Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 50

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 50
896 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 grunn á heilbrigðissviði), Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, febniar 1999, og (ii) Yfirlit yfir skýrslu Lækna- félags íslands (ICMA/1/99). Hinn 17. desember 1998 samþykkti Alþingi íslendinga lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði (nr. 139/ 1998) þar sem lagður er laga- legur grunnur undir starfsemi miðlægs gagnagrunns sem hefur að geyma „heilbrigðis- gögn sem ekki er unnt að rekja til tiltekinna einstak- linga“ úr sjúkraskýrslum sjúk- linga í íslenska heilbrigðis- kerfinu. Tilgreint markmið löggjafarinnar var að heimila stofnun og starfrækslu mið- lægs gagnagrunns til að auka þekkingu í því skyni að bæta heilsu og heilsuþjónustu. Markmið þau sem Heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneyt- ið lagði áherslu á voru sem hér segir: 1) Að bæta þjónustu við sjúk- linga. 2) Að halda kostnaði niðri. 3) Að stuðla að einföldun og aukinni virkni í stjórnun. 4) Að veita skjótari og örugg- ari aðgang að gögnum að því tilskildu að trúnaður við sjúklinga sé tryggður. Gefið yrði út „leyfi“ til einkafyrir- tækis til að starfrækja gagnagrunn samkvæmt ströngum ákvæðum lag- anna. Túlkun ríkisstjórnar íslands á viðeigandi skyldum sam- kvæmt alþjóðalögum er sú að slík lög kveði aðeins á um al- mennar meginreglur og láti einstök aðildarríki um ná- kvæmari útfærslu samkvæmt landslögum; sú skilgreining hvort unnt sé að líta á gögn sem ónafngreind af hálfu rík- isins teljist flokkast undir það sem telja má eðlilegt; og ef nafngreining gagna taki „óeðlilega" mikinn tíma og mannafla beri að líta á gögnin sem „ónafngreind“! Ríkisstjórn Islands komst að þeirri niðurstöðu að gögnin í fyrirhuguðum gagnagrunni á heilbrigðissviði samræmdist viðmiðunum alþjóðalaga. Viðeigandi tilmæli Evrópu- ráðsins heimila rannsóknir þar sem notuð eru nafngreinanleg læknisfræðileg gögn við sér- stakar tilgreindar aðstæður sem gagnagrunnur á heil- brigðissviði mundi fullnægja jafnvel þótt gögnin í honum væru ekki ónafngreind. I til- mælunum er einnig gert ráð fyrir því að nota megi per- sónulegar upplýsingar við rannsóknir í lögmætum til- gangi án „raunverulegs og gilds samþykkis" ef lög mæla fyrir um hinar vísindalegu rannsóknir og þær teljast nauðsynleg ráðstöfun vegna almenns heilbrigðis þjóðar- innar. Ríkisstjóm Islands er þeirrar skoðunar að stofnun og starfræksla gagnagrunns- ins sé skilgreind í lögunum og sé ráðstöfun í þágu almenns heilbrigðis þjóðarinnar jafnvel þótt gögnin í gagnagrunninum teldust persónuleg gögn. Lög um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði væru innan þeirra marka sem ríkið gæti viðurkennt. í rökum Læknafélags Is- lands er viðurkennt vísinda- legt gildi gagnagrunna sem hafa að geyma heilsufarsupp- lýsingar og lífsýni. Læknafé- lag Islands studdi notkun gagnagrunna í rannsóknum svo fremi fyrir hendi væri raunverulegt og gilt samþykki og samkvæmt þeim varúðar- ráðstöfunum sem útskýrðar eru í Helsinkisáttmálanum. Hins vegar var Læknafélag ís- lands þeirrar skoðunar að lög um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði brytu í bága við þau grundvallarlögmál sem sett hafa verið til að heimila notk- un slíkrar auðlindar og á sama tíma að virða sjálfræði og virðingu sjúklinga. Læknafé- lag Islands bendir einkum á eftirtalin áhyggjuefni: 1) Röskun á friðhelgi cinkalífsins Gögnin í gagnagrunnunum voru dulrituð en ekki ónafn- greind. Fyrir hendi var lykill til að tengja nöfn og kóðaðar upplýsingar. Slíkur lykill er mikið notaður til að bæta upp- lýsingum um einstaklinga í gagnagrunninn. Samkvæmt lögunum er unnt að tengja heilsufarsgögn við ættfræði- leg og erfðafræðileg gögn. Slíkt mun breyta eðli hins afar víðtæka gagnagrunns. Hið gríðarmikla magn gagna, sem safnað er saman á einn stað með gölluðum stjómtækjum, telst mikil ógnun við friðhelgi einkalífsins. 2) Röskun á trúnaðar- sambandi sjúklinga og lækna Lögin skylda lækna til að hlíta fyrirmælum stjórnar sjúkrahúsa um að senda trún- aðarupplýsingar úr lækna- skýrslum til sérhvers leyfis- hafa gagnagrunnsins án feng- innar heimildar sjúklings eða án raunverulegs og gilds sam- þykkis hans og án eðlilegs vísindalegs eftirlits. Læknafé- lag Islands lýsir áhyggjum sínum af því að framsal læknaskýrslna til þriðju aðila kunni að stofna í hættu trúnaði milli sjúklinga og lækna sam- kvæmt skilgreiningu í yfirlýs- ingum Alþjóðafélags lækna (WMA) og rnuni annars vegar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.