Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 42
38
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
GILDI ÆXLISGRÁÐU OG S-FASA MÆLINGA
C 47 VIÐ MAT Á HORFUM SJÚKLINGA MEÐ
BRJÓSTAKRABBAMEIN.
Bjarni A. Agnarsson, Jón Gunnlaugur Jónasson,
Helgi Sigurðsson. Rannsóknastofu Háskólans f
meinafiræði og Krabbameinslækningadeild Landspítalans.
Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga gildi æxlisgráðu
og hlutfalls æxlisfrumna í S-fasa við mat á horfum
sjúklinga með brjóstakrabbamein. Skoðuð voru öll
brjóstakrabbamein sem greindust á íslandi á árunum 1981-
1984 en þau voru 319 talsins. Brjóstakrabbamein af
ífarandi ductal gerð reyndust vera 259 eða 81% af
æxlunum og voru þau æxli síöan athuguð frekar.
Tveir meinafræðingar lögðu mat á gráðu æxlis og
ennfremur var athugað hver stærð æxlis væri og hvort
meinvörp hefðu fundist í holhandareitlum. Jafnframt var
DNA innihald (ploidy status) og S-fasa hlutfall mælt með
flæðigreiningu (flow cytometry).
Góð dreifing var á æxlunum með tilliti til æxlisgráðu og
voru þannig 29% æxla af gráðu I, 39% af gráðu II og 32%
af gráðu III. Æxlunum var skipt (tvo hópa samkvæmt
miðtölu S-fasa hlutfalls, þ.e. hóp með S-fasa gildi sem
voru lægri en 7% og hóp með S-fasa gildi sem voru 1%
eða hærri. Marktæk samsvörun (correlation) reyndist vera
milli S-fasa hlutfalls og gráðu æxlis (p<0.0001). Nokkur
samsvörun var milli æxlisgráðu og stærðar æxlis (< 2cm
>) (p=0.04), en ekki var marktæk samsvörun milli
æxlisgráðu og meinvarpa í holhönd. Við einþátta
tölfræðilegt mat (univariate analysis) kom í ljós að bæði S-
fasa mælingar og æxlisgráða gáfu marktækar upplýsingar
(p<0.0001 og p<0.007) um horfur sjúklinganna, en
lifunarkúrfur fyrir gráður II og HI voru svipaðar. Vegna
þessa voru sjúklingar með æxli af gráðum II og III
sameinaðir í einn hóp við fjölþátta mat á horfum.
Með fjölbreytugreiningu Cox var athugað hvaða þættir
höfðu sjálfstætt gildi við mat á horfum sjúklinganna
(overall survival) og reyndust það vefa æxlisgráða, S-fasa
hlutfall, æxlisstærð og meinvörp í holhönd. DNA innihald
(ploidy) haföi ekki sjálfstætt forspárgildi.
Þessar niðurstöður benda til þess að ákvörðun æxlisgráðu
svo og S-fasa mælingar geti gefið mikilvægar upplýsingar
þegar meta á horfur sjúkhnga með brjóstakrabbamein. Með
því að nota þessa þætti er hægt að auka nákvæmni við mat
á horfum umfram það sem fæst með hefðbundinni TNM
stigun, en hún byggir fyrst og fremst á mati á æxlisstærð
og athugun á meinvörpum í holhandareitlum.
F 40 Brjóstakrabbameinsættir með háa
c tíðni krabbameina 1 blöðruhálskirtli:
Tengsl eða tilviljun?
Rósa B. Barkardóttir. Guðrún Jóhannesdóttir,
Júlíus Guðmundsson, Valgarður Egilsson,
Aðalgeir Arason, Jón Þór Bergþórsson.
Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði.
Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að
um 5% brjóstakrabbameina séu tilkomin
vegna erfða. Við höfum leitað tengsla milli
brjóstakrabbameina og ákveðinna
litningasvæða í ættum með háa tíðni
brjóstakrabbameins. Markmið rannsóknanna
er staðsetning gena sem hafa áhrif til
myndunar brjóstakrabbameinsæxla. Nokkrar
ættanna sem við höfum haft til rannsókna
eru einnig með háa tíðni krabbameins í
blöðruhálskirtli. Spurningin er því hvort
sömu áhættugenin eru að verki við
æxlismyndun í þessum líffærum.
Mörg þeirra gena sem hafa áhrif til
æxlismyndunar eru svokölluð æxlisbæligen.
Þegar þessi gen óvirkjast opnast möguleiki á
myndun æxlisfrumu. Oft gerist það með því
að geniö og erfðaefnið kringum það tapast úr
æxlisfrumunni. Hægt er aö greina slíkar
breytingar í erfðaefni æxlisfrumna með
samanburði við erfðaefni heilbrigðs vefjar
úr sama sjúklingi.
í leit okkar að áhættugeni brjósta- og
blöðruhálskirtilsæxla höfum við beitt tvenns
konar aðferðum við ættarrannsóknirnar:
a) Tengslagreiningu, en hún gengur út á að
kanna fylgni milli ákveðinna litningasvæða
og þess að fá æxli í áðurnefnd líffæri.
b) Rannsóknir á tíðni erfðabrenglana á
viðkomandi litningasvæðum í æxlum
ættarmeðlimanna.
Við höfum kannað 4 litningasvæði með um
20 erfðamörkum. Niðurstöður okkar benda
til að í ættlægu formi sjúkdómanna geti
sömu gen haft áhrif til æxlismyndunar í
brjósti og blöðruhálskirtli.