Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Qupperneq 24

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Qupperneq 24
22 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 E 15 AHRIF FJÖLLIÐA Á CÝKLÓDEXTRÍNFLÉTTUN LYFJA. Hafrún Friöriksdóllir, Anna M Sigurðardótlir, Þorsteinn Loftsson. Rannsóknarstofa í lyfjafræöi lyfsala við Suðurgötu. Háskóli Islands. Það er vel þekkt í lyfjaiðnaðinum að burðarefni geti haft áhrif á fléttumyndun milli lyfs og hjálparefnis. Vitað er að fjölliður geta myndað fléttur með yfirborðsvirkum efnum. Fléttur af yfirborðsvirkum efnum og fjölliðum eins og t.d. fléttur af pólývínílpyrrólídóni (PVP) og natríumlárýlsulfati hafa meiri áhrif á leysanleika efna en ef PVP eða natríumlárýlsúlfat eru notuð sitt í hvoru lagi. Markmiðið með þessari rannsókn var að athuga hvaða áhrif fjölliður hafa á fléttumyndun milli lyfja og cýklódextrína. Athuguð voru áhrif þess á leysanleika lyfja að nota blöndu af fjölliðum og cýklódextrfnum f stað þess að nota cýklódextrín ein sér, áhrif þess á stöðugleika lyfja hafa einnig lítillega verið athuguð. Áhrif fjölliða á frásog lyfja í gegn um húð og homhimnu hafa einnig verið rannsökuð. Niðurstöður þessara rannsókna eru að með því að nota blöndu af fjöliiðum og cýklódextrínum er hægt að auka leysanleika fituleysanlegra lyfja meira, en ef cýklódextrín eða fjölliður eru notuð sitt í hvoru lagi. Einungis þarf lítið magn af fjölliðunum til þess að ná þessum árangri, t.d. er leysanleiki hýdrókortisóns í 10% (w/v) 2HP-B-CD og 0.l%(w/v) PVP 49% meiri en ef einungis er notað 10% (w/v) HP-B-CD, leysanleiki acetazólamíðs er 56% rneiri og leysanleiki ekónazóls er 12% meiri. Svipaðar niðurstöður fengust fyrir önnur lyf og einnig ef aðrar fjölliður s.s. natríumkarboxý- methýlcellulósi (CMC) eða hýdroxiprópýlmethýlcellulósi (HPMC) voru notaðar í stað PVP. Sama gildir fyrir önnur afbrigði af cýklódextrínun. Áhrif HP-B-CD á flæði hýdrókortisóns í gegnum húð hárlausra músa hafa verið rannsökuð. Burðarefnið sem notað var innihélt ntismunandi styrk af HP-B-CD með og án 0.25%(w/v) PVP, styrkur hydrókortisóns var alltaf sá sami 1.6%(w/v). I veikustu cýklódextrínlausnunum var einungis hluti af hydrókortisóninu uppleyst en með vaxandi cýklódextrín- styrk jókst leysanleiki hydrókortisóns. Flæði hydrókortisóns jókst með vaxandi cýklódextrínstyrk, (það er í samræmi við aukningu á uppleystu hydrókortisón magni) en þegar allt hydrókortisónið var uppleyst minnkaði flæðið , þa var yfirmagn af cýclódextríni til staðar í lausninni. I þeim lausnum sem innihéldu líka PVP var flæði hydrókortisóns meira en ef bara var notað cýklódextrín. Flæði hýdrókortisóns úr 10%(w/v) HP-B- CD og 0.25%(w/v) lausn var u.þ.b. 2.5 sinnum hraðara í gegn um húð hárlausra músa en ef bara var notað 10%(w/v) HP-B-CD sem burðarefni. