Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Side 52
46 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 E-46. Fosfóserín í stjórneiningu (R Domain) cystic fibrosis transmembrane conductance regulator (CFTR) hafa mismunandi áhrif á klóríð straum Olafur Baldursson*, Michael J. Welsh**, Herbert A. Berger* Frá *lyflœkningadeild, lungna- og gjörgœsludeild háskólasjúkrahússins í Iowa City, **Howard Hug- hes Medical Institute lowa City Inngangur: CFTR er 1480 amínósýrna prótín sem tilheyrir svokölluðum ABC (ATP Binding Casette) jónaganga flokki. CFTR flytur klóríðjónir í þekjuvef lungna, meltingarfæra, húðar og fleiri líffæra. Stökkbreytingar í geni CFTR á stutta armi sjöunda litnings valda cystic fíbrosis. Nákvæm gerð CFTR er óþekkt, en vitað er að það er samsett úr tveimur himnueiningum (Transmembrane Dom- ains) sem mynda sjálf göngin gegnum frumuhimn- una og þremur frymishlutum. Frymishlutarnir eru tvö kjarnsýrutengi (Nucleotide Binding Domains) og ein stjórneining (Regulatory (R) Domain). Stjórneiningin er sérstök þar sem hún er eini hluti CFTR sem er ekki til í öðrum ABC jónagöngum. Af öðrum göngum úr þessum flokki má nefna p- glykóprótín (svo sem MDRl) sem dælir krabba- meinslyfjum út úr frumum og veldur ónæmi æxla gegn lyfjameðferð. Tvennt þarf til að CFTR opnist. I fyrsta lagi þarf ATP að bindast kjarnsýrutengjum og hydrólýserast. I öðru lagi þarf að fosfórýlera serín amínósýrur (og mynda þar með fosfóserín) í stjórneiningu með prótín kínasa A. Þrátt fyrir mikl- ar rannsóknir á síðustu árum er enn óljóst hvernig þessir tveir atburðir opna göngin og hvernig þau lokast. Efniviður og aðferðir: Rannsókn okkar beindist að því að skilgreina þátt fosfóserína í stjórneiningu í starfsemi CFTR. Við beyttum staðbundnum stökkbreytingum (site directed mutagenesis) til þess að breyta fjórum serínum í alanín í stjórnein- ingu CFTR. Alanín fosfórast ekki og gátum við því notað þessa aðferð til þess að mæla áhrif fosfórun- ar serína á mismunandi stöðum í stjórneiningu á starfsemi CFTR. Við völdum serín 660 (S660), S737, S795 og S813 þar sem fyrri rannsóknir bentu til að þessi serín væru fosfóruð við lífræn skilyrði (in vivo). Við mældum klóríð straum gegnum CFTR þar sem aðeins ein breyting hafði verið gerð (S660A, S737A, S795A eða S813A). Við mældum einnig straum gegnunt CFTR þar sem öllum fjórum serínum hafði verið breytt í alanín samtímis (S- Quad-A). Straummælingar voru gerðar með því að tjá ofangreind CFTR afbrigði og eðlilegt CFTR (E- CFTR) í þekjuvefsfrumum sem komið var fyrir í Ussing hylkjum. Frumurnar voru síðan örvaðar ró- lega með cpt-cAMP eða af krafti með forskólín og IBMX. Til samanburðar var einnig mældur straum- ur í þekjuvef einum saman. Klóríð straumur eftir væga örvun var mestur í þekjuvef með E-CFTR = S737A >S795A >S660A = S813A >S-Quad-A = þekjuvefur án nokkurs CFTR. Marktækur munur var einnig á klóríð straum milli CFTR tegunda eft- ir mikla örvun með forskólín og IBMX; mestur straumur í þekjuvef með S737A >E-CFTR = S795A >S660A = S813A = S-Quad-A >þekjuvefur án CFTR. Niðurstöður: Niðurstöðurnar benda til þess að ofantalin fjögur fosfóserín gegni lykilhlutverki í að opna CFTR þar sem nær enginn straumur mældist í S-Quad-A eftir væga örvun. Rannsóknin sýnir einnig að hlutverk þessara serína í starfsemi CFTR er misjafnt. S660 og S813 örvuðu klóríðstraum mest en S737 virtist á hinn bóginn draga úr straumi. Við könnuðum hlutverk serínanna nánar með því að breyta CFTR þannig að eitt serín af fjórum var látið óhreyft en hinum þremur breytt í alanín. Þessi CFTR afbrigði höfðu öll sama straum og S-Quad- A. Alyktanir: Við ályktum því að ekkert eitt fos- fóserín geti örvað straum til jafns við E-CFTR. Þessar tilraunir sýndu einnig að bæði örvun vegna fosfórunar S660 eða S813 og hömlun vegna fosfór- unar S737 var háð því að hin serínin væru óhreyfð og bentu þar með til þess að fosfórun eins seríns gæti haft mikilvæg áhrif á fosfórun annarra serína í stjórneiningu CFTR. Rannsóknin eykur skilning á hlutverki og samspili fosfóserína í starfsemi CFTR. E-47. Sjúkdómur í vélinda, maga og skeifugörn. Er Helicobacter pylori or- sökin? Bergþór Björnsson*,**, Kjartan B. Örvar*, Krist- ín Ólafsdóttir*, Ásgeir Theodórs*,*** Frá *meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala Hafnarftrði, **lœknadeild HÍ, **lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Tengsl H. pylori og ætisára, maga- bólgu, krabbameina og meltingarónota án sára (NUD) eru vel þekkt. Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna algengi sýkingarinnar og talið er að um 40% Islendinga hafi sýkst af bakteríunni. Oft er ráðlagt að athuga hvort sýking sé til staðar áður en frekari rannsókn (til dæmis holsjárskoðun) er gerð. Til- gangur rannsóknarinnar var að kanna algengi H. pylori hjá sjúklingum með einkenni frá efra melt- ingarvegi. Þá var einnig athugað samband milli ástæðu fyrir holsjárskoðun og niðurstöðu hennar. Efniviður og aðferðir: Gerð var framvirk athug- un á 562 sjúklingum, aldur sjö til 90 ára (meðalald- ur 52,4; staðalfrávik 18,2), sem vísað var til hol- sjárskoðunar á árunum 1996 til 1997 vegna ein- kenna. Karlar voru 247, aldur sjö til 90 ára (meðal-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.