Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 42
38 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 GILDI ÆXLISGRÁÐU OG S-FASA MÆLINGA C 47 VIÐ MAT Á HORFUM SJÚKLINGA MEÐ BRJÓSTAKRABBAMEIN. Bjarni A. Agnarsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Helgi Sigurðsson. Rannsóknastofu Háskólans f meinafiræði og Krabbameinslækningadeild Landspítalans. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga gildi æxlisgráðu og hlutfalls æxlisfrumna í S-fasa við mat á horfum sjúklinga með brjóstakrabbamein. Skoðuð voru öll brjóstakrabbamein sem greindust á íslandi á árunum 1981- 1984 en þau voru 319 talsins. Brjóstakrabbamein af ífarandi ductal gerð reyndust vera 259 eða 81% af æxlunum og voru þau æxli síöan athuguð frekar. Tveir meinafræðingar lögðu mat á gráðu æxlis og ennfremur var athugað hver stærð æxlis væri og hvort meinvörp hefðu fundist í holhandareitlum. Jafnframt var DNA innihald (ploidy status) og S-fasa hlutfall mælt með flæðigreiningu (flow cytometry). Góð dreifing var á æxlunum með tilliti til æxlisgráðu og voru þannig 29% æxla af gráðu I, 39% af gráðu II og 32% af gráðu III. Æxlunum var skipt (tvo hópa samkvæmt miðtölu S-fasa hlutfalls, þ.e. hóp með S-fasa gildi sem voru lægri en 7% og hóp með S-fasa gildi sem voru 1% eða hærri. Marktæk samsvörun (correlation) reyndist vera milli S-fasa hlutfalls og gráðu æxlis (p<0.0001). Nokkur samsvörun var milli æxlisgráðu og stærðar æxlis (< 2cm >) (p=0.04), en ekki var marktæk samsvörun milli æxlisgráðu og meinvarpa í holhönd. Við einþátta tölfræðilegt mat (univariate analysis) kom í ljós að bæði S- fasa mælingar og æxlisgráða gáfu marktækar upplýsingar (p<0.0001 og p<0.007) um horfur sjúklinganna, en lifunarkúrfur fyrir gráður II og HI voru svipaðar. Vegna þessa voru sjúklingar með æxli af gráðum II og III sameinaðir í einn hóp við fjölþátta mat á horfum. Með fjölbreytugreiningu Cox var athugað hvaða þættir höfðu sjálfstætt gildi við mat á horfum sjúklinganna (overall survival) og reyndust það vefa æxlisgráða, S-fasa hlutfall, æxlisstærð og meinvörp í holhönd. DNA innihald (ploidy) haföi ekki sjálfstætt forspárgildi. Þessar niðurstöður benda til þess að ákvörðun æxlisgráðu svo og S-fasa mælingar geti gefið mikilvægar upplýsingar þegar meta á horfur sjúkhnga með brjóstakrabbamein. Með því að nota þessa þætti er hægt að auka nákvæmni við mat á horfum umfram það sem fæst með hefðbundinni TNM stigun, en hún byggir fyrst og fremst á mati á æxlisstærð og athugun á meinvörpum í holhandareitlum. F 40 Brjóstakrabbameinsættir með háa c tíðni krabbameina 1 blöðruhálskirtli: Tengsl eða tilviljun? Rósa B. Barkardóttir. Guðrún Jóhannesdóttir, Júlíus Guðmundsson, Valgarður Egilsson, Aðalgeir Arason, Jón Þór Bergþórsson. Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að um 5% brjóstakrabbameina séu tilkomin vegna erfða. Við höfum leitað tengsla milli brjóstakrabbameina og ákveðinna litningasvæða í ættum með háa tíðni brjóstakrabbameins. Markmið rannsóknanna er staðsetning gena sem hafa áhrif til myndunar brjóstakrabbameinsæxla. Nokkrar ættanna sem við höfum haft til rannsókna eru einnig með háa tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli. Spurningin er því hvort sömu áhættugenin eru að verki við æxlismyndun í þessum líffærum. Mörg þeirra gena sem hafa áhrif til æxlismyndunar eru svokölluð æxlisbæligen. Þegar þessi gen óvirkjast opnast möguleiki á myndun æxlisfrumu. Oft gerist það með því að geniö og erfðaefnið kringum það tapast úr æxlisfrumunni. Hægt er aö greina slíkar breytingar í erfðaefni æxlisfrumna með samanburði við erfðaefni heilbrigðs vefjar úr sama sjúklingi. í leit okkar að áhættugeni brjósta- og blöðruhálskirtilsæxla höfum við beitt tvenns konar aðferðum við ættarrannsóknirnar: a) Tengslagreiningu, en hún gengur út á að kanna fylgni milli ákveðinna litningasvæða og þess að fá æxli í áðurnefnd líffæri. b) Rannsóknir á tíðni erfðabrenglana á viðkomandi litningasvæðum í æxlum ættarmeðlimanna. Við höfum kannað 4 litningasvæði með um 20 erfðamörkum. Niðurstöður okkar benda til að í ættlægu formi sjúkdómanna geti sömu gen haft áhrif til æxlismyndunar í brjósti og blöðruhálskirtli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.