Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 111

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 111
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 101 KVIKSJÁRAÐGERÐIR Á "RISA-PARA-ESOPHAGEAL" HAULUM Margrét Oddsdóttir"1, Astalfo Kranco, William Laycoch, Patric Varing og John Hunter. Dcpt.of Surgery. Hmory University Hospital, Atlanta, Georgia. "’Handlækningadeild Landspítalans. "Paraesophageal" haular eru fremur sjaldgæfir en geta orðið lífshættulegir. "Sliding hiatus" haular eru yfirleitt greindir með bakllæðissjúkdómi og hægt er að lagfæra þá með aðgerð um kviðsjá. Hér birtist reynsla okkar á aðgerðum við "risa-paraesophageal" haula, gerðar á svipaðan máta. Tíu sjúklingar, 6 karlmenn og 4 konur, með innklemmda "paraesophageal" haula voru teknir til aðgerðar á tímabilinu febrúar 1993 til apríl 1994. Meðalaldur var 60.4 ár (bil 38-81). Með því að nota finim holstingi var maginn dreginn niður i kviðarholið, herniu-sekkurinn Ijarlægður, þindaropið lokað með saumum í crura og að lokum gerð laus en stutt fundoplication. Meðalaðgerðartíminn var 282 mínútur (bil 165-430 minútur). Það tókst að framkvæma allar aðgerðirnar um kviðsjá. í einu tilfelli kom gat á magann eftir griptöng og var það lagaði með heftibyssu. Allir sjúklingarnir þoldu aðgerðina vel og voru sendir heim 2-5 dögum el'tir aðgerð. Hjá fyrsta sjúklingnunt var herniu-sekkurinn ekki fjarlægður, en hann kom aftur 2 vikum seinna með kyngingarörðugleika og vökvasöfnun í mcdiastinum. Einkenni hans hurfu þó án nokkurrar meðferðar. Einn sjúklingur hefur væga kyngingarörðugleika af og til en vélindamynd sýnir að fundoplicationin hans ltefur að hluta til færst upp í thorax. Einn sjúklingur kom með versnandi kyngingarörðugleika 5 mánuðum eftir aðgerð og 24ra tíma pH mæling sýndi talsvert bakflæði. Vélindamynd sýndi að fundoplicationin hefði færst að hluta til upp í thorax. Þessi sjúklingur var tekinn til enduraðgerðar 16 mánuðum eftir þá fyrstu og hefur liðið vel síðustu 5 mánuði. "Paraesophageal" haula er hægt að laga með aðgerð um kviðsjá með því að beita sömu aðgerðartækni og í opinni aðgerð. lífeðlisleg SVORUN SYKURSJÚKRA VIÐ ANDLEGUM ÁLAGSVERKEFNUM Gunnlaugur Ólafsson, Eiríkur Örn Arnarson, Lórður Harðarson, Ástráður Hreiðarsson, Ragnar Danielsen og Jóhann Axelsson. Rannsóknastofa í lífeðlisfræði og Landspítali Skemmdir í ósjálfráða taugakerfinu er einn af alvarlegri fylgikvillum sykursýki. Rannsóknir hafa sýnt að allt að 40 % sykursjúkra, sem hafa verið nteð sjúkdóminn í 10 ár eða lengur hafa skerta taugastarfsemi. Afleiðing þessara skemmda er meðal annars röskun í stjórn ósjálfráða taugakerfisins á starfsemi hjarta-og æðakerfis. Það skýrir að hluta hina auknu áhættu hjarta-og æðasjúkdóma meðal sykursjúkra. Engin ein aðferð hentar til að meta skemmdir í ósjálfráða taugakerfinu. Því þótti vert að athuga hvort mælingar á lífeðlislegri svörun við stöðluðu andlegu álagi gæti komið að gagni við mat a stigvaxandi taugaskemmdum. Rannsakaðir voru 40 sykursjúkir (insúlin- háðir) frá göngudeild og 20 einstaklingar í viðmiðunarhópi. Úrtakið samanstóð af körlum á aldrinum 20-50 ára. Sykursjúkum er skipt í þrjá hópa eftir lengd sjúkrasögu. Lagðir voru fyrir sálfræðilegir kvarðar. Mæld var lífeðlisleg svörun við 4 álagsverkefnum á tölvu, sem vekja mismunandi ósjálfráð viðbrögð. Þessi verkefni, ásamt gagnasöfnunar-og úrvinnsluforritum eru frá Pittsburgh-háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknir þar hafa staðfest áreiðanleika þessara aðferða við að greina einstaklingsmun í álagssvörun hjarta-og æðakerfis. Skráðar voru sex samfelldar lífeðlislegar breytur. Þrjár þeirra eru nýttar til að meta stjórnun á starfsemi hjarta þ.e. hjartarafrit (ECG), hjartahljóðrit (PCG), hjartaviðnámsrit(ZCG) frá skráningarskautum á brjóstholi. Aðrar þrjár til að meta sympatíska stjórnun á blóðflæði til útlims þ.e. mælingar á húðviðnámi, blóðflæði og blóðþrýstingi frá fingrum annarar handar. Hópamir voru bornir saman með tilliti til mælinga á stjómun blóðflæðis. Hjartsláttar-og blóðþrýsdngs-breytileiki var notaður við mat á virkni flökkutaugar og svörun þrýstinema. Einnig var athuguð fylgni sálfræðilegra kvarða við álagssvörun. Eftirfarandi sálfræðilegir kvarðar voru notaðir: Andúð (MMPI-Hosíility), kvíði (Beck's Anxiely Inventory), depurð (Beck's Depression Inventory), streituvamir (Coping Styie Scale) og lífshættir (Health Habits).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.