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar fyrir önnur cýklódextrínafbrigði og eru niðurstöðurnar sambærilegar. Áhrif 0.1%(w/v) HPMC í blöndu með HP-B-CD á flæði dexametazóns í gegnum hornhimnu mannsaugna voru svipuð þ.e. flæðið jókst marktækt ef miðað var við sama styrkleika af dexametazóni. Ályktun sem hægt er að draga af þessum rannsóknum eru þær að með því að nota blöndur af fjölliðum og cýklódextrínum er hægt að komast af með minna magn af cýklódextrínum til'þess að leysa upp sama magn af fituleysanlegum lyfjum. Einnig er hægt að auka aðgegni (a.m.k.) sumra barkstera í gegn um lffrænar himnur með því að nota blöndu af fjölliöum og cýklódextrínum sem burðarefni í stað þess aðnota einungis cýklódextrín. RAFLIFEÐLISFRÆÐILEC; OG E 16 SKYNFRÆÐILEO ATHUGUN Á ÆTTGENGRI SJÓNU- OG ÆÐUVISNUN Þór Eysteinsson, Friðbert Jónasson, og Vésteinn Jónsson. Rannsóknastofa H.I. í lífeðlisfræði, og Augndeild Landakotsspítala. Ættgeng sjónu-og æðuvisnun (helicoidal peripapillary chorioretinal degeneration) er augnsjúkdómur sem sennilega á sér upprunna á íslandi (Sveinsson, 1939, 1979). Um er að ræða visnun er teygir sig frá sjóntaug. Til þess að greina betur þær starfrænu breytingar sem verða í þessum sjúkdómi höfum við athugað 15 sjúklinga með raflífeðlisfræðilegum og skynfræðilegum (psychophysical) aðferðum. Til samanburðar hafa þessar athuganir einnig verið gerðar á fjölda fólks með eðlilega sjón. Augnrit (EOG) var skráð með aðfcrð Arden ofl (1962). Þessi mæling gefur vísbendingar um starfræn tengsl litþekju (pigment epithelium) og ljósnema. Sjónhimnurit (ERG) var skráð milli húðskauta ofan við augabrýr og hornhimnuskauta sem svar við ljósertingum Þessi mæling gefur mynd af svörun ljósnema, Muller fruma og taugafruma í sjónhimnu. Lögð voru fyrir Ishihara og Farnsworth D-15 litaskynspróf. Rökkuraðlögun var mæld með þröskuldsmælingu fyrir 500nm ljósi í 30 mín. Niðurstöður voru að litaskyn var eðlilegt í öllunt sjúklingum, og einnig rökkuraðlögun. Ljósris EOG var fyrir neðan eðlileg niörk (185%) í öllum sjúklingum, nema 4 augu voru eðlileg og jafnframt sýndu þau eðlilegt ERG. Sjúklingum má skipta í 3 meginhópa að því er snertir ERG. Fjórir sjúklingar sýndu eðlileg ERG að spennu og dvöl. Fimm sjúklingar sýndu ERG svör ýmist rétt við eða fyrir neðan eðlileg mörk að því er snertir spennu, en eðlilega dvöl. Sex sjúklingar sýndu verulega lækkað ERG að spennu, bæði a- og b- bylgju, og seinkaða dvöl b-bylgju í sumum tilfellum. Enginn marktækur munur var á meðalhlutfalli a- og b- bylgju (b/a hlutfall) milli hópanna. Allir sjúklingar sýndu einhvert ERG svar við öllum ljósertingum, og lækkun í ERG er ekki tengt stöfum eða keilum sérhæft. Almennt benda þessar niðurstöður til að litþekja (pigiment epithelium) verður fyrir starfrænum truflunum í þessum sjúkdómi á undan sjónhimnu, sem getur starfað nokkuð vel þrátt fyrir verulegar sjáanlegar skemmdir í augnbotni. Enginn marktæk seinkun verður í dvöl a-bylgju ERG, þrátt fyrir verulega lækkun spennu, sem bendir til að ljósnemar í óskemmdum svæðum svari eðlilega við Ijósi, og eðlileg rökkuraðlögun bendir til að eðlileg endurmyndun diska verði í þeim. Boðflutningur frá ljósnemum, að svo miklu leiti sem b-bylgja er mat á það, virðist eðlilegur frá óskemmdum svæðum nema á síðari stigum sjúkdómsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.