Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 36 27 TSH 48,8 og 69,5. Rp. týroxín 1 tbl. á dag. TH-gildi voru endurmetin 7. maí, ófullnægjandi uppbót og Tx aukið í 0,15 mgxl. Enn mælt 26. maí og staðfest hæfileg uppbót. Engin bót á almennri líðan nema það að höfuðverkir hurfu. Mælt var úr sermi 26. maí kortisól, sem reyndist 16,0 mM/L og ónæmis- fræðileg úttekt var gerð. TgAb var jákvætt, en öll önnur mótefni neikvæð. Skoðun: Sjúklingur er hávaxinn (182 cm), grannholda (75,8 kg) (82-88 venjulega) fölur og veiklulegur. BÞ 112/70, liggjandi og standandi. Að öðru leyti ekkert markvert. Ætt: Systir með „multiple autoimmune endo- crinopathy" og fleiri ættmenni með ónæmisbrengl- unarkvilla. Mæling trópískra hormóna sýndu eðlileg gildi FSH, LH, PRL og VH. J Runnsóknir (í júníbyrjun): TS-z myndir af heila- dingli, nýrnahettum og skjaldkirtli sýndu eðlilegar nýrnahettur og heiladingul, en skjöldung rýran, 10- 11 mm í þvermál. Synacthenpróf sýndi nær frost- marksgildi aldo og kortisóls fastandi (8:20), en 30 og 60 mínútna gildin þre- og tífölduðust. ACTH sýni fastandi: <10 ng/L. Acton prolongatum im í þrjá daga olli hækkun kortisóls í 364 mM/. Dexa- metasón meðferð hófst 4. júní, 0,5+0,25 mg dag- lega. Sjúklingi bráðbatnaði. í september var gert CRF-próf. ACTH fyrir og eftir örvun var ómælanlegt. I desember fór fram TRF-próf, sem sýndi algera bælingu TSH. grunn- gildi <0,005, en lágmarkshækkun eftir 30 og 60’ eða 0,026 og 0,016. PRL reyndist eðlilegt í grunn og við örvun Ferlið er dulinn hyperthýroidismus, sem staðfest- ist 17. febrúar, en dvínar hratt og 24. mars er 1° hýpóthýreósa staðreynd, en undir mallar 2° hýpó- adrenalismus. Örvunarpróf í júní leiða í ljós andar- slitraviðbrögð nýrnahettna, í ágúst staðfestist að kortikótrópar eru þurrir og í desember finnst að sama gildir um thýrótrópa. Viðlíka tilfelli fundust ekki í gagnabönkum. E-8. Forklínísk vanstarfsemi skjald- kirtils, þróun á níu ára tímabili Erna Björnsdóttir*, Nikulás Sigfússon**, Peter Laurberg***, Ástráður B. Hreiðarsson*,**** Frá *námsbraut í lyfjafrœði Hl, **Rannsóknarstöð Hjartaverndar, ***Dpt. of Endocrinology Aalborg Hospital, ****lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Lítið er vitað um þróun forklínískr- ar vanstarfsemi skjaldkirtils án meðferðar. Þróast ástandið með árunum yfir í klínískan sjúkdóm, ef ekkert er að gert, eða lagast það sjálfkrafa? Við rannsókn hjá Hjartavernd árið 1988 á 100 manna hópi fólks um 68 ára að aldri reyndust 18 einstak- lingar hafa forklíníska vanstarfsemi skjaldkirtils, það er hækkun á sermi TSH (>4 mU/L) en eðlilegt sermi T4. Markmiðið með rannsókn þessari var að reyna að svara ofangreindri spurningu með því að kanna afdrif þessara einstaklinga nú tæpum áratugi síðar. Efniviður og aðferðir: Eftirrannsókn var gerð hjá 17 af þeim 18 einstaklingum, sem höfðu mælst með hækkað TSH 1988 (ein kona hafði látist) og til samanburðar hjá 25 af þeim sem höfðu haft eðlilegt TSH. Niðurstöður: Af þeim sem upphaflega voru með forklíníska vanstarfsemi á skjaldkirtli höfðu þrjár konur (18%) greinst með klíníska vanstarfsemi á tímabilinu og voru komnar á meðferð með skjald- kirtilshormónum. Sjö einstaklingar (40%) reyndust vera áfram með hækkað TSH og af þeim voru tvær konur komnar með klíníska vanstarfsemi, það er hátt TSH og lágt T4 í sermi. Alls voru því 10 ein- staklingar (60%) með merki um meiri eða minni vanstarfsemi skjaldkirtils. TSH mældist hins vegar innan eðlilegra marka hjá sjö einstaklingum (40%) sem upphaflega höfðu haft hœkkað gildi. Því hærra sem upphaflegt gildi TSH (>8 mU/L) var, því meiri líkur voru á þróun yfir í klíníska van- starfsemi skjaldkirtils. Einnig virtist hækkun á skjaldkirtilsmótefnum auka líkurnar á versnun yfir í klínískan sjúkdóm. Marktæk fylgni var milli hás TSH og hás kólesteróls í sermi (p<0,05). Af þeim 25 einstaklingum, sem upphaflega voru með eðlileg TSH gildi, höfðu þrjár konur (12%) greinst með vanstarfsemi skjaldkirtils á tímabilinu og voru komnar á meðferð með skjaldkirtilshorm- ónum, en enginn úr þessum hópi mældist með hækkað TSH við eftirrannsóknina. Alyktanir: Forklínísk vanstarfsemi skjaldkirtils þróast yfir í klínískan sjúkdóm einungis hjá hluta einstaklinga (30% í þessari rannsókn), en hjá hluta gengur ástandið til baka eða stendur í stað. TSH >8 mU/L og hækkun á mótefnum auka líkur á þróun yfir í klíníska vanstarfsemi. E-9. Vanstarfsemi skjaldkirtils og notk- un skjaldkirtilshormóna á Islandi Erna Björnsdóttir*, Gunnar Sigurðsson**,***, Nikulás Sigfússon**, Helgi Sigvaldason**, Astráð- ur B. Hreiðarsson*,**** Frá *námsbraut í lyfjafrœði HÍ, **Rannsóknarstöð Hjartaverndar, ***lyflœkningadeild Sjúkraluíss Reykjavíkur, ****lyflœkningadeild Landspítalans Markmiö rannsóknarinnar var að fá hugmynd um algengi og nýgengi vanstarfsemi skjaldkirtils á Islandi með könnun á notkun skjaldkirtilshormóna. Efniviður og aðferðir: Könnuð voru gögn 9139 karla og 9773 kvenna, sem mœttu í fyrstu fimm áfanga hóprannsóknar Hjartaverndar á árunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.