Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 41 linga 11-18 ára í grunnskólum og framhaldsskól- um. Unglingarnir voru beðnir að svara spurninga- listum með því að krossa í viðeigandi reiti. Sömu spurningalistum var dreift til 103 unglinga meðan á innlögn þeirra stóð á Sjúkrahúsinu Vogi (SAA). Unglingar voru jafnframt geðsjúkdómsgreindir, lit- ið var á félagslegar aðstæður þeirra, áfengisvanda í fjölskyldu þeirra og tíðni áfalla. Niðurstöður: Greint verður frá samanburði á niðurstöðum í þessum tveimur unglingahópum. Unglingar með áfengis- og fíkniefnavanda höfðu 2,5 sinnum hærri vandamála stigasvörun en ung- lingar úr úrtaki sem náði til alls landsins. Niður- stöður gefa til kynna að spurningalistar þessir séu hentugir til notkunar bæði til að greina geð- og at- ferlisvandamál unglinga sem vistaðir eru á stofnun- um eða sjúkrahúsum. Ályktanir: Spurningarlistar Achenbachs eru ódýrir og hentugir til greiningar á geðheilbrigðis- vanda unglinga. Bera má niðurstöður saman við sambærilegar rannsóknir í öðrum löndum. Jafn- framt má leita upplýsinga um geð- og atferlis- vandamál með spurningalistum þessum og kanna þarfir fyrir meðferð. E-36. Geðlyfjanotkun lyfjadeildarsjúk- linga. Frumkynning á rannsókn á lyfj- um við útskrift Sigurður Örn Hektorsson*, Kristinn Tómasson*, Þórður Harðarson ** Frá *geðdeild og **lyflœkningadeild Landspítal- ans Inngangur: Notkun geðlyfja á íslandi hefur breyst nokkuð undanfarin 15 ár. Hæst ber vitneskja um vaxandi notkun nýlegra geðdeyfðarlyfja af flokki sérhæfðra blokkara endurupptöku serótóníns (SSRI), en einnig má nefna nýleg óeiginleg sterk geðlyf (atypical neuroleptics). Miðað við skil- greinda daglega skammta (SDS) eru tauga- og geð- lyf mest notuð allra lyfja á íslandi, en hjarta- og æðasjúkdómalyf fylgja fast á eftir. Mikilvægt er að þekkja hvernig notkuninni er háttað meðal þeirra, sem haldnir eru öðrum sjúkdómum en geðsjúkdóm- um. Markmið rannsóknarinnar er að kanna algengi og notkunarmynstur geðlyfja meðal lyfjadeildar- sjúklinga og bera saman við algengi notkunar lyfja- flokksins almennt, svo og í tengslum við sjúkdóms- greiningar þeirra. Efniviður og aðferðir: 1. Læknabréf fyrir síð- ustu legu hvers sjúklings lyflækningadeildar Land- spítalans 1997 verða skoðuð og sjúkdómsgreining- ar samkvæmt ICD-10 ásamt lyfjum við útskrift samkvæmt ATC skráð í gagnagrunn. 2. Reiknað verður út eftirfarandi: Algengi og dreifing geðlyfjanotkunar samkvæmt ATC flokkun eftir aldri og kyni. Dreifing geðlyfjanotkunar eftir ICD-10 greiningum 3. Niðurstöðurnar verða bornar saman við notk- unarmynstur samkvæmt sölutölum á geðlyfjum á sama tímabili og eldri rannsókn á ávísanavenjum á geðlyf meðal almennings. Niðurstöður: Alls voru skoðuð læknabréf 2471 sjúklings með samtals 4392 greiningar. Meðalfjöldi greininga var 1,8 á hvern sjúkling. Langalgengastir voru sjúkdómar í blóðrásarkerfi eða 48,5%. Sjúk- dómar í öndunarfærum voru 6,7%, meltingarfærum 6,5%, vöðva, beinum og bandvef 6,5%, þvag- og kynfærum 4,2%, innkirtlum 4,0%, en sjöundi al- gengasti greiningarflokkurinn voru geð- og atferl- israskanir með 2,5% allra greininganna, sem náðu til 4,13% allra sjúklinganna. Geðlyfjanotkunin í ljósi þessara greininga verður kynnt á þinginu, en þær niðurstöður liggja ekki fyrir þegar þetta er rit- að. Ályktanir: í ljósi þess, að miðað við SDS eru tauga- og geðlyf mest notuð allra lyfja á Islandi, benda ofangreindar niðurstöður til umtalsverðrar vanskráningar á geðgreiningum. Gleggri mynd mun þó fást, þegar ofangreindar niðurstöður verða bornar saman við geðlyfjanotkunina hjá þessum sjúklingum. E-37. Notkun þriggja mismunandi áhættumælikvarða fyrir kransæðaað- gerð hjá rosknum sjúklingum Hjörtur Oddsson *, Kent Emilsson, Örjan Friberg, Lena Sunemalm, Leif Brorson Frá *Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, hjarta- deild Regionsjukhuset Örebro Inngangur: Kransæðaaðgerðum á rosknum sjúklingum hefur fjölgað seinni ár, en þær rann- sóknir sem byggt er á voru framkvæmdar á yngri einstaklingum. Margir áhættumælikvarðar hafa verið settir upp til að dæma horfur sjúklinga er fara í kransæðaaðgerð. Við höfum í þessari rannsókn borið saman þrjá vel þekkta áhættukvarða til þess að dæma horfur sjúklinga eldri en 70 ára. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem gengust undir kransæðaaðgerð frá apríl 1995 til apríl 1996. Heildarfjöldi sjúklinga sem einvörðungu gengust undir kransæðaaðgerð var 628, þar af 218 eldri en 70 ára. Þrír mismunandi áhættukvarðar (Clevland, Parsonett og Tuman) voru skráðir hjá öllum sjúk- lingum fyrir aðgerð. Niðurstöður voru síðan bornar saman við lífshorfur sjúklinga að ári liðnu frá að- gerð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.