Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 32
30 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 HEFUR FLÆÐILINAN MINNKAÐ ÁLAGSEINKENNI MEÐAL FISKVINNSLUFÓLKS Hulda Ólafsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson. Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins og Rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði, Háskóla íslands. Inngangur Fyrri rannsókn sem gerð var fyrir tilkomu flæðilínunnar sýndi að álagseinkenni eru tíðari meðal fiskvinnslufólks en annarra íslendinga. Flæðilína er kerft færibanda sem flytur hráefnið að og frá starfsmönnum. Fyrstu flæðilínur voru teknar upp eftir 1987. Ástæða þótti til að reyna að meta með nýrri rannsókn hvort dregið hefði úr álagseinkennum starfsmanna með tilkomu flæðilína. Efni og aðferðir í þversniðsrannsókn sem gerð var 1987 á álageinkennum fiskvinnslufólks var notaður spurningalisti sem sendur var heim til þátttakenda. Árið 1993 var sami spurningalisti sendur til 811 starfsmanna í ellefú fiskvinnsluhúsum. Auk spurninga um álagseinkenni var spurt um vinnuaðstæður og vinnutíma. 323 konur sögðust vinna við flæðilínu. Við flæðilínu er unnið við að snyrta og pakka fiski en þetta hafa lengi verið verkefni kvenna í fiskvinnslu, einnig áður en flæðilínan var tekin upp. Flæðilína léttir flutning á fiskinum þannig að minna þarf að lyfta og bera en áður, en jafnframt verður vinnan einhæfari. Við flæðilínu er hægt að stilla vinnuhæð og sitja eða standa við vinnuna. Tíðni álagseinkenna hjá konum sem unnu við flæðilínu var borin saman við tíðni álagseinkenna hjá konum úr rannsókninni á fiskvinnslufólki frá 1987. Munur á algengi verkja síðustu 12 mánuði var reiknaður með hlutfallslegum samanburði með Mantel-Haenszel jöfnu. Niðurstöflur Tíðni einkenna hjá konum sem unnu við flæðilínu var hærri en hjá öðrum. Þetta gilti um einkenni frá olnbogum, úlnliðum, efri hluta baks, mjóbaki, höfði og fingrum. Þær sem unnu við flæðilínu höfðu síður verki frá herðum, hnjám og ökklum. Áhættuhlutfallið var hæst fyrir olnboga og fingur, 1.96 og 1.69 sem hvort tveggja var tölfræðilega marktækt á 5% stigi. Afrnr á móti var áhættuhlutfallið lægst fyrir ökkla 0.66, marktækt á 5% stigi. Ályktanir Það hafa orðið breytingar á álagseinkennum meðal fiskvinnslukvenna með tilkomu flæðilína. Þetta gæti stafað af því að vinnuaðstæður við flæðilínuna haf) dregið úr álagi á ökkla en vegna aukinnar einhæfni hafi álag aukist á fingur og olnboga. SJÓMENNSKA LEIÐIR TIL SLYSAHÆTTU E 32 UTAN VINNUSTAÐARINS? Hólmfríður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson. Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins og Rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði, Háskóla Islands. INNGANGUR Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvort sjómönnum sé hættara við slysum í landi en öðrum körlum. EFNI OG AÐFERÐIR Þetta er aftursýn hóprannsókn. Við fylgdumst með 27 884 félögum í Lífeyrissjóði sjómanna. Hjá sjóðnum lágu fyrir upplýsingar um hvaða ár var byrjað að greiða fyrir menn í sjóðinn og hvenær hætt og mismunur þessara ára var talinn starfstími. Fylgitímanum var skipt í þrennt: Fyrst var tíðni dánarslysa athuguð frá fyrstu greiðslu og meðan greitt var fyrir mennina í sjóðinn, síðan fyrsta árið eftir að greiðslum lauk og í þriðja lagi var byrjað að fylgjast með tíðni dauðaslysa hjá mönnunum ári eftir að hætt var að greiða til sjóðsins. Viðmiðunargildi voru reiknuð á grundvelli mannára í fimm ára aldurshópum á hverju ári á rannsóknartímanum margfaldað með dánartölum hvers dánarmeins á hverju ári fyrir íslenska karla. Hlutfallið milli tölu dáinna og viðmiðunartalnanna eða staðlaða dánarhlutfallið var reiknað ásamt 95% öryggismörkum. NIÐURSTÖÐUR Dánarhlutföllin vegna sjóslysa voru há á öllum þrem tímabilunum. Þau voru einnig há vegna ýmissa annarra slysa eftir að hætt var að greiða fyrir menn í sjóðinn og átti það einkum við um bílslys og flokkinn önnur slys. ÁLKTANIR Dánartíðni vegna slysa sem ekki voru skráð sem sjóslys var ekki marktækt hækkuð á árunum þegar mennimir voru í lífeyrisjóðnum. Eftir að greiðslum lauk í lífeyrissjóðinn var dánartíðnin hins vegar há vegna þessara slysa. Við teljum að háar dánartölur vegna slysa eftir að greiðslum lauk til sjóðsins, og flestir mannanna voru komnir i land, gefi vísbendingu um að áhætta í starfi geti leitt til áhættuhegðunar utan vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.