Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 31 time for which the serum concentration of cefurox- ime remained above the MIC (90) values for the key pathogens suggests that cefuroxime 15mg/kg bid should eradicate bacterial pathogens and effect- ively treat acute otitis media in children. E-15. Lifrarbólga C, klínísk-vefjafræði- leg rannsókn Sigurður Olafsson*, Jón Gunnlaugur Jónasson**, Þórarinn Tyrfingsson***, Bjarni Þjóðleifsson**** Frá *lyflcekningadeildum Sjúkrahúss Akraness og Sjúkrahúss Reykjavíkur, **Rannsóknastofu Há- skólans í meinafrœði, ***Sjúkrahúsinu Vogi, ****lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Lifrarbólga C er ein algengasta or- sök langvinnrar lifrarbólgu og skorpulifrar á Vest- urlöndum. Sjúkdómurinn er yfirleitt hægfara en gangur er mjög breytilegur. Margt er óljóst um hvað ræður bólguvirkni í lifur þessara sjúklinga og rannsóknir á tengslum lifrarprófa við hana eru mis- vísandi. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga bólguvirkni meðal íslenskra sjúklinga með lifrar- bólgu C og hvaða þættir tengjast henni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til sjúk- linga með lifrarbólgu C sem komu á göngudeild. Auk viðtals og skoðunar voru gerð mótefnapróf (ELISA, RIBA) og keðjumögnunarpróf (PCR) fyr- ir lifrarbólgu C veirunni (LCV) auk mælingar á transaminösum. Eftirfarandi skilyrði þurfti að upp- fylla fyrir lifrarsýnatöku: 1) jákvætt keðjumögnun- arpróf, 2) engin misnotkun vímuefna í að minnsta kosti fjóra mánuði og 3) engin þekkt frábending fyrir lifrarsýnatöku. Sami meinafræðingurinn, blindaður á klínískar upplýsingar, skoðaði öll sýn- in. Metinn var bólgu-dreps stuðull (BDS, 0-18) og bandvefsstuðull (BS, 0-6) eftir aðferðum úr aðlög- uðu HAI flokkunarkerfi. Niðurstöður: Alls voru athuguð 30 lifrarsýni (16 karlar, 14 konur). Tuttugu og fimm höfðu sprautu- fíkn sent ^áhættuþátt. Allir voru með bólgu í lifur. Meðaltal bólgu-dreps stuðuls var 3,6 (1-7). Aðeins einn var með bandvefsstuðul yfir 1. Bólgu-dreps stuðull var að meðaltali 1,5 hjá sjúklingum sem voru með eðlilegt ALAT, 3,1 með ALAT 50-150 og 4,1 með ALAT yfir 150. Bólgu-dreps stuðull var hærri hjá körlum en konum (3,6 á móti 2,5). Bólgu-dreps stuðull hjá sjúklingum undir 35 ára var 2,8 en 3,5 hjá eldri einstaklingum. Alyktanir: 1) Allir einstaklingar í þessum hópi smitaðir af lifrarbólgu C veirunni hafa langvinna lifrarbólga en hún er í nánast öllum tilfellum væg. 2) Fylgni er á milli hækkunar á transaminösum og virkni lifrarbólgu. 3) Lifrarbólgan er meiri meðal karla og eldri einstaklinga. E-16. Giardiasis á íslandi 1984-1998. Vefjameinafræðileg athugun Sigurbjörn Birgisson *, Jón Gunnlaugur Jónas- son** Frá *rannsóknastofu Landspítalans í meltingar- sjúkdómum, **Rannsóknastofu Háskólans í meina- frœði Inngangur: Giardiasis er smáþarmasjúkdómur sem orsakast af svipusnýkjudýrinu Giardia lambl- ia. Smit verður aðallega með menguðu vatni og matvælum. Sýkingin getur verið einkennalaus eða valdið bráðum og langvarandi niðurgangi með frá- sogsröskunum. Greiningin byggist aðallega á saur- athugun eða smásjárskoðun á vefjasýnum úr skeifugörn. Rannsóknir á saursýnum sem bárust Tilraunastöð Háskólans að Keldum 1973-1988 sýndu að G. lamblia var algengasta snýkjudýrið sem fannst, eða 29% (67/234) allra jákvæðra sýna. Alls hafa um 220 tilfelli greinst með saurathugun- um frá 1973 og tilfellum fer ört fjölgandi. Ekki hafa verið könnuð þau tilfelli sem greinst hafa hér á landi með sýnatökum úr skeifugörn. Efniviður og aðferðir: Tölvuleit var notuð til að finna allar giardiasis vefjameinafræðilegar grein- ingar á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði frá 1984 til apríl 1998 og á Vefjarannsóknastofunni Alfheimum 74. Upplýsingum um aldur, kyn, þjóð- erni og ástæður sýnatöku var aflað með athugun á fyrirliggjandi upplýsingum á beiðni um vefja- meinafræðilega athugun. Vefjameinafræðilegt útlit sýna var einnig kannað. Niðurstöður: A rúmlega 14 ára tímabili greind- ust 20 tilfelli af giardiasis með sýnatöku úr skeifu- görn með speglunartækni. Miðgildisaldur var 58 ár (23-82 ára). Kynjahlutfall var jafnt (10 karlar og 10 konur). Allir sjúklingarnir voru íslenskir og aðeins einn hafði sögu um utanlandsför. Ellefu (55%) höfðu niðurgang, átta (40%) kviðverki, átta (40%) þyngdartap og sex (30%) fleiri en eitt einkenni. Ekkert tilfelli greindist fyrir 1991, tvö greindust 1991, fjögur 1996, 10 árið 1997 og fjögur tilfelli á fyrstu þrentur mánuðum 1998. Smásjárskoðun sýndi í flestum tilfellum urmul af svipudýrum G. lamblia á yfirborði slímhúðar og í helmingi tilfella var um væga langvinna bólgufrumuíferð að ræða en í helmingi tilfella var slímhúðin eðlileg. f tveim- ur tilfellum sást væg rýrnun á slímhúðarþekju. Álvktanir: Giardiasis er landlæg á íslandi og til- fellum fer fjölgandi. Giardiasis kemur fyrir á öllum aldri og getur valdið langvarandi meltingarfæra- óþægindum sem oft eru vangreind. Giardiasis er mismunagreining sem ætti að vera ofarlega á lista einstaklinga með óútskýrð meltingarfæraóþægindi.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.