Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 31 time for which the serum concentration of cefurox- ime remained above the MIC (90) values for the key pathogens suggests that cefuroxime 15mg/kg bid should eradicate bacterial pathogens and effect- ively treat acute otitis media in children. E-15. Lifrarbólga C, klínísk-vefjafræði- leg rannsókn Sigurður Olafsson*, Jón Gunnlaugur Jónasson**, Þórarinn Tyrfingsson***, Bjarni Þjóðleifsson**** Frá *lyflcekningadeildum Sjúkrahúss Akraness og Sjúkrahúss Reykjavíkur, **Rannsóknastofu Há- skólans í meinafrœði, ***Sjúkrahúsinu Vogi, ****lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Lifrarbólga C er ein algengasta or- sök langvinnrar lifrarbólgu og skorpulifrar á Vest- urlöndum. Sjúkdómurinn er yfirleitt hægfara en gangur er mjög breytilegur. Margt er óljóst um hvað ræður bólguvirkni í lifur þessara sjúklinga og rannsóknir á tengslum lifrarprófa við hana eru mis- vísandi. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga bólguvirkni meðal íslenskra sjúklinga með lifrar- bólgu C og hvaða þættir tengjast henni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til sjúk- linga með lifrarbólgu C sem komu á göngudeild. Auk viðtals og skoðunar voru gerð mótefnapróf (ELISA, RIBA) og keðjumögnunarpróf (PCR) fyr- ir lifrarbólgu C veirunni (LCV) auk mælingar á transaminösum. Eftirfarandi skilyrði þurfti að upp- fylla fyrir lifrarsýnatöku: 1) jákvætt keðjumögnun- arpróf, 2) engin misnotkun vímuefna í að minnsta kosti fjóra mánuði og 3) engin þekkt frábending fyrir lifrarsýnatöku. Sami meinafræðingurinn, blindaður á klínískar upplýsingar, skoðaði öll sýn- in. Metinn var bólgu-dreps stuðull (BDS, 0-18) og bandvefsstuðull (BS, 0-6) eftir aðferðum úr aðlög- uðu HAI flokkunarkerfi. Niðurstöður: Alls voru athuguð 30 lifrarsýni (16 karlar, 14 konur). Tuttugu og fimm höfðu sprautu- fíkn sent ^áhættuþátt. Allir voru með bólgu í lifur. Meðaltal bólgu-dreps stuðuls var 3,6 (1-7). Aðeins einn var með bandvefsstuðul yfir 1. Bólgu-dreps stuðull var að meðaltali 1,5 hjá sjúklingum sem voru með eðlilegt ALAT, 3,1 með ALAT 50-150 og 4,1 með ALAT yfir 150. Bólgu-dreps stuðull var hærri hjá körlum en konum (3,6 á móti 2,5). Bólgu-dreps stuðull hjá sjúklingum undir 35 ára var 2,8 en 3,5 hjá eldri einstaklingum. Alyktanir: 1) Allir einstaklingar í þessum hópi smitaðir af lifrarbólgu C veirunni hafa langvinna lifrarbólga en hún er í nánast öllum tilfellum væg. 2) Fylgni er á milli hækkunar á transaminösum og virkni lifrarbólgu. 3) Lifrarbólgan er meiri meðal karla og eldri einstaklinga. E-16. Giardiasis á íslandi 1984-1998. Vefjameinafræðileg athugun Sigurbjörn Birgisson *, Jón Gunnlaugur Jónas- son** Frá *rannsóknastofu Landspítalans í meltingar- sjúkdómum, **Rannsóknastofu Háskólans í meina- frœði Inngangur: Giardiasis er smáþarmasjúkdómur sem orsakast af svipusnýkjudýrinu Giardia lambl- ia. Smit verður aðallega með menguðu vatni og matvælum. Sýkingin getur verið einkennalaus eða valdið bráðum og langvarandi niðurgangi með frá- sogsröskunum. Greiningin byggist aðallega á saur- athugun eða smásjárskoðun á vefjasýnum úr skeifugörn. Rannsóknir á saursýnum sem bárust Tilraunastöð Háskólans að Keldum 1973-1988 sýndu að G. lamblia var algengasta snýkjudýrið sem fannst, eða 29% (67/234) allra jákvæðra sýna. Alls hafa um 220 tilfelli greinst með saurathugun- um frá 1973 og tilfellum fer ört fjölgandi. Ekki hafa verið könnuð þau tilfelli sem greinst hafa hér á landi með sýnatökum úr skeifugörn. Efniviður og aðferðir: Tölvuleit var notuð til að finna allar giardiasis vefjameinafræðilegar grein- ingar á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði frá 1984 til apríl 1998 og á Vefjarannsóknastofunni Alfheimum 74. Upplýsingum um aldur, kyn, þjóð- erni og ástæður sýnatöku var aflað með athugun á fyrirliggjandi upplýsingum á beiðni um vefja- meinafræðilega athugun. Vefjameinafræðilegt útlit sýna var einnig kannað. Niðurstöður: A rúmlega 14 ára tímabili greind- ust 20 tilfelli af giardiasis með sýnatöku úr skeifu- görn með speglunartækni. Miðgildisaldur var 58 ár (23-82 ára). Kynjahlutfall var jafnt (10 karlar og 10 konur). Allir sjúklingarnir voru íslenskir og aðeins einn hafði sögu um utanlandsför. Ellefu (55%) höfðu niðurgang, átta (40%) kviðverki, átta (40%) þyngdartap og sex (30%) fleiri en eitt einkenni. Ekkert tilfelli greindist fyrir 1991, tvö greindust 1991, fjögur 1996, 10 árið 1997 og fjögur tilfelli á fyrstu þrentur mánuðum 1998. Smásjárskoðun sýndi í flestum tilfellum urmul af svipudýrum G. lamblia á yfirborði slímhúðar og í helmingi tilfella var um væga langvinna bólgufrumuíferð að ræða en í helmingi tilfella var slímhúðin eðlileg. f tveim- ur tilfellum sást væg rýrnun á slímhúðarþekju. Álvktanir: Giardiasis er landlæg á íslandi og til- fellum fer fjölgandi. Giardiasis kemur fyrir á öllum aldri og getur valdið langvarandi meltingarfæra- óþægindum sem oft eru vangreind. Giardiasis er mismunagreining sem ætti að vera ofarlega á lista einstaklinga með óútskýrð meltingarfæraóþægindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.