Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 105
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
95
Framleiðsla visnuveiru proteina.
Björg Rafnar, Gregory J. Tobin, Sigurbjörg
Þorsteinsdóttir, Matthew A. Gonda.
Laboratory of Cell and Molecular Structure,
Frederick, MD, U.S.A. og Tilraunastöö Háskóla
íslands í meinafræði, Keldum.
Visnuveiran er lentiveira af flokki retroveira og er
skyld HIV. í íslenskum kindum veldur veiran
heilabólgu. Allar lentiveirur hafa svipaða skipan á
erfðaefni. Þær hafa gen fyrir byggingarprótein,
kjarnaprótein (gag) og hjúpprótein (env), fyrir hvata
(pol) og stjórnprótein.
Tilgangur þessa verkefnis var að klóna visnu
byggingargenin, gag og env, framleiða og hreinsa
afurðir þeirra. Sýkingarhæfur, klónaður og
raðgreindur visnuveiru stofn KV1772 kv72/67 var
notaður sem genagjafi. Til gena-tjáningar var
notuð skordýraveiran baculoveira er vex og tjáir
aðskota prótein í Sf-9 skordýrafrumum.
Gag: Allt gag skráningarsvæði (coding region) KV
1772 kv 72/67 var margfaldað með PCR aðferð.
Afurðin var klónuð inn í pBacPac 1 genaferju og
búin til endurröðuð (recombinant) veira, B29, sem
tjáir forstigs Gag prótein. Einnig var gerð önnur
endurröðuð veira, B38, þar sem í stað 5 fyrstu
aminosýranna í Gag próteini visnuveiru voru settar
5 fyrstu aminosýrur úr Gag proteini HIV. Á
rafeindasmásjármyndum af frumum, sýktum með
þessum endurröðuðu veirum, sáust knappskot
V 31
(budding) agna, er líkjast veirum, af yfirborði
frumanna út í ofanvökva og í umfrymið. Munur var
á byggingu agna B29 og B38. Agnir voru
grófhreinsaðar úr ofanvökvanum og notaöar sem
væki í prótein þrykki (Western blot). Mótefni í sermi
visnu sýktra kinda, einstofna mótefni og fjölklóna
músa mótefni úr kviðarholsvökva gegn visnuveiru
bundust sérhæft próteinum en munur var á
afurðum veiranna tveggja. Á þrykki B29 sáust tvö
bönd u.þ.b. 50 kD og eitt band u.þ.b. 35 kD að
stærð. Á þrykki B38 var, auk 35 kD bandsins,
aðeins eitt 50 kD band, sem virtist ekki af sömu
stærð og gag-prótein B29.
Env: A sama máta var gerð endurrööuð veira er
tjáir Env forstigsprótein visnuveiru að því
undanskildu að í stað forraðar (signalpeptide)
visnu veiru var sett forröð músa gamma inteferons.
Env próteinið var tjáð í frumuhimnu Sf-9 fruma sem
sýktar voru með endurröðuðu veirunni. Mótefni í
sermi visnu sýktra kinda bundust sérhæft 100 kD
próteini í þessum frumuhimnum.
Þessi prótein verða nýtt til að nánari rannsaka
meingerð veirusýkingarinnar, til sjúkdóms-
greiningar og þróunar bóluefnis.
SAMEINDAERFÐAFRÆÐILEG GREINING Á
SJALDGÆFUM RHESUS BLÓÐFLOKKI. V 32
Ólafur Jcnsson1 og Ben Carrit2
1 Erfðafræðideild Blóðbankans, Landspítalinn, Rcykjavík.
2Medical Research Council, Human Biochemical
Genetics Unit, University College London.
Gen nokkurra blóðflokka hafa verið einangruð á
undanförnum árum og raðgreind. Meðal þeirra eru gen
ABO og Rhesus blóðflokkakerfa sem skipa sérstakan sess
í blóðflokkafræði vegna mikilvægis þeirra við lækningar.
Með erfðatæknigreiningu fást mun nákvæmari upp-
lýsingar um blóðflokkaarfgerð einstaklingsins og getur
það haft mikla þýðingu við úrlausn ákveðinna vandamála
þar sem blóðflokkar koma við sögu. Nýlegar framfarir í
erfðatæknigreiningu Rhesusblóðflokka er lærdómsríkt
Jæmi um gagnsemi þessarar tækni (1).
I grein 1983 (2) var lýst tveim konum, sem greindust
arfhreinar í óvenjulegum Rhesus blóðflokki, -D-/-D-. Það
vantaði CcEe setið í genasamsteypuna D CcEe, sem erfist
sem heild með örfáum undantekningum. Tök voru á að
greina Rh blóðflokka hjá nokkrum ættmennum annarrar
konunnar og jafnframt tókst að sýna fram á skyldleika
foreldra hennar, sem voru þremenningar.
Sýni úr konunni og tveimur börnum hennar voru send
til London 1993 til sameindaerfðafræðilegrar greiningar á
Rhesusarfgerðinni. Nidurstaðan var, að konuna skortir
algerlega Rliesus CcEe gen og hálfur skammtur af DNA
CcEe gens kemur fram í rafdráttarmynstri hjá börnum
hennar. Þetta er því skýrt dæmi um útfellingu í Rh CcEe
geni. Niðurstaðan er áhugaverð þar sem áþekkar
svipgerðir Rhesusflokks frá Frakklandi, Þýskalandi og
Englandi höfðu sýnt eðlileg Rh CcEe gen. Áhrif
stjórnunargena eru líka talin geta valdið því að engin
tjáning verður á Rh mótefnavökum.
Menn eru flokkaðir Rh jákvæðir eða neikvæðir eftir
því hvort próf ftnna hjá þeim Rh D mótefnavaka eða ekki.
Rhesus blóðflokkakerfið er flókið og um 50 Rh mótefna-
vakar þess, sem greinst hafa með mótefnum, endurspegla
Rh svipgerðir eða Rh prótein í frumuhimnu, sem táknar í
tveim Rh genum, D og CcEe, stýra myndun á (1).
Nú er hægt að greina Rh blóðflokka tveggja mánaða
fósturs með erfðatækni. Ná má legtotusýni til rannsóknar
ef áhættusamt er talið að móðir gangi með, sem myndað
hefur Rh mótefni gegn blóðkornum barns síns. Nota má
sömu tækni til að auka upplýsingagildi Rhesuskerfisins í
barnfaðernismálum (2) og réttarlæknisfræði. Tæknin er
líka mjög gagnleg við rannsókn ýmissa sjaldgæfra Rh
arfgerða í mannfræðilegri erfðafræði.
1. Mouro I, Colin Y, Chérif-Zahar B, Cartron J-P & Le
Van Kim C. (1993) Molecular genetic basis of the human
Rhesus blood group system. Nature Genetics 5:62-65.
2. Ólafsdóttir S, Jensson Ó, Thordarson G, &
Sigurðardóttir S. (1983) An unusual Rhesus haplotype,
-D-, in Iceland. Forensic Science International 22: 183-
187.