Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 62

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 62
56 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 _ __ BOTNLANGATAKA MEÐ KVIÐSJÁ EÐA C 83 OPIN AÐGERÐ? FRAMSÝN SLEMBI- RANNSÓKN. Auður Smith, Tómas Guðbjartsson, Höskuldur Kristvinsson, Tómas Jónsson, Jónas Magnússon. Handlækningadeild Landspítala, Læknadeild HI. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að botnlangataka með kviðsjá er örugg og auðveld aðgerð. Þrátt fyrir taisverðan fjölda rannsókna hefur ekki sannast að kviðsjáraðgerð sé betri en hefðbundin aðgerð hjá sjúklingum með bráða botnlangabólgu. Dregið er í efa að nýja aðgerðin sé fjárhagslega hagkvæm enda hefðbundin botnlangataka fljótleg og einföld. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman aðgerðartíma, sjúkrahúslegu og vinnutap eftir opna eða lokaða aðgerð. Gerð var framsýn slembuð samanburðarrannsókn á botnlangatöku með kviðsjá og hefðbundinni aðgerð á handlækningadeild Landspítala. Alls greindust 40 sjúklingar (> 15 ára) kiínískt með botnlangabólgu á 15 vikna tímabiii og völdust 20 sjúklingar til opinnar aðgerðar og 20 til kviðsjáraðgerðar. Meðalaldur og kynjaskipting var áþekk í hópunum tveimur. Lagt var mat á fylgikvilla, aðgerðartíma, sjúkrahússdvöl og vinnutap eftir aðgerð. Sjúklingar sem gengust undir kviðsjáraðgerð voru komnir fyrr til vinnu (7 dagar, miðtala) en þeir sem fóru í opna aðgerð (10 dagar). Lítill munur var á lengd sjúkrahússdvalar eða 2 dagar fyrir kviðsjárhópinn en 3 dagar fyrir þá sem fóru í opna aðgerð. Fylgikvillar voru óverulegir í báðum hópunum en aðgerðatími var lengri við kviðsjáraðgerðirnar (75 mín.vs. 45 mín.). Kviðsjáraðgerð á botnlanga er örugg aðgerð. Legudagar eru enn óverulega færri en eftir opna aðgerð. Hins vegar koma sjúklingar mun fyrr til vinnu. Enn sem komið er tekur kviðsjáraðgerð lengri tíma. Við teljum kviðsjáraðgerð álitlegan valkost fyrir sjúklinga með bráða botnlangabólgu, ekki síst í tilvikum þar sem vafi leikur á greiningu. E 84 kviðsjáraðgerðir við nárakvið- SLITI. FYRSTA REYNSLA A F LANDSPÍTALANUM. Tómas Guðbjartsson, Tómas Jónsson, Höskuldur Krislvinsson, Jónas Magnússon. Handlækningadeild Lsp., Læknadeild H.í. Síðasta áratug hafa kviðsjáraðgerðir rutt sér til rúms við skurðaðgerðir á kviðarholi, sérstaklega við aðgerðir á gallblöðru. Fyrsta kviðsjáraðgerðin við nárakviðsliti var framkvæmd fyrir rúmum áratug en síðustu ár hefur tækni við þessar aðgerðir tekið örum breylingum og árangur að sama skapi batnað. Samkvæmt erlendum rannsóknum eru helstu kostir kviðsjáraðgerðanna færri veikindadagar og fylgikvillar. Einnig hefur því verið haldið fram að endurtekin kviðslit séu færri en þau eru allt að 15-20% eftir hefðbundna kviðslitsaðgerð. Tilgangur rannsóknarinnar er að gera grein fyrir reynslu okkar á Lsp. af fyrstu kviðsjáraðgerðunum við nárakviðsliti. Á 12 mán. límabili (apríl '93 - mars '94) gengust 11 sjúkl. (8 karlar og 3 konur, meðalaldur 47 ár) undir kviðsjáraðgerð við nárakviðsliti á handlækningadeild Lsp. Alls var um 13 kviðslit (hernia ing.) að ræða, 10 direct og 3 indirect., en tveir sjúkl. voru með kviðslit báðum megin. Fjórir sjúkl. höfðu farið í aðgerð áður sömu megin áður, þar af tveir tvívegis. Við aðgerðirnar var kviðslitssekkurinn fjarlægður í gegnum kviðarhol. Síðan var bót úr gerviefni lögð yfir kviðslitið og loks lífhimnan heft saman yfir bótinni (TAPP= transabdominal preperitoneal repair). Niðurstöður voru eftirfarandi (n=l 1 sjúkl.): Aðgerðartími: 95 mín (bil 40-140) Legudagar: 1 dagur (bil 1-3 d.) Frá vinnu: 8 dagar (bil 7-35 d.) Fylgikvillar: í aðgerð; 0 síðkomnir; bólga (2),verkir (1), endurtekið kviðsl. (1) Við ályktum að hér sé um tæknilega örugga og vel framkvæmanlega aðgerð að ræða. Hún er tímafrek og dýr vegna einnota verkfæra. Legutími er stuttur og sjúklingar komnir fljótt til vinnu. í dag eru ábendingar aðgerðarinnar ekki á hreinu og þörf er á frekari rannsóknum, ekki síst með tilliti til tíðni endurtekinna kviðslita. Þó virðist kviðsjáraðgerð fýsilegur valkostur hjá sjúklingum með kviðslit báðum megin og hjá þeim sem hafa endurtekið kviðslit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.