlöndum á nýgengi (inci- dence) og dánartíðni (mortality) legháls- krabbameins (I-V, XI), æskileg aldursmörk markhópa (II, VI, VII, IX, XII) og bil milli skoðana (V, VIII, X, XII). I. Skipulag kembileitar leghálskrabbameins á Norðurlöndum er kannað svo og meðaltöl staðlaðs (world-standardized) nýgengis og dánartíðni sjúkdómsins á fimm ára tímabilum fyrir árabilið 1956-1995. Reiknuð er lækkun á tíðnitölum milli þess fimm ára tímabils sem er með hæsta tíðni og síðasta 10 ára tímabilsins 1986-1995. II. Breytingar á aldursbundnu (age- standardized) nýgengi og dánartíðni sjúkdóms- ins eru kannaðar á íslandi fyrir aldurshópinn 25-69 ára og í 10 ára aldurshópum frá tvítugu fyrir tímabilin 1966-1970 og 1980-1995. III. Eftir endurskoðun á vefjagerð kvenna sem skráðar eru með sjúkdóminn í Krabba- meinsskrá á Islandi (20) er reiknað út staðlað nýgengi eftir stigum og vefjagerð fyrir tímabil- in 1964-1979 og 1980-1995. Reiknað er 95% öryggisbil (confidence interval) á mismun ný- gengistalna milli tímabilanna (21). Öll tilfelli voru endurstiguð eftir stigunarkerfi Alþjóða- samtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FIGO) (22) og vefjagerð endurflokkuð eftir flokkunarkerfi Alþj óðaheilbrigðisstofnunar- innar (23). IV. Könnuð er breyting á aldursstaðlaðri tíðni sjúkdómsins á Norðurlöndum í aldurs- hópnum 20-29 ára á fimm ára tímabilum á árabilinu 1961-1995. V. Aldursbundið árlegt nýgengi sjúkdómsins í Finnland er kannað sérstaklega á tímabilinu 1986-1995. VI. Arleg tíðni vægra, meðalsterkra og sterkra forstigsbreytinga á Islandi við fyrstu heimsókn kvenna á aldrinum 20-49 ára er könnuð fyrir tímabilið 1966-1995. VII. Arleg tíðni meðalsterkra og sterkra for- stigsbreytinga á Islandi við fyrstu heimsókn er könnuð í fimm ára aldurshópum milli 20-34 ára. Reiknaður er út aðhvarfsstuðull (linear re- gressions coefficient) fyrstu gráðu aðhvarfslínu sem felld er að tíðnitölum. Marktækni að- hvarfsstuðla er reiknuð með F-prófun og sömu- leiðis mismunur á milli þeirra. VIII. Meðal 275 kvenna sem komu í legháls- speglun á Islandi á árinu 1994 vegna afbrigði- legra frumustroka er könnuð uppsöfnuð (cumulative) tíðni forstigsbreytinga og ífarandi vaxtar í vefjasýnum frá þeim tíma er konan mætti síðast með eðlilegt frumustrok. IX. Tíðni forstigsbreytinga og ífarandi vaxt- ar í vefjasýnum á Islandi er könnuð meðal kvenna 60 ára og eldri, fæddra á tímabilinu 1920-1926. Konurnar eru flokkaðar eftir fjölda eðlilegra frumustroka sem tekin höfðu verið fyrir sextugt og konunum fylgt eftir til 1. janúar 1996. X. Uppsöfnuð tíðni meðalsterkra og sterkra forstigsbreytinga í frumustrokum á íslandi er könnuð meðal kvenna frá þeim tíma er þær mættu með eðlilegt frumustrok á tímabilinu 1985-1989 og til 1. janúar 1996. Konurnar höfðu ekki sögu um fyrri afbrigðileg strok og eru rannsakaðar í aldurshópum eftir lágmarks- fjölda fyrri eðlilegra stroka. XI. Eftir endurskoðun tilfella sem skráð eru í Krabbameinsskrá (20) er kannað hlutfall þeirra tilfella sem greinast á stigi IA og IB occult vegna afbrigðilegs frumustroks á þriggja ára tímabilum á árabilinu 1966-1995. Jafnframt er könnuð þriggja ára mæting til leitar á sömu tímabilum. Lagðar eru aðhvarfslínur að hlut- fallstölum og reiknaðir út aðhvarfsstuðlar og marktækni. Reiknuð er út fylgni milli greining- ar þessara tilfella og mætingarhlutfalls kvenna til leitar á sömu tímabilum. XII. Fyrir tímabilið 1986-1995 er könnuð aldursdreifing kvenna sem greinast á stigi IA og IB occult vegna afbrigðilegs frumustroks og reiknuð út uppsöfnuð tíðni þessara tilfella fyrstu 72 mánuðina eftir síðasta eðlilega frumustrok. Niðurstöður Tafla I sýnir að fram til 1985-1988 var skipu- leg krabbameinsleit umfangsmest á Islandi bæði hvað varðar markhóp og bil milli skoðana (25-29 ára á tveggja til þriggja ára fresti), en

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.