Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 100

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 100
90 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 HNÍSLASÓTT OG EIMERIA TEGUNDIR V 21 í SAUÐFÉ Á ÍSLANDI. Kolbeinn Reginsson og Sigurður H. Richter. Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum. Hníslar (Eimeria spp.) eru einfrumungar (gródýr) sem fjölga sór í þarmafrumum í meltingar- vegi ýmissa dýra. Hníslategundirnar eru mjög hýsilbundnar og misskæðar. í lömbum geta hníslar valdið niðurgangi og jafnvel dregið þau til dauða. Fullorðið fé myndar aftur á móti ónæmi og veikist ekki. Smit kemur yfirleitt af beitilandi þar sem hnísl- arnir geta lifað í marga mánuði, jafnvel ár. Hníslar eru mjög algengir í sauðfó á íslandi. Þeir finnast í mestu magni í 2-4 vikna gömlum lömbum í byrjun sumars, þegar beitt er þröngt í nágrenni bæjanna. Fjöldi hnísla í grammi saurs getur náð milljónum og oft verður hníslasóttar vart. Yfir sumarið er sauðféö aftur á móti á mun rýmra beitilandi, hníslafjöldinn í saur minnkar verulega og hníslasóttar verður ekki vart. Á haustin er fénu yfirleitt safnað saman á sömu beitilöndin í nágrenni bæjanna og næstu 1-2 mánuði fjölgar hníslunum í g saurs, oft upp í hundruð þúsunda, og stundum verður hníslasóttar vart. Yfir veturinn minnkar hníslafjöldinn í lömbunum. í fullorðnu fé er fjöldi hnísla í g saurs oftast lítill, aðeins nokkur hundruð, en hækkar örlftið í byrjun sumars og seint á haustin, samtímis hækkun í lömbunum. (1) Mjög lítiö hefur verið kannað hvaða tegundir Eimeria finnast í sauðfé á íslandi og ekkert hefur verið um það birt. I nóvember 1993 voru tekin saursýni úr sex (7 mánaða gömlum) lömbum og í byrjun júní 1994 úr tveimur (mánaöar gömlum lömbum) á sama stað í nágrenni Reykjavíkur. Heildarfjöldi hnísla í g saurs í hverju lambi var talinn og hníslum safnað úr sýnunum, bæði fyrir og eftir grómyndun. Hníslarnir voru mældir, önnur greiningaratriði skoðuð og ein- tök af hverri tegund Ijósmynduð. Hlutfall einstakra tegunda var metið (nóvember) eða talið (júm"). Alls fundust 10 tegundir hnísla. Þær voru Eimeria ahsata, E. bakuensis, E. crandallis, E. faurei, E. granulosa, E. intricata, E. ovinoidalis, E. pallida, E. parva og E. weybridgensis. Tíðni margra tegundanna var mjög misjöfn eftir árstímum. Bendir það til að árstíðabundinn og/eða ónæmistengdur munur sé í tíðni þeirra. Aðeins eru þekktar 12 tegundir hnísla í sauðfé f heiminum (2). Með tilliti til þess hve fá lömb voru rannsökuð, og öll á sama stað, þá er það athyglivert að 10 þessara tegunda fundust í þessari rannsókn. 1. Siguröur H. Richter og Matthías Eydal: Sauöfjárbeit og hníslasótt. Freyr 1985, 81, 8, pp 304-307. 2. Barutzki D. & R. Goethe. Zur Kokzidienfauna der Schafe: Artdifferenzierung der Oozysten. Wien. tierárztl. Mschr.1988, 75, 12, pp 494-498. AGÐAN BUCEPHALOIDES V 22 GRACILESCENS í ÞORSKI VIÐ ÍSLAND Sigurður Helgason, Slavko Bambir, Matthías Eydal. Tilraunastöð H.í. í meinafræði að Keldum. Leitað var að sýkingum í heila 207 þorska (Gadus morhua), sem voru veiddir á Breiðafirði, við Vestmannaeyjar, út af Stöðvarfirði, vestur af Reykjanesi og skammt suður af Krýsuvíkurbjargi. Þessi könnun er hluti af stærra rannsóknarverkefni á sjúkdómum í þorski hér við land. Klasar af hjúplirfum (metacercaria-stig) ögðunnar Bucephaloides gracilescens (Digenea) fundust á yfirborði heila þriggja fiska (Krýsuvíkurbjarg). Með vefjaskoðun greindust ögðulirfur, að líkindum B. gracilescens, í heilahimnu og í taugum fjögurra annarra fiska (Reykjanes og Krýsuvíkurbjarg). í heilahimnu sáust depilblæðingar og bjúgmyndun og lirfur þrýstu á heila. Hugsanlegt er að hjúplirfur sem þrýsta á heila valdi hegðunarbreytingum hjá fiskum og þeir verði þá auðveldari bráð. Þetta er í fyrsta skipti sem agðan B. gracilesces er greind við ísland. Lífsferill B. gracilescens er eftirfarandi: Fullorðinsstig er í skötusel (Lophius piscatorius). Fyrsti millihýsill er samloka af tegundinm Abra alba. Annar millihýsill eru fiskar af þorskaætt (Gadidae) og lýsingaætt (Merlucciidae). Ögðulirfurnar setjast að í heila og taugum þessara fiska. Þaðan berast þær í lokahýsil. Útbreiðsla ögðunnar takmarkast af útbreiðslu skötuselsins, þ.e. í austanverðu Atlantshafi og aðlægum hafsvæðum, þ.m.t. Barentshafi og Miðjaröarhafi. í Eystrasalti finnst hvorki agðan né skötuselur. Erlendar rannsóknir benda til þess að útbreiðsla B. gracilescens sé meiri en samlokunnar A. alba. Hún er á grunnsævi, en hefur ekki fundist hér við land, heldur tvær skyldar tegundir sem geta lifað á meira dýpi: A. prismatica (ýsuskel) og A. nitida (lýsuskel). Fundur B. gracilescens hér feliur ekki a6 útbreiðslu samlokunnar A. alba. Þetta rennir traustari stoðum undir þá hugmynd að fleiri samlokutegundir séu millihýslar hennar. (Styrkt af Rannsóknaráði ríkisins, Umhverfisráðuneyti og Sparisjóði Vestmannaeyja).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.