Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 101
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
91
agðan cryptocotyle lingua fundin
I DÝRUM VIÐ ÍSLAND.
Matthías Eydal, Brynja Gunnlaugsdóttir, Karl
Skírnisson. Tilraunastöð Háskóla Islands í meina-
Læði að Keldum.
Nýlega fannst agðan Cryptocotyle lingua
(Digenea) í fyrsta sinn hér á landi þegar fullorðins-
stlg sníkjudýrsins greindist í villtum refum (1). Þetta
var óvæntur fundur þar eð ekki hafði orðið vart við
lirfustig tegundarinnar (móðurlirfur, halalirfur,
hjúplirfur) í millihýslum (sniglum, fiskum) hér við
land. I lífsferli ögðunnar eru fjörusniglar fyrstu
millihýslar, sjávarfiskar næstu_ millihýslar og oftast
eru fuglar (máfar) lokahýslar. Útbreiðsla ögðunnar í
N-Atlantshafi hefur verið talin takmarkast við
útbreiðslu fjörusnigilsins Littorina littorea, en hann
finnst ekki við ísland.
Árið 1993 var hafin leit að lirfustigum ögðunnar
í íslenskum fjörusniglum (tveim Littorina tegund-
um) og í fiskum (níu tegundum) af grunnsævi. í roði
fiska myndast alláberandi svartir blettir um hjúp-
lirfur. Ennfremur var athugað hvort máfar hýstu
fullorðinsstig sníkjudýrsins.
Móðurlirfur og halalirfur C. lingua fundust í
fjörusniglinum Littorina obtusata (þangdoppa).
Sýkingartíðni var lág (2%) en mikili lirfufjöldi var í
hverjum sýktum snigli. Hjúplirfur (umluktar svörtum
blettum) hafa fundist í nokkrum fisktegundum
veiddum í fjörum; marhnút (Myoxocephalus
scorpius), sandkola (Limanda limanda), ufsa
(Poitachius virens) og bleikju (Saiveiinus alpinus).
Tíðni sníkjudýrsins í þessum fiskum var á bilinu
10% til 36% en sýkingar voru litlar. Hjúplirfur hafa
enn ekki fundist í fiskum veiddum á meira dýpi.
Fullorðnar ögður hafa fundist í meltingarvegi fimm
máfategunda; svartbaki (Larus marinus) 71 %
sýkingartíðni, silfurmáfi (L. argentatus) 67%,
hvítmáfi (L hyperboreus) 36%, bjartmáfi (L.
giaucoides) 25% og sílamáfi (L. fuscus) 10%.
Sýkingarhæfni C. lingua halalirfa úr íslenskum
þangdoppum var athuguð með því að útsetja
hornsíli (Gasterosteus aculeatus) fyrir lirfusmiti.
Lirfurnar tóku sér bólfestu í uggum og roði sílanna
og mynduðu dæmigerðar hjúplirfur.
Sú ályktun er dregin af þessum niðurstöðum
að agðan C. lingua Ijúki lífsferli sínum hér við land
og sé því útbreiddari í N-Atlantshafi en áður var
talið. Einnig að agðan sé ekki eingöngu bundin við
útbreiðslu snigilsins L. littorea.
Rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði H.í.
1. K. Skírnisson, M. Eydal, E. Gunnarsson and P.
Hersteinsson. Parasites of the arctic fox (Alopex lagopus)
in lceland. Journal of Wildlife Diseases 1993; 29: 440-446.
beiting erfðatækni til endurbóta á
framleiðslu bóluefnis og mótefna-
SERMIS GEGN BETA EITURPRÓTEINI
CLOSTRIDIUM PERFRINGENS.
Valgerður Steinþórsdóttir, Vala Friðriksdóttir,
Olafur S. Andrésson, Mirja Raitio, Matti Sarvas,
Eggert Gunnarsson. Tilraunastöð H.í. í meinafræði
að Keldum og KTL, Helsinki.
Clostridium perfringens sýklar framleiða
mörg mismunandi eiturprótein sem valda
sjúkdómseinkennum í mönnum og dýrum og geta
sum þeirra verið banvæn. Á Tilraunastööinni að
Keldum hafa í mörg ár verið framleidd bóluefni og
mótefnasermi gegn C. perfringens sýkingum í
sauðfé og nýlega var hafinn útflutningur á mótefna-
sermi til Danmerkur. Megintilgangur þessarar
rannsóknar var að beita erfðafræðilegum
aðferðum til að bæta framleiðslu á mótefnasermi
og bóluefni og staðla mótefnamælingar.
Gen beta eiturpróteinsins úr C. perfringens
týpu C var einangrað og raðgreint og flutt í gena-
ferju í E. coli. í þessari ferju er genið tjáð sem
samrunaprótein sem auðvelt er að einangra frá
öðrum próteinum bakteríunnar. Lífvirkni samruna-
Próteinsins var prófuð í músum án nokkurra
sýnilegra áhrifa. Fjölstofna mótefni gegn samruna-
Próteininu voru framleidd í kanínum, og reyndust
bæði næm og sérvirk í "Western blotti" á floti af C.
perfringens. Mótefnasermið hindrar virkni beta
eiturpróteinsins þegar serminu er blandað við
banvænan skammt af eitrinu áður en því er
sprautað í mýs.
Beta samrunapróteinið sem framleitt var í E.
coli hefur ekki eiturvirkni og kemur því ekki að
gagni við athuganir á lífvirkni próteinsins. Auk
þess er það framleitt í of litlu magni til að nýtast
beint í bóluefni eða til mótefnaframleiðslu. Af
þessum ástæðum var gen beta eiturpróteinsins
ferjað inn í Bacillus subtilis í ferju sem stýrir
seytingu próteinsins í utanfrumuvökvann. Fyrstu
niðurstöður sýna að villigerð próteinsins er ekki
framleidd með þessum hætti en stökkbreytt afbrigði
er framleitt og flutt út í flotið.
I þessu verkefni hefur tekist að framleiða
beta eiturprótein aðskilið frá öðrum próteinum C.
perfringens og einnig hafa verið framleidd sérvirk
kanínumótefni gegn því. Hvort tveggja er mikil-
vægt við stöðlun framleiðslu bóluefna og mótefna-
serma og gerir kleift að mæla sérstaklega styrk
beta eiturpróteins og mótefna gegn því. Vitað er
að þessi mótefni eru mikilvægur hluti af verndandi
mótefnasvari. Sérvirk mótefni eru auk þess gagn-
leg tæki við frekari rannsóknir á beta eiturprótein-
inu. Stökkbreytt afbrigði beta eiturpróteinsins hefur
verið framleitt í B. subtilis og gæti nýst í framtíðinni
við framleiðslu bóluefnis og mótefnasermis.