Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 26
24 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 AIKJNSKIMUN I SYKURSYKI. £ ig IIAGKVÆMNIRANNSÓKNIR. Jóhannes Kári Kristinsson *, Jóhann R. Guðmundsson', Einar Stefánsson', Friðbert Jónasson', IngimundurGíslasonl, Árni V. Þórsson^. Augndeild Landakotsspítala1, Háskóli íslands, Barnadeild LandakotsspítalaÁ Hafið var reglubundið eftirlit (a.m.k. árlega) með augum sykursjúkra á augndeild Landakotsspítala árið 1980. Hlutfall blindra hjá sykursjúkum á íslandi er lágt, eða 1.0% hjá týpu 1 sykursjúkum og 1.6% hjá týpu 2 sykursjúkum. Algengi augnbotnabreytinga er hins vegar svipað og annars staðar. Eftirlit af þessu tagi hefur nokkum kostnað í för með sér og leita þarf leiða til að gera það eins hagkvæmt og unnt er án þess að víkja frá kröfum um öryggi. Hér verður leitað svara við því hvort nauðsynlegt sé að skoða augu sykursjúkra bama með tilliti til sykursýkisskemmda og hvort nægi að skoða sjúklinga án augnbotnabreytinga annað hvert ár. Árið 1993 voru 46 sykursjúk börn í landinu undir 15 ára aldri. Jafnframt var farið í gegnum gögn sykursjúkra á aldrinum 12 til 14 ára sem voru skoðuð á augndeildinni frá 1980 til 1993,44 talsins. Aðeins eitt bam var með augnbotnabreytingar, 14 ára gömul stúlka. Ekkert bam undir 15 ára aldri í dag er með augnbotnabreytingar af völdum sykursýki. Sjúklingum sem voru ekki með sykursýkisskemmdir á tímabilinu júlí 1989 til júní 1990 var fylgt eftir í tvö ár. Tveggja ára nýgengi frá engum augnbotnabreytingar yfir í bakgrunnsbreytingar og preproliferatívar breytingar í 87 sjúklingum með týpu 1 sykursýki var 21% og 2% en 14% og 1% 1118 sjúklingum með týpu 2 sykursýki. Hvergi hefur verið greint frá alvarlegri sjónhimnusýki í börnum undir 12 ára aldri. Mikil aukning verður á nýgengi augnbotnabreytinga milli 13 og 15 ára aldurs. Fundist hefur marktækur munur á uppkomu sykursýkisskemmda meðal bama fyrir og eftir kynþroska. A.m.k. 2 einstaklingar hafa fengið nýæðamyndun í sjónhimnu fyrir kynþroska Ráðlegginar um upphaf augnskimunar í sykursýki hefur hingað til miðast við kynþroska. Mun hentugra er að nota aldur til að ákvarða upphaf skimunar og væri 12 ára aldur hentugur byrjunarreitur. Sykursjúkir einstaklingar án augnbotnabreytinga fara ekki yfir á sjúkdómsstig sem þarfnast meðhöndlunar við á 2 árum. Niðurstöður okkar benda til þess að skoða megi þá sem ekki em með neinar sjónuskemmdir annað hvert ár sem er inntak evrópsku skimunarleiðbeininganna. Þar sem augnskimun er tengd almennri skoðun og eftirliti sykursjúkra kann að vera nægilegt að skoða augu þeirra sem ekki em með sjónhimnusjúkdóm annað hvert ár. Að öðrum kosti er hætta á að sumir sjúklinga detti út úr eftirliti með ófyrirsjáanlegum afleiðingum yrði slíkt fyrirkomulag tekið upp. Marfans heilkenni á Islandi. t tO Einar Örn Einarson1, Haraldur Sigurðsson^, Ragnar Danielsen^ og Einar Stefánsson^. 'Læknadeild Háskóla íslands, ^Augndeild Landakots, ^Lyflækningadeild Landsspítalans. Heilkenni Marfans er bandvefssjúkdómur sem erfist ókynbundið ríkjandi. Hann leggst aðallega á hjarta/æðakerfið, augun og stoðkerfið. Uttekt á Marfans heilkenni hefur aldrei verið framkvæmd á íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga algengi sjúkdómsins á Islandi og dreifingu sjúkdómseinkenna frá augum, hjarta/æðakerfi og stoðkerfi. Fjölskyldusaga hvers sjúklings er könnuð ítarlega og athugað hvort ættartengsl séu á milli fjölskyldnanna. Kannaðar voru sjúkraskrár þeirra sjúklinga sem fengið höfðu greininguna Marfans syndrome (ICD#759.8) ú árunum 1989-1994, á Landsspítala, Landakoti, Borgarspítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Gögn voru fengin frá hjarta-, augn-, barna- og heimilislæknum. Sjúkiingar með ófullnægjandi upplýsingar voru kallaðir inn. Mæld var sjónskerpa og sjónlag og gerð augnskoðun með rauflampa(HS). Framkvæmd hjartahlustun og ómskoðun af hjarta(RD). Jaínlramt var almenn líkamsskoðun gerð og greinargóð ættarsaga tekin(EÖE). Alls voru skoðaðir 22 einstaklingar á aldrinum 7- 71 árs, meðalaldur 30,6 (+17,6 ár) Þar af töldust 17 með öruggt heilkenni Marfans (hópur I) en 5 með líkleg merki þess (hópur 2). Samkvæmt fyrri hópnum er algengi sjúkdómsins 6,5/100.000. Konur voru 9, meðalaldur 26,1 (±14,5 ár) en karlar 8, meðalaldur 28,6 (±18,8 ár). Einkenni frá augum höfðu 14(82%), þar af 11(65%) með hliðrun á augasteini og 10(59%) voru nærsýnir. Enginn hafði fengið sjónhimnulos. Einkenni frá hjarta- og æðakerfi höfðu 11(65%), þar af greindust 6(35%) með míturlokubakfall og 9(53%) með ósæðarrótarvíkkun. Ósæðargúll greindist hjá 2(12%). Allir einstaklingarnir höfðu útlitseinkenni frá stoðkerfi, þ.e. voru hávaxnir, grannir, útlimalangir og með langa granna fingur. Þá voru 7(41%) með fuglsbringu (pectus carinatum). Kviðslit höfðu 6(35%) fengið á lífsleiðinni. Fjölskyldusögu um sjúkdóminn höfðu 12(71%) en 5(29%) virðast vera stakslæð tilfelli. Algengi Marfan heilkennis virðist vera hærra hér en í Bandaríkjunum, 6,5/100.000 á móti 4-6/100.000. Mikilvægt er að finna þessa sjúklinga og fylgja þeim eftir. Meðferðarmöguleikar hafa batnað síðustu ár með framförum í skurðtækni á augn- og hjartagöllum. Ennfremur hefur notkun B-blokkara til að hægja á ósæðarrótarvíkkun gefið góða raun. Erfðaráðgjafar er þörf fyrir fjölskyldur með Marfan heilkennið og einnig mikilvæg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.