Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 865 landi um niðurstöður frumustroka, legháls- speglana og vefjasýna svo og stigun legháls- krabbameina sóttar í tölvubanka Leitarstöðvar. Upplýsingar um stefnu heilbrigðisyfirvalda varðandi skipulag leitar á Norðurlöndum utan Islands eru sóttar til viðkomandi krabbameins- skráa og/eða heilbrigðisyfirvalda. Upplýsingar um nýgengi leghálskrabbameina eru sóttar til viðkomandi krabbameinsskráa og upplýsingar um dánartíðni til tölvubanka Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar í Kaupmannahöfn og þær töl- ur fengnar staðfestar af viðkomandi krabba- meinsskrám. Eftirtaldar athuganir voru gerðar til að kanna áhrif leitar á Norðurlöndum á nýgengi (inci- dence) og dánartíðni (mortality) legháls- krabbameins (I-V, XI), æskileg aldursmörk markhópa (II, VI, VII, IX, XII) og bil milli skoðana (V, VIII, X, XII). I. Skipulag kembileitar leghálskrabbameins á Norðurlöndum er kannað svo og meðaltöl staðlaðs (world-standardized) nýgengis og dánartíðni sjúkdómsins á fimm ára tímabilum fyrir árabilið 1956-1995. Reiknuð er lækkun á tíðnitölum milli þess fimm ára tímabils sem er með hæsta tíðni og síðasta 10 ára tímabilsins 1986-1995. II. Breytingar á aldursbundnu (age- standardized) nýgengi og dánartíðni sjúkdóms- ins eru kannaðar á íslandi fyrir aldurshópinn 25-69 ára og í 10 ára aldurshópum frá tvítugu fyrir tímabilin 1966-1970 og 1980-1995. III. Eftir endurskoðun á vefjagerð kvenna sem skráðar eru með sjúkdóminn í Krabba- meinsskrá á Islandi (20) er reiknað út staðlað nýgengi eftir stigum og vefjagerð fyrir tímabil- in 1964-1979 og 1980-1995. Reiknað er 95% öryggisbil (confidence interval) á mismun ný- gengistalna milli tímabilanna (21). Öll tilfelli voru endurstiguð eftir stigunarkerfi Alþjóða- samtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FIGO) (22) og vefjagerð endurflokkuð eftir flokkunarkerfi Alþj óðaheilbrigðisstofnunar- innar (23). IV. Könnuð er breyting á aldursstaðlaðri tíðni sjúkdómsins á Norðurlöndum í aldurs- hópnum 20-29 ára á fimm ára tímabilum á árabilinu 1961-1995. V. Aldursbundið árlegt nýgengi sjúkdómsins í Finnland er kannað sérstaklega á tímabilinu 1986-1995. VI. Arleg tíðni vægra, meðalsterkra og sterkra forstigsbreytinga á Islandi við fyrstu heimsókn kvenna á aldrinum 20-49 ára er könnuð fyrir tímabilið 1966-1995. VII. Arleg tíðni meðalsterkra og sterkra for- stigsbreytinga á Islandi við fyrstu heimsókn er könnuð í fimm ára aldurshópum milli 20-34 ára. Reiknaður er út aðhvarfsstuðull (linear re- gressions coefficient) fyrstu gráðu aðhvarfslínu sem felld er að tíðnitölum. Marktækni að- hvarfsstuðla er reiknuð með F-prófun og sömu- leiðis mismunur á milli þeirra. VIII. Meðal 275 kvenna sem komu í legháls- speglun á Islandi á árinu 1994 vegna afbrigði- legra frumustroka er könnuð uppsöfnuð (cumulative) tíðni forstigsbreytinga og ífarandi vaxtar í vefjasýnum frá þeim tíma er konan mætti síðast með eðlilegt frumustrok. IX. Tíðni forstigsbreytinga og ífarandi vaxt- ar í vefjasýnum á Islandi er könnuð meðal kvenna 60 ára og eldri, fæddra á tímabilinu 1920-1926. Konurnar eru flokkaðar eftir fjölda eðlilegra frumustroka sem tekin höfðu verið fyrir sextugt og konunum fylgt eftir til 1. janúar 1996. X. Uppsöfnuð tíðni meðalsterkra og sterkra forstigsbreytinga í frumustrokum á íslandi er könnuð meðal kvenna frá þeim tíma er þær mættu með eðlilegt frumustrok á tímabilinu 1985-1989 og til 1. janúar 1996. Konurnar höfðu ekki sögu um fyrri afbrigðileg strok og eru rannsakaðar í aldurshópum eftir lágmarks- fjölda fyrri eðlilegra stroka. XI. Eftir endurskoðun tilfella sem skráð eru í Krabbameinsskrá (20) er kannað hlutfall þeirra tilfella sem greinast á stigi IA og IB occult vegna afbrigðilegs frumustroks á þriggja ára tímabilum á árabilinu 1966-1995. Jafnframt er könnuð þriggja ára mæting til leitar á sömu tímabilum. Lagðar eru aðhvarfslínur að hlut- fallstölum og reiknaðir út aðhvarfsstuðlar og marktækni. Reiknuð er út fylgni milli greining- ar þessara tilfella og mætingarhlutfalls kvenna til leitar á sömu tímabilum. XII. Fyrir tímabilið 1986-1995 er könnuð aldursdreifing kvenna sem greinast á stigi IA og IB occult vegna afbrigðilegs frumustroks og reiknuð út uppsöfnuð tíðni þessara tilfella fyrstu 72 mánuðina eftir síðasta eðlilega frumustrok. Niðurstöður Tafla I sýnir að fram til 1985-1988 var skipu- leg krabbameinsleit umfangsmest á Islandi bæði hvað varðar markhóp og bil milli skoðana (25-29 ára á tveggja til þriggja ára fresti), en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.