Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 81

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 81
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 921 Hugrekki móðir allra dyggða I Tidskrift for den Norske Lœgeforening nr. 8-10 1999 birtust nokkrar greinar um dyggðir og gildi í læknisfræði. I áttunda heftinu var grein eftir Per Fugelli með fyrir- sögn samhljóða fyrirsögn þessarar greinar. Greinin varð höfundi hugstæð vegna þess að hugrekki íslenskra lækna hefur verið dregið í efa í um- ræðunni um gagnagrunninn. Eru íslenskir læknar hugrakk- ir eða eru þeir tækifærissinnar og hugleysingar sem eru til- búnir til að láta undan hótun- um yfirvalda og jafnvel selja aldagömul gildi fyrir aðgang að kjötkötlum gróðafyrir- tækja? En gefum Per Fugelli orðið um stund: „Það þarf hugrekki til að vera læknir. Það þarf hugrekki til að sinna sjúklingn- um með hluttekningu. Að skoða greiningu og meðferð sem einstaklingsbundið við- fangsefni krefst hugrekkis. Hugrekki þarf til að taka ákvarðanir á ótraustum klín- ískum grunni. Það að segja nei við sjúklinga, skriffinna og stjómmálamenn krefst hug- rekkis. Hugrekki þarf til að gagnrýna sjálfan sig og stétt sína. Að opna launhelgar lækn- isfræðinnar fyrir fjölmiðlum, neytendum og samfélaginu krefst hugrekkis. Það þarf hugrekki til að ástunda lækna- siðfræði og læknaheiðarleika á tímum vaxandi markaðs- þrýstings og skrifræðis. Augljóst er að læknar þurfa hugrekki og þessvegna getur það verið mikilvægt að ræða Tæpitungu- laust ✓ Arni Björnsson skrifar hugtakið hugrekki. Hvað hug- rekki er og hvernig við getum örvað hugrekki í læknisstarf- inu og í „Húsi læknisfræðinn- ar“.“ Svo mörg eru orð Fugellis og þau kalla á spurningar um hugrekki íslenskra lækna. Hvaða einkunn fá fyrirrennar- ar okkar, sem horfnir eru af sviðinu, við sem fyrir skömmu höfum lagt frá okkur hnífinn og hlustunarpípuna og þeir sem nú ráða ferðinni um starf og þróun læknisfræðinn- ar í landinu hjá þeim sem erfa munu „Hús læknisfræðinnar“ og þeim sem munu í framtíð- inni leita lausnar á vandamál- um sínum í því húsi? Sá sem þetta ritar hefur á liðnu sumri notað drjúgan tíma til að kynna sér sögu ís- lensku læknastéttarinnar á þessari öld. í því ljósi er fróð- legt að reyna að meta stöðu stéttarinnar gagnvart „móður allra dyggða“, hugrekkinu. Hvað það varðar að tileinka sér nýjungar og notfæra sér þær í þágu sjúklinga virðist mér að læknastéttinni beri sæmileg einkunn fyrir hug- rekki á liðnum árum. Stund- um hefur hugrekkið raunar jaðrað við fífldirfsku en þess ber að gæta að þekkingin var ekki alltaf í réttu hlutfalli við tæknilega getu. Staða ís- lenskrar læknisfræði nú er tæknilega sambærileg við það sem gerist annars staðar og þekkingin er í hlutfalli við tæknigetuna. Hugrekkið bygg- ist því á að nýta þessa getu í þágu sjúklinganna á einstak- lingsgrundvelli og meta árang- urinn með gagnrýnum huga. Hvað þetta snertir virðist mér að íslensk læknastétt geti nú borið höfuðið nokkuð hátt. Þegar kemur að viðskiptum læknastéttarinnar við hand- hafa valdsins og gullsins vakna efasemdir um hugrekki læknastéttarinnar og einstakra meðlima hennar. í síðasta tölublaði Læknablaðsins er viðtal við Þorgerði Einars- dóttur félagsfræðing þar sem hún segir að áhrif og völd ís- lenskrar læknastéttar byggist á veikleika ríkisvaldsins, sem ekki hafi haft neina markaða stefnu um heilbrigðismál. Því sé erfitt að bera stöðu íslenskra lækna saman við stöðu lækna í öðrum löndum þar sem ríkis- valdið er sterkara. Helst hefur reynt á hugrekki stéttarinnar í kjaradeilum og það verður að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.