Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 32
30
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
HEFUR FLÆÐILINAN MINNKAÐ
ÁLAGSEINKENNI MEÐAL
FISKVINNSLUFÓLKS
Hulda Ólafsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson.
Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins og
Rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði, Háskóla íslands.
Inngangur
Fyrri rannsókn sem gerð var fyrir tilkomu
flæðilínunnar sýndi að álagseinkenni eru tíðari meðal
fiskvinnslufólks en annarra íslendinga. Flæðilína er
kerft færibanda sem flytur hráefnið að og frá
starfsmönnum. Fyrstu flæðilínur voru teknar upp
eftir 1987. Ástæða þótti til að reyna að meta með
nýrri rannsókn hvort dregið hefði úr álagseinkennum
starfsmanna með tilkomu flæðilína.
Efni og aðferðir
í þversniðsrannsókn sem gerð var 1987 á
álageinkennum fiskvinnslufólks var notaður
spurningalisti sem sendur var heim til þátttakenda.
Árið 1993 var sami spurningalisti sendur til 811
starfsmanna í ellefú fiskvinnsluhúsum. Auk
spurninga um álagseinkenni var spurt um
vinnuaðstæður og vinnutíma. 323 konur sögðust
vinna við flæðilínu.
Við flæðilínu er unnið við að snyrta og pakka fiski
en þetta hafa lengi verið verkefni kvenna í
fiskvinnslu, einnig áður en flæðilínan var tekin upp.
Flæðilína léttir flutning á fiskinum þannig að minna
þarf að lyfta og bera en áður, en jafnframt verður
vinnan einhæfari. Við flæðilínu er hægt að stilla
vinnuhæð og sitja eða standa við vinnuna.
Tíðni álagseinkenna hjá konum sem unnu við
flæðilínu var borin saman við tíðni álagseinkenna hjá
konum úr rannsókninni á fiskvinnslufólki frá 1987.
Munur á algengi verkja síðustu 12 mánuði var
reiknaður með hlutfallslegum samanburði með
Mantel-Haenszel jöfnu.
Niðurstöflur
Tíðni einkenna hjá konum sem unnu við flæðilínu
var hærri en hjá öðrum. Þetta gilti um einkenni frá
olnbogum, úlnliðum, efri hluta baks, mjóbaki, höfði
og fingrum. Þær sem unnu við flæðilínu höfðu síður
verki frá herðum, hnjám og ökklum. Áhættuhlutfallið
var hæst fyrir olnboga og fingur, 1.96 og 1.69 sem
hvort tveggja var tölfræðilega marktækt á 5% stigi.
Afrnr á móti var áhættuhlutfallið lægst fyrir ökkla
0.66, marktækt á 5% stigi.
Ályktanir
Það hafa orðið breytingar á álagseinkennum meðal
fiskvinnslukvenna með tilkomu flæðilína. Þetta gæti
stafað af því að vinnuaðstæður við flæðilínuna haf)
dregið úr álagi á ökkla en vegna aukinnar einhæfni
hafi álag aukist á fingur og olnboga.
SJÓMENNSKA LEIÐIR TIL SLYSAHÆTTU
E 32 UTAN VINNUSTAÐARINS?
Hólmfríður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson.
Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins og
Rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði, Háskóla Islands.
INNGANGUR
Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvort
sjómönnum sé hættara við slysum í landi en öðrum
körlum.
EFNI OG AÐFERÐIR
Þetta er aftursýn hóprannsókn. Við fylgdumst með 27
884 félögum í Lífeyrissjóði sjómanna. Hjá sjóðnum
lágu fyrir upplýsingar um hvaða ár var byrjað að
greiða fyrir menn í sjóðinn og hvenær hætt og
mismunur þessara ára var talinn starfstími.
Fylgitímanum var skipt í þrennt: Fyrst var tíðni
dánarslysa athuguð frá fyrstu greiðslu og meðan greitt
var fyrir mennina í sjóðinn, síðan fyrsta árið eftir að
greiðslum lauk og í þriðja lagi var byrjað að fylgjast
með tíðni dauðaslysa hjá mönnunum ári eftir að hætt
var að greiða til sjóðsins. Viðmiðunargildi voru
reiknuð á grundvelli mannára í fimm ára aldurshópum
á hverju ári á rannsóknartímanum margfaldað með
dánartölum hvers dánarmeins á hverju ári fyrir
íslenska karla. Hlutfallið milli tölu dáinna og
viðmiðunartalnanna eða staðlaða dánarhlutfallið var
reiknað ásamt 95% öryggismörkum.
NIÐURSTÖÐUR
Dánarhlutföllin vegna sjóslysa voru há á öllum þrem
tímabilunum. Þau voru einnig há vegna ýmissa
annarra slysa eftir að hætt var að greiða fyrir menn í
sjóðinn og átti það einkum við um bílslys og flokkinn
önnur slys.
ÁLKTANIR
Dánartíðni vegna slysa sem ekki voru skráð sem
sjóslys var ekki marktækt hækkuð á árunum þegar
mennimir voru í lífeyrisjóðnum. Eftir að greiðslum
lauk í lífeyrissjóðinn var dánartíðnin hins vegar há
vegna þessara slysa. Við teljum að háar dánartölur
vegna slysa eftir að greiðslum lauk til sjóðsins, og
flestir mannanna voru komnir i land, gefi vísbendingu
um að áhætta í starfi geti leitt til áhættuhegðunar utan
vinnu.