Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 88

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 88
80 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 SAMDRÁTTUR í SLEGLI ROTTUHJARTA: V 1 SAMBAND ADRENERGRAR ÖRVUNAR, FÆÐUFITU OG ALDURS. Guðrún V. Skúladótlir og Magnús Jóhannsson. Raunvísindastofnun og Rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóla íslands. Adrenerg örvun leiðir til hærri samdráttarkrafts í hjartavöðva tilraunadýra og er aukningin mest hjá ungum dýrum. Adrenergir viðtakar eru umluktir fitusýrum í frumuhimnu, og fitusýrur í fæðu hafa áhrif á samsetningu fitusýra í frumuhimnum hjartans. Lífefnafræðilegar rannsóknir gefa til kynna, að bindi- eiginleikar adrenergra viðtaka í frumuhimnu séu háðir: I) gerð fitusýra í fæðufitu, sem ákvarðar fitusýruumhverfi viðtakanna, og 2) aldri tilraunadýra. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna, hvort gerð fitusýra í fæðufitu og aldur hefðu áhrif á lífeðlisfræðilega svörun hjartavöðva við adrenergri örvun. Notaðir voru sepavöðvar (papillary) úr hægri slegli hjarta 4, 12 og 27 mánaða gamalla rotta. Hverjum aldurshópi fyrir sig var skipt niður í þrjá fæðuhópa. Einn hópur fékk ófitubætt fóður (Ófitub.), annar fékk fóður bætt 10% jurtaolíu (n-6 fitusýrur) og þriðji hópurinn fékk fóður bætt 10% lýsi (n-3 fitusýrur). Sepavöðva var komið fyrir í líffærabaði, og áhrif sérhæfðra <n- og þ-adrenvirkra efna, fenýlefrins og ísoprenalíns, á samdráttarkraft vöðvans voru könnuð. Eftirfarandi tafla sýnir, að í 4 mánaða gömlum dýrum (n=6-I0) hafði gerð fæðufitu áhrif á aukningu (meðaltal±SE, %) samdráttarkrafts við örvun með fenýlefríni (PE, 50 /<M) eða ísóprenalíni (Iso, 5 /<M). Fóður Ófitub. Jurtaolíub. Lvsisb. PE 42.2±10.5 28.6±4.5 76.9±15.5 Iso 110.8±I8.0 47.3±11.6 105.2±22.6 Aukning (%) í samdráttarkrafti sepavöðva 12 og 27 mánaða dýra á ófitu- og lýsisbættu fóðri var svipuð og hjá dýrum fóðruðum á jurtaolíu, en hjá síðast nefnda hópnum reyndist enginn marktækur munur vera á milli aldurshópa. Niðurstöður gefa til kynna, að gerð fitusýra í fæðufitu og aldur hafi áhrif á lífeðlisfræðileg viðbrögð (samdrátt) hjartavöðva við adrenergri örvun. Aldursháðu áhrifin eru í samræmi við niðurstöður annarra, en áhrif gerð fitusýra í fæðufitu hafa lítið verið könnuð. SLETTVOÐVAFRUMUR I HEILAÆÐUM SJUKL- V 2 INGA MEÐ ARFGENGA HEILABLÆÐINGU. María G. Hrafnsdóttir, Hannes Blöndal og Finnbogi R. Þormóðsson. Rannsóknarstofa í líffærafræði, Læknadeild Háskóla Islands. A Islandi er þekktur arfgengur mýlildisæðasjúkdóm- ur, arfgeng heilablæðing, þar sem sjúkdómsferillinn einkennist af endurteknum heilaáföllum snemma á ævinni og síðan dauða af stórfelldri heilablæðingu fyrir miðjan aldur. Sjúkdómurinn kemur fram vegna mýlildissöfnunar í æðaveggi sem veldur annars vegar lokun æða og drepi í heilavefnum og hins vegar blæðingu. Mýlildisútfelling- arnar einkennast af stökkbreyttu formi próteinsins cystatin C þar sem á einum stað í cystatinsameindinni er komin aminósýran glutamine í stað leucin. Hvar eða hvernig mýlildið er myndað er óþekkt. Hugsanlegar uppsprettur þess eru blóð, innanþelsfrumur æða, peri- vasculerfrumur, átfrumur og sléttvöðvafrumur. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hugsanlegan þátt slétt- vöðvafruma í myndun cystatin C mýlildis í heilaæðum viö arfgenga heilablæðingu. Vefjasneiðar úr formalínhertum heilavef voru litaðar með hefðbundnum litunaraðferðum og ónæmis- vefjafræðilegum aðferðum. Gerðar voru þrjár mótefna- litanir á raðskornum sneiðum þar sem litað var með mótefnum gegn cystatin C á einni sneið, von Willenbrands þætti (factor VIII) á annarri sneið og fyrir alfa-actini á þriðju sneiðinni. Auk þess voru sneiðar tvílitaðar, annars vegar fyrir cystatin C og hins vegar fyrir alfa-actini eða von Willenbrands þætti . Við mótefna- litanimar voru notaðar tvær aðferðir. Biotin-Avidin aðferðin við fjölstofna mótefnin cystatin C og von Willenbrands þátt, en með einstofna mótefni gegn alfa-actini var litaö með APAAP aðferð (Alkaline Phosphatasa Anti-Alkaline Phosphatasa). Litun með sérhæfðu mótefni gegn alfa aclini sléttvöðvafruma sýnir að í veggjum æða sem mesta hafa mýlildissöfnunina eru sléttvöðvafrumur horfnar og eftir stendur aðeins sterk litun fyrir cystatin C. I æðum þar sem sléttvöðvafrumur eru enn til staðar er mýlildið í mjög nánum tengslum við vöðvafrumurnar, inni á milli og umhverfis þær. Eru þær þannig mismikið á kafi í aðskotaefninu. Þetta er svipað afstöðu sléttvöðvafruma og B-próteinmýlildis í æðabreytingu við Alzheimer sjúkdóm. I æðum þar sem er tvöfaldur gangur eða rof, fylgja gjaman innanþelsklæddum blóðgangi æðanna nokkrar frumur eða örþunnt frumulag. Eðli þessara fruma hefur verið óþekkt en þær sýna jákvæða svörun við alfa actin mótefni. Utlit frumukjarnanna bendir til meiri virkni þeirra en vöðvafrumanna annars staðar í veggnum. Ætlunin er að skilgreina þessar frumur frekar með öðrum vöðvasérhæfum mótefnum. Ut frá þeim niðurstöðum sem liggja fyrir má álykta að náið samband sé milli sléttvöðvafruma og cystatin C útfellinga í æðaveggjum og að innanþelsfrumurnar séu lítt eða ekkert snortnar af hinum sjúklegu breytingum. Styrkt af Rannsóknarsjóði H.í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.