Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36
35
1998. Tími sem veirumagnsmælingar stóðu yfir
fyrir hvern sjúkling var athugaður og meðaltal
hópsins fundið. Upphafs- og lokamælingar veiru-
magns á tímanum voru skráðar fyrir hvern sjúkling.
Dreifing veirumagnsmælinga sem gerðar voru áður
en fjöllyfjameðferð hófst og sfðustu mælingar fyrir
hvern sjúkling var könnuð. Veirumagn í plasma var
mælt á veirurannsóknadeild Landspítalans með
Amplicor HIV-1 Monitor™ prófi (Roche Diagnost-
ic System). Fjöldi CD4+ frumna var talinn í tlæði-
frumusjá á rannsóknastofu í ónæmisfræði.
Niðurstöður: Alls voru 49 sjúklingar meðhöndl-
aðir með fjöllyfjameðferð. Tími frá fyrstu veiru-
magnsmælingu til hinnar síðustu var frá einum
mánuði og upp í 25,5 mánuði; meðaltalið var 18
mánuðir. Fyrir fjöllyfjameðferð höfðu sex (12,2%)
færri en 400 veirueintök/mL plasma, 10 (20,4%)
400-10 000 eintök/mL, 20 (40,8%) 10 000-100 000
eintök/mL og 13 (26,5%) fleiri en 100 000 ein-
tök/mL. I lok skráningar á tímabili höfðu 33 (67%)
færri en 400 veirueintök/mL plasma, fimm (10,2%)
400-10 000 eintök/mL, fímm (10,2%) 10 000-100
000 eintök/mL og sex (12,2%) fleiri en 100 000
veirueintök/mL. Breytingar á fjölda CD4+ frumna
á tímanum verða kynntar. Algengasta fjöllyfjameð-
ferðin fól í sér gjöf tveggja bakritahemla og eins
próteasahemils.
Ályktanir: Fjöllyfjameðferð gegn HIV-1 hefur
leitt til verulegrar lækkunar veirumagns í plasma
hjá stórum hluta HIV sýktra. Rúmlega tveir þriðju
meðhöndlaðra sjúklinga hafa færri en 400 veiruein-
tök/mL plasma en fimmtungur mælist þó með fleiri
en 10 000 veirueintök/mL.
E-23. Vélindabólga af völdum Herpes
simplex veira í einstaklingum sem ekki
eru ónæmisbældir
Gunnar Gunnarsson*,**, Guðrún Baldvinsdótt-
ir**, Sverrir Harðarson***, Hallgrímur Guðjóns-
son*
Frá *lyflœkningadeild og **veirurannsóknadeild
Landspítalans, ***Rannsóknastofu Háskólans í
meinafræði
Inngangur: Sýkingar af völdum Herpes simplex
veira (HSV) eru algengar en Herpes simplex vél-
indabólga er hins vegar tiltölulega sjaldgæf. Hún
leggst einkum á ónæmisbælda einstaklinga. Við
lýsum fjórum heilbrigðum, ungum karlmönnum
sem greindir voru með Herpes simplex vélinda-
bólgu og könnum ritað mál um þennan sjúkdóm.
Efniviður og aðferðir: Fullnægja þurl'ti ákveðn-
um skilmerkjum til greiningar Herpes simplex vél-
indabólgu. Sjúkdómsgreining var talin líkleg ef
fjórum af fimm skilmerkjum var fullnægt en
ákveðin/örugg ef öllum fimm var fullnægt.
Mótefni, IgM og IgG, gegn Herpes simplex voru
mæld með tveimur mismunandi ELISA aðferðum.
Veiruræktun var gerð í Vero og A-549 frumum.
Herpes simplex týpa var greind með sérhæfðri
ELISA aðferð. Sýni tekin frá vélinda voru skoðuð
af meinafræðingi. Leit var gerð á MEDLINE að til-
fellum Herpes simplex vélindabólgu sem lýst var í
heilbrigðum einstaklingum.
Niðurstöður: Fjórir karlmenn greindust með
Herpes simplex vélindabólgu árið 1997. Sam-
kvæmt skilmerkjum var greining líkleg hjá tveimur
og ákveðin hjá tveimur. Þeir voru á aldrinum 18-24
ára. Tveir kvörtuðu um verki við kyngingu. Allir
voru með hita. Einn sjúklinganna hafði ekki sýni-
leg sár í slímhúð/húð. Einn þeirra var upphaflega
grunaður um hjartasjúkdóm og annar um gall-
blöðrubólgu. Allir reyndust hafa Herpes simplex
frumsýkingu og voru lagðir inn á sjúkradeild,
fengu vökva í æð og voru meðhöndlaðir með
acýklóvír. í vélindaþekju tveggja voru frumubreyt-
ingar dæmigerðar fyrir Herpes simplex sýkingu
(Cowdry A innlyksur og margkjarna frumur). Við
leit fundust 12 tilfelli Herpes simplex vélindabólgu
og verður gerð grein fyrir þeim.
Ályktanir: Herpes simplex vélindabólga er
sjaldgæf í einstaklingum sem ekki eru ónæmis-
bældir, en sennilega vangreind. Þörf er árvekni til
greiningar. Vísbendingar eins og sýnilegar lesionir
í húð og slímhúð eru ekki ávallt til staðar.
E-24. Samtímisfaraldur mislinga og
hettusóttar eykur áhættu á þarmabólgu-
sjúkdómum
Sigurður Björnsson*, Jóhann Heiðar Jóhanns-
son**, Scott Montgomery***, Bjarni Þjóðleifs-
§ O jj 4-4-4* 4-
Frá *Sjúkrahúsi Reykjavíkur, ** Rannsóknastofu
Háskólans í meinafrœði, ***Royal Free Hospital
London, ****lyflœkningadeild Landspítalans
Inngangur: Veirusýkingar með skömmu milli-
bili á fyrstu árum ævinnar geta aukið áhættu á
þarmabólgusjúkdómum síðar á ævinni.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á: I)
Skrá um alla sjúklinga greinda með svæðisgarna-
bólgu (160) og sáraristilbólgu (705) á íslandi fram
að 1994. 2) Skrá um alla sem fæddust á íslandi
milli 1915 og 1984 (278.846) (Hagskinna 1997). 3)
Skrá um alla veirufaraldra á íslandi 1900-1990
(Hagskinna 1997).
Áhætta fyrir hvern einstakling á að fá þarma-
bólgusjúkdóm var reiknuð samkvæmt „Cox pro-
portional hazard model“ fyrir hvert faraldursár.
Áhætta var vegin og leiðrétt fyrir áhrifum mismun-
andi tíðni ungbarnadauða. Faraldrar af mislingum,
hettusótt og hlaupabólu voru kannaðir og skráðir