Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.11.1999, Blaðsíða 50
896 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 grunn á heilbrigðissviði), Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, febniar 1999, og (ii) Yfirlit yfir skýrslu Lækna- félags íslands (ICMA/1/99). Hinn 17. desember 1998 samþykkti Alþingi íslendinga lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði (nr. 139/ 1998) þar sem lagður er laga- legur grunnur undir starfsemi miðlægs gagnagrunns sem hefur að geyma „heilbrigðis- gögn sem ekki er unnt að rekja til tiltekinna einstak- linga“ úr sjúkraskýrslum sjúk- linga í íslenska heilbrigðis- kerfinu. Tilgreint markmið löggjafarinnar var að heimila stofnun og starfrækslu mið- lægs gagnagrunns til að auka þekkingu í því skyni að bæta heilsu og heilsuþjónustu. Markmið þau sem Heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneyt- ið lagði áherslu á voru sem hér segir: 1) Að bæta þjónustu við sjúk- linga. 2) Að halda kostnaði niðri. 3) Að stuðla að einföldun og aukinni virkni í stjórnun. 4) Að veita skjótari og örugg- ari aðgang að gögnum að því tilskildu að trúnaður við sjúklinga sé tryggður. Gefið yrði út „leyfi“ til einkafyrir- tækis til að starfrækja gagnagrunn samkvæmt ströngum ákvæðum lag- anna. Túlkun ríkisstjórnar íslands á viðeigandi skyldum sam- kvæmt alþjóðalögum er sú að slík lög kveði aðeins á um al- mennar meginreglur og láti einstök aðildarríki um ná- kvæmari útfærslu samkvæmt landslögum; sú skilgreining hvort unnt sé að líta á gögn sem ónafngreind af hálfu rík- isins teljist flokkast undir það sem telja má eðlilegt; og ef nafngreining gagna taki „óeðlilega" mikinn tíma og mannafla beri að líta á gögnin sem „ónafngreind“! Ríkisstjórn Islands komst að þeirri niðurstöðu að gögnin í fyrirhuguðum gagnagrunni á heilbrigðissviði samræmdist viðmiðunum alþjóðalaga. Viðeigandi tilmæli Evrópu- ráðsins heimila rannsóknir þar sem notuð eru nafngreinanleg læknisfræðileg gögn við sér- stakar tilgreindar aðstæður sem gagnagrunnur á heil- brigðissviði mundi fullnægja jafnvel þótt gögnin í honum væru ekki ónafngreind. I til- mælunum er einnig gert ráð fyrir því að nota megi per- sónulegar upplýsingar við rannsóknir í lögmætum til- gangi án „raunverulegs og gilds samþykkis" ef lög mæla fyrir um hinar vísindalegu rannsóknir og þær teljast nauðsynleg ráðstöfun vegna almenns heilbrigðis þjóðar- innar. Ríkisstjóm Islands er þeirrar skoðunar að stofnun og starfræksla gagnagrunns- ins sé skilgreind í lögunum og sé ráðstöfun í þágu almenns heilbrigðis þjóðarinnar jafnvel þótt gögnin í gagnagrunninum teldust persónuleg gögn. Lög um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði væru innan þeirra marka sem ríkið gæti viðurkennt. í rökum Læknafélags Is- lands er viðurkennt vísinda- legt gildi gagnagrunna sem hafa að geyma heilsufarsupp- lýsingar og lífsýni. Læknafé- lag Islands studdi notkun gagnagrunna í rannsóknum svo fremi fyrir hendi væri raunverulegt og gilt samþykki og samkvæmt þeim varúðar- ráðstöfunum sem útskýrðar eru í Helsinkisáttmálanum. Hins vegar var Læknafélag ís- lands þeirrar skoðunar að lög um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði brytu í bága við þau grundvallarlögmál sem sett hafa verið til að heimila notk- un slíkrar auðlindar og á sama tíma að virða sjálfræði og virðingu sjúklinga. Læknafé- lag Islands bendir einkum á eftirtalin áhyggjuefni: 1) Röskun á friðhelgi cinkalífsins Gögnin í gagnagrunnunum voru dulrituð en ekki ónafn- greind. Fyrir hendi var lykill til að tengja nöfn og kóðaðar upplýsingar. Slíkur lykill er mikið notaður til að bæta upp- lýsingum um einstaklinga í gagnagrunninn. Samkvæmt lögunum er unnt að tengja heilsufarsgögn við ættfræði- leg og erfðafræðileg gögn. Slíkt mun breyta eðli hins afar víðtæka gagnagrunns. Hið gríðarmikla magn gagna, sem safnað er saman á einn stað með gölluðum stjómtækjum, telst mikil ógnun við friðhelgi einkalífsins. 2) Röskun á trúnaðar- sambandi sjúklinga og lækna Lögin skylda lækna til að hlíta fyrirmælum stjórnar sjúkrahúsa um að senda trún- aðarupplýsingar úr lækna- skýrslum til sérhvers leyfis- hafa gagnagrunnsins án feng- innar heimildar sjúklings eða án raunverulegs og gilds sam- þykkis hans og án eðlilegs vísindalegs eftirlits. Læknafé- lag Islands lýsir áhyggjum sínum af því að framsal læknaskýrslna til þriðju aðila kunni að stofna í hættu trúnaði milli sjúklinga og lækna sam- kvæmt skilgreiningu í yfirlýs- ingum Alþjóðafélags lækna (WMA) og rnuni annars vegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.