Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 35 1998. Tími sem veirumagnsmælingar stóðu yfir fyrir hvern sjúkling var athugaður og meðaltal hópsins fundið. Upphafs- og lokamælingar veiru- magns á tímanum voru skráðar fyrir hvern sjúkling. Dreifing veirumagnsmælinga sem gerðar voru áður en fjöllyfjameðferð hófst og sfðustu mælingar fyrir hvern sjúkling var könnuð. Veirumagn í plasma var mælt á veirurannsóknadeild Landspítalans með Amplicor HIV-1 Monitor™ prófi (Roche Diagnost- ic System). Fjöldi CD4+ frumna var talinn í tlæði- frumusjá á rannsóknastofu í ónæmisfræði. Niðurstöður: Alls voru 49 sjúklingar meðhöndl- aðir með fjöllyfjameðferð. Tími frá fyrstu veiru- magnsmælingu til hinnar síðustu var frá einum mánuði og upp í 25,5 mánuði; meðaltalið var 18 mánuðir. Fyrir fjöllyfjameðferð höfðu sex (12,2%) færri en 400 veirueintök/mL plasma, 10 (20,4%) 400-10 000 eintök/mL, 20 (40,8%) 10 000-100 000 eintök/mL og 13 (26,5%) fleiri en 100 000 ein- tök/mL. I lok skráningar á tímabili höfðu 33 (67%) færri en 400 veirueintök/mL plasma, fimm (10,2%) 400-10 000 eintök/mL, fímm (10,2%) 10 000-100 000 eintök/mL og sex (12,2%) fleiri en 100 000 veirueintök/mL. Breytingar á fjölda CD4+ frumna á tímanum verða kynntar. Algengasta fjöllyfjameð- ferðin fól í sér gjöf tveggja bakritahemla og eins próteasahemils. Ályktanir: Fjöllyfjameðferð gegn HIV-1 hefur leitt til verulegrar lækkunar veirumagns í plasma hjá stórum hluta HIV sýktra. Rúmlega tveir þriðju meðhöndlaðra sjúklinga hafa færri en 400 veiruein- tök/mL plasma en fimmtungur mælist þó með fleiri en 10 000 veirueintök/mL. E-23. Vélindabólga af völdum Herpes simplex veira í einstaklingum sem ekki eru ónæmisbældir Gunnar Gunnarsson*,**, Guðrún Baldvinsdótt- ir**, Sverrir Harðarson***, Hallgrímur Guðjóns- son* Frá *lyflœkningadeild og **veirurannsóknadeild Landspítalans, ***Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði Inngangur: Sýkingar af völdum Herpes simplex veira (HSV) eru algengar en Herpes simplex vél- indabólga er hins vegar tiltölulega sjaldgæf. Hún leggst einkum á ónæmisbælda einstaklinga. Við lýsum fjórum heilbrigðum, ungum karlmönnum sem greindir voru með Herpes simplex vélinda- bólgu og könnum ritað mál um þennan sjúkdóm. Efniviður og aðferðir: Fullnægja þurl'ti ákveðn- um skilmerkjum til greiningar Herpes simplex vél- indabólgu. Sjúkdómsgreining var talin líkleg ef fjórum af fimm skilmerkjum var fullnægt en ákveðin/örugg ef öllum fimm var fullnægt. Mótefni, IgM og IgG, gegn Herpes simplex voru mæld með tveimur mismunandi ELISA aðferðum. Veiruræktun var gerð í Vero og A-549 frumum. Herpes simplex týpa var greind með sérhæfðri ELISA aðferð. Sýni tekin frá vélinda voru skoðuð af meinafræðingi. Leit var gerð á MEDLINE að til- fellum Herpes simplex vélindabólgu sem lýst var í heilbrigðum einstaklingum. Niðurstöður: Fjórir karlmenn greindust með Herpes simplex vélindabólgu árið 1997. Sam- kvæmt skilmerkjum var greining líkleg hjá tveimur og ákveðin hjá tveimur. Þeir voru á aldrinum 18-24 ára. Tveir kvörtuðu um verki við kyngingu. Allir voru með hita. Einn sjúklinganna hafði ekki sýni- leg sár í slímhúð/húð. Einn þeirra var upphaflega grunaður um hjartasjúkdóm og annar um gall- blöðrubólgu. Allir reyndust hafa Herpes simplex frumsýkingu og voru lagðir inn á sjúkradeild, fengu vökva í æð og voru meðhöndlaðir með acýklóvír. í vélindaþekju tveggja voru frumubreyt- ingar dæmigerðar fyrir Herpes simplex sýkingu (Cowdry A innlyksur og margkjarna frumur). Við leit fundust 12 tilfelli Herpes simplex vélindabólgu og verður gerð grein fyrir þeim. Ályktanir: Herpes simplex vélindabólga er sjaldgæf í einstaklingum sem ekki eru ónæmis- bældir, en sennilega vangreind. Þörf er árvekni til greiningar. Vísbendingar eins og sýnilegar lesionir í húð og slímhúð eru ekki ávallt til staðar. E-24. Samtímisfaraldur mislinga og hettusóttar eykur áhættu á þarmabólgu- sjúkdómum Sigurður Björnsson*, Jóhann Heiðar Jóhanns- son**, Scott Montgomery***, Bjarni Þjóðleifs- § O jj 4-4-4* 4- Frá *Sjúkrahúsi Reykjavíkur, ** Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, ***Royal Free Hospital London, ****lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Veirusýkingar með skömmu milli- bili á fyrstu árum ævinnar geta aukið áhættu á þarmabólgusjúkdómum síðar á ævinni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á: I) Skrá um alla sjúklinga greinda með svæðisgarna- bólgu (160) og sáraristilbólgu (705) á íslandi fram að 1994. 2) Skrá um alla sem fæddust á íslandi milli 1915 og 1984 (278.846) (Hagskinna 1997). 3) Skrá um alla veirufaraldra á íslandi 1900-1990 (Hagskinna 1997). Áhætta fyrir hvern einstakling á að fá þarma- bólgusjúkdóm var reiknuð samkvæmt „Cox pro- portional hazard model“ fyrir hvert faraldursár. Áhætta var vegin og leiðrétt fyrir áhrifum mismun- andi tíðni ungbarnadauða. Faraldrar af mislingum, hettusótt og hlaupabólu voru kannaðir og skráðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.