Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 61

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1998, Qupperneq 61
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 36 53 Introduction: Rabeprazole sodium is the newest member of a class substituted benzimidazole mo- lecules known as proton pump inhibitors (PPIs). Other PPIs have been shown to be effective in heal- ing active, benign gastric ulcers. Material and mcthods: In this randomised, dou- ble-blind, multicentre study, conducted at 25 European sites, rabeprazole and omeprazole were compared in patients with active gastric ulcers. Two hundred and twenty seven patients with active benign gastric ulcer were randomised to receive either rabeprazole 20 mg (n=l 13) or omeprazole 20 mg (n=l 14), once daily for three or six weeks, with healing monitored by endoscopy. Results: After three weeks, complete healing (ITT analysis) was documented in 58% of patients given rabeprazole and 61% in patients given omeprazole (NS). After six weeks the healing rates were identical in both groups at 91%. Rabeprazole treated patients had numerically greater symptom relief at all 12 points of comparison. The differ- ences significantly favoured rabeprazole at week three for daytime pain improvement (p<0.05) and at week six for pain frequency (p<0.01) and comp- lete resolution of night pain (p<0.05). Both drugs were well tolerated over the six-week treatment course. Mean changes from baseline to endpoint in fasting serum gastrin were comparable. No signi- ficant differences in laboratory parameters were seen. Conclusions: In this study, rabeprazole prod- uced healing rates comparable to omeprazole at weeks three and six, but provided more consistent and occasionally significantly superior symptom improvement. Both treatments were well tolerated. E-61. Faraldsfræði heilaáfalla. Frá hóp- rannsókn Hjartaverndar Uggi Agnarsson*, Helgi Sigvaldason**, Guð- mundur Þorgeirsson**, Nikulás Sigfússon* Frá *Rannsóknarstöð Hjartaverndar, **lyflœkn- ingadeild Landspítalans Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að finna helstu áhættuþætti heilaáfalla, nýgengi þeirra og horfur sjúklinga sem fá heilaáföll. Efniviður og aðferðir: Meðal þátttakenda í rannsókn Hjartaverndar 1979-1981 og 1985-1987 voru 4484 karlar. Upplýsinga um heilaáföll meðal þessa hóps var aflað og greiningar staðfestar. Heilaáföll (stroke) voru skilgreind sem skyndileg einkenni frá miðtaugakerfi sem stóðu í að minnsta kosti sólarhring þar sem klínísk greining um heila- áfall hafði verið gerð við vistun á sjúkrahúsi. Niðurstöður: Af 4484 körlum (meðalaldur 58 ár (45-83)) sem tekið höfðu þátt í hóprannsókninni greindust síðar 249 eða 5,5% með heilaáföll fram til ársloka 1993. Meðalaldur við heilaáfall reyndist 70 ár. Heilablæðing greindist hjá 18% og blóð- þurrðarheilaáfall hjá 82%. Heilaáfall var dánaror- sök 62 eða 6,7% af þeim 901 sem létust á tímabil- inu. Fimm ára lífslíkur eftir heilaáfall voru 56%. Árleg tíðni heilaáfalla reyndist frá 0,4% fyrir ald- ursbilið 45-54 ár til 1,0% fyrir aldurshópinn 75-84 ára. Helstu áhættuþættir heilablæðingar reyndust há- þrýstingur og lágt heildarkólesteról en við blóð- þurrðarheilaáfall reyndust það háþrýstingur, reyk- ingar, hátt kólesteról og hreyfingarleysi. Ályktanir: Nýgengi heilaáfalla er um 1% á ári meðal karla eldri en 75 ára. Fimm ára lífslíkur eru 56%. Helstu áhættuþættir eru háþrýstingur, reyk- ingar, hátt kólesteról og hreyfingarleysi við blóð- þurrðarheilaáfall en háþrýstingur og lágt kólesteról við heilablæðingu. E-62. Afdrif heilablóðfallssjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1996 Guðrún Karlsdóttir, Einar M. Valdimarsson, Finn- bogi Jakobsson Frá endurhœfingar- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Árlega leita yfir 200 einstaklingar á Sjúkrahús Reykjavíkur vegna heilablóðfalls og skammvinnrar blóðþurrðar í heila. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna afdrif þessara sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár sjúklinga sem komu á Sjúkrahús Reykjavíkur árið 1996 vegna heilablóðfalls eða skammvinnrar blóð- þurrðar í heila. Rannsóknin náði til 205 sjúklinga. Heilaáföll voru flokkuð eftir klínískri gerð og skráðir áhættuþættir. Deildarlæknir (GK) hafði samband við þessa einstaklinga símleiðis og skráði niður upplýsingar um hreyfigetu, færni við athafn- ir daglegs lífs (ADL), búsetu. atvinnu og fleira. Við mat á fötlun eða færni var notaður Rankin kvarði (5 stiga kvarði, 0 stig er engin fötlun, 5 stig eru veru- leg fötlun/hjúkrunarsjúklingur). Heiladrep voru flokkuð eftir klínískri gerð sem tekur mið af stærð og staðsetningu (Bamford classification): 1. Total anterior circulation syndrome (TACS): helftarlömun (hemiparesis), sjónsviðsskerðing (homonymous hemianopia) og málglöp eða gaum- stol (higher cerebral dysfunction). 2. Partial anterior circulation syndrome (PACS): helftarlömun og/eða helftardofi og sjónsviðsskerð- ing (ipsilateral hemianopia) eða málglöp/gaumstol. 3. Posterior circulation syndrome (POCS): ein- kenni frá heilastofni og/eða sjónsviðsskerðing (hemianopia). 4. Lacunar syndrome (LACS): helftarlömun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